Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

149. fundur 31. mars 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 149 Dags : 31.03.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Ályktanir frá aðalfundi Búnaðarfélags Lundarreykjadalshrepps
Framlagðar tvær ályktanir frá aðalfundi Búnaðarfélags Lundareykjadalshrepps.
Ályktun um sorpgáma var vísað til framkvæmdasviðs.
Ályktun um Oddsstaðarétt var vísað til framkvæmdasviðs og því falið að endurskoða kostnaðaráætlun um byggingu nýrrar réttar.
2. Útboð á sorphirðu
Á fundinn mættu Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og kynntu gögn vegna útboðs á sorphirðu í Borgarbyggð.
3. Atvinnumál
Framlögð tillaga framkvæmdasviðs að breytingum á framkvæmdaáætlun vegna fyrirhugaðs atvinnuátaks.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
 
4. Skólamál
Á fundinn mættu Helgi Björn Ólafsson, Fjóla Benidiktsdóttir og Helena Guttormsdóttir og kynntu skýrslu um skólamál á Hvanneyri.
5. Ársreikningur 2009
Á fundinn mættu Oddur G. Jónsson og Halldór Hróarr Sigurðsson frá KPMG til viðræðna vegna vinnu við ársreikning fyrir árið 2009.
Samþykkt að meðferð eignarhluta í félögum fari í gegnum sameiginlegan kostnað í ársreikningnum.
Samþykkt að kostnaður Borgarbyggðar við fráveitufarmkvæmdir teljist hluti af gatnagerðarframkvæmdum. Jafnframt var ítrekuð beiðni Borgarbyggðar um endurskoðun á samningi við Orkuveitu Reykjavíkur um fráveituframkvæmdir.
6. DAB
Rætt um skuldbindingar Borgarbyggðar vegna viðbyggingar við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
7. Tillaga frá eldri borgarararáði
Framlögð tillaga frá eldri borgararáði um kynningu á breytingu á. rishæð á Borgarbraut 65a.
Byggðarráð hefur þegar tekið ákvörðun um kynninguna.
8. Afsláttur á leikskólagjöldum
Framlögð beiðni foreldris um afslátt af leikskólagjöldum með vísan í reglur um að námsmenn fá afslátt af leikskólagjöldum.
Með vísan í reglur er ekki hægt að verða við erindinu.
9. Stofnun landspildu
Framlagt erindi Jóns Kristleifssonar dags. 15. mars 2010 þar sem óskað er eftir að stofnuð verði 3,39 ha landspilda úr landi Húsafells 3
Jafnframt er óskað eftir að landspildan verði tekin úr landbúnaðarnotkun.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar og umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
10. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs
Framlögð drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Borgarbyggð.
11. Landskipti á jörðinni Sturlureykir 2
Framlögð beiðni Guðmundar Eiríkssonar dags. 29.03.10 f.h. eigenda jarðarinnar Sturlureykja 2 í Reykholtsdal um að samþykkt verði landskipti úr jörðinni í Sturlureyki 3 og Sturlureyki 4.
Byggðarráð samþykkti breytingarnar.
12. Málefni Snorrastofu
Greint var frá fundi fulltrúa Borgarbyggðar og stjórnar Snorrastofu þar sem farið var yfir drög að nýrri skipulagsskrá Snorrastofu.
13. Framlögð mál
a) Bréf Umhverfisstofnunar dags. 23.03.’10 um eftirlit með urðunar- og geymslusvæði Borgarbyggðar í landi Hamars
b) Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 19.03.’10 um endurgreiðslur vegna hækkana á tryggingagjaldi.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,30.