Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

148. fundur 24. mars 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 148 Dags : 24.03.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Breytingar á 57. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar
Framlögð drög að breytingum á 57.gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar.
Vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn.
2. Útboð á skólaakstri
Framlagt minnisblað skrifstofustjóra vegna útboðs á skólaakstri.
Samþykkt að bjóða aksturinn út til tveggja ára.
3. Skólamál
Framlagt erindisbréf fyrir verkefnisstjórn vegna sameiningar Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar.
 
4. Menntaborg ehf.
Á fundinn mætti Svanbjörn Thoroddsen frá KPMG til viðræðna um endurfjármögnun á lánum vegna mennta- og menningarhússins í Borgarnesi.
Jafnframt framlögð drög að leigusamningi við Menntaskóla Borgarfjarðar.
5. Gjaldskrá Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Framlögð gögn frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar vegna tillögu að gjaldskrárbreytingu.
Afgreiðslu frestað.
6. Götulýsing í Borgarbyggð
Rætt um götulýsingu í Borgarbyggð.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs.
7. Tillaga um atvinnumál
Rætt um tillögu Finnboga Rögnvaldssonar um atvinnumál sem lögð var fram á 147. fundi byggðarráðs.
Tillagan var samþykkt og framkvæmdasviði falið að gera tillögu um breytingu á framkvæmdaáætlun í takt við tillöguna.
8. Fjárhagsstaða Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og lagði fram yfirlit yfir rekstur Borgarbyggðar í janúarmánuði. Jafnframt lagðar fram endurskoðaðar reglur um eftirlit með fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkti breytingar á reglunum.
9. Starfsmannamál
Framlögð beiðni Elínar Guðmundsdóttur um eins árs leyfi frá störfum við leikskólann Klettaborg .
Samþykkt að verða við beiðninni.
Rætt um önnur starfsmannamál.
10. Viðtalstímar sveitarstjórnarmanna
Samþykkt að hafa viðtalstíma sveitarstjórnarmanna um miðjan apríl.
11. Fundur með Vegagerðinni
Samþykkt að óska eftir fundi með Vegagerðinni um framkvæmdir, viðhald og fjármagn á svæðinu.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,40.