Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

147. fundur 17. mars 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 147 Dags : 17.03.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Staðardagskrá
Framlögð drög að Staðardagskrá 21 fyrir Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og að haldinn verði íbúafundur um málið fimmtudaginn 25. mars.
2. Eftirlitsnefnd sveitarfélaga
Framlagt bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga dagsett 03.03. 2010 vegna athugunar nefndarinnar á fjármálum Borgarbyggðar. Í bréfinu er tilkynnt að eftirlitsnefnd muni ekki aðhafast frekar að svo stöddu í málinu.
3. Skólamál
Rætt um undirbúning að sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar. Samþykkt að fela sveitarstjóra að skipa verkefnisstjórn vegna sameiningarinnar. Tillaga að skipan verkefnisstjórnarinnar ásamt erindisbréfi og fjárhagsáætlun liggur fyrir á næsta fundi byggðarráðs
Framlagt minnisblað fræðslustjóra um samrekstur leik- og grunnskóla á Varmalandi.
4. Menntaborg ehf.
Rætt um Menntaborg ehf.
5. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga
Framlagt fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem fram fer 26. mars n.k. í Reykjavík.
Samþykkt að Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri verður fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
6. Samþykkt um umgengni í hesthúsahverfinu í Borgarnesi
Framlögð endurskoðuð samþykkt um umgengni í hesthúsahverfinu við Selás og Vindás í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti samþykktirnar með áorðnum breytingum.
7. Reiðhöllin Vindási
Framlagt minnisblað frá skrifstofustjóra um fjármál Reiðhallarinnar Vindási ehf.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að boða fund með eigendum Faxaborgar.
8. Alþjóðlegar sumarbúðir
Framlagt bréf frá CISV international þar sem óskað er eftir afnotum af húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi undir sumarbúðir í júlí 2010.
Samþykkt að óska eftir umögn eftirlitsaðila um umsóknina.
9. Umsögn félagsmálanefndar
Framlögð umsögn félagsmálanefndar um fyrirhugaðar breytingar á Borgarbraut 65a í Borgarnesi.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir eigendum íbúða í Borgarbraut 65a og eldriborgararáði Borgarbyggðar.
10. Stjórnsýslukæra
Framlagt bréf dagsett 02.03. 2010 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar Borgarbyggðar vegna stjórnsýslukæru Ingimundar Grétarssonar þar sem kærðar eru ákvarðanir Borgarbyggðar vegna lóðamála við Brákarbraut 11.
Samþykkt að fela Inga Tryggvasyni hdl. að svara erindinu.
Samþykkt að leggja til hliðar fjárhæð til greiðslu á eignarnámsbótum skv. fyrri úrskurði.
11. Gjaldskrá Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Framlögð tillaga fræðslunefndar að gjaldskrá Tónlistarskóla Borgarfjarðar fyrir skólaárið 2010-2011.
Afgreiðslu frestað og samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum.
12. Samþykktir Borgarbyggðar
Framlögð tillaga að breytingum á 57 gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar.
Samþykkt að gera breytingar á tillögunni og leggja hana þannig fyrir sveitarstjórn.
13. Raflýsing í Borgarbyggð
Framlögð drög að endurskoðuðum reglum um raflýsingu í dreifbýli.
Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum um kostnað.
14. Fjallskilamál
Rætt var um kæru vegna innheimtu fjallskilagjalda.
15. Jörðin Krókur í Norðurárdal
Framlagt afrit af bréfi Bjarna Ásgeirssonar hrl. til Upprekstrarfélags Þverárréttar vegna upprekstrar sauðfjár og beitar í landi jarðarinnar Króks í Norðurárdal.
Samþykkt að fela Inga Tryggvasyni hdl. að svara erindinu.
16. Fráveitumál í Borgarnesi
Rætt um fráveituframkvæmdir í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti með tveimur atkvæðum gegn 1 (FR) tillögu Ístaks um landtöku fráveitulagnar í Brákarey. Kostnaður Borgarbyggðar af þessu verkefni verður í kringum kr. 1.300.000 og verður hann tekinn inn í endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010.
Finnbogi lagði fram svohljóðandi bókun:
"Ætla má að verktakafyrirtækið Ístak byggi tilboð sitt í verkefni á vegum Orkuveitu Reykjavíkur á fyrirliggjandi útboðsgögnum er lýsa því verki sem tilboðið nær til. Áform Borgarbyggðar um niðurrif mannvirkja í Brákarey er hvergi getið í útboðsgögnum og útilokað að frestun þeirrar framkvæmdar skapi Borgarbyggð bótaskyldu gagnvart Ístaki eða Orkuveitu Reykjavíkur."
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við Gámaþjónustuna um samning um niðurrif fjárréttarinnar í Brákarey.
17. Snorrastofa
Rætt um málefni Snorrastofu.
Fyrirhugaður er fundur byggðarráðs með stjórn Snorrastofu í næstu viku.
18. Málefni fatlaðra
Framlagt bréf dagsett 03.03. 2010 frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi þar sem lögð er fram tillaga starfshóps um skipulag á þjónustu við fatlaða á Vesturlandi eftir yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélaga.
Á fundinn mætti Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri.
Byggðarráð tekur undir tillögu SSV um skipulagið.
19. Bréf Loftorku
Framlagt erindi Loftorku í Borgarnesi ehf. dags. 16.03.10 varðandi eignarhald á lóðum.
Samþykkt að afla frekari upplýsinga um málið.
20. Tillaga um atvinnumál
Finnbogi lagði fram svohljóðandi tillögu um atvinnumál:
"Sveitarfélagið kynni verkefni fyrir Vinnumálastofnun þar sem varið verði allt að þremur milljónum úr sveitarsjóði á yfirstandandi ári og jafn hárri upphæð á því næsta til verkefna á sviði nýsköpunar. Féð renni til atvinnuátaksverkefna og verði að hluta mótframlag gegn framlagi frá Vinnumálastofnun.
Að auki verði allt að tveimur milljónum króna varið til annarra atvinnuátaksverkefna á vegum sveitarfélagsins sbr. lið 8 í fundargerð 141. fundar.
Heildarkostnaður við verkefnið verði samkvæmt þessu allt að 5 milljónir á yfirstandandi ári. Á móti verði framkvæmdafé lækkað um fimm milljónir."
Með tillögunni fylgir greinargerð.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
21. Framlögð mál
a.Tilkynning frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um úttekt á verkefninu Borgarfjarðarbrúin.
b.Fundargerð frá fundi í stjórn Faxaflóahafna 05.03.10.
c.Fundargerð frá fundi í skólanefnd Fjölbrautarskóla Vesturlands 24.02.10.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,45.