Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

152. fundur 28. apríl 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 152 Dags : 28.04.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Skólamál
Framlögð bréf til íbúasamtakanna á Hvanneyri vegna Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri og til foreldrafélags leikskólans á Varmalandi.
Byggðarráð gerði breytingar á bréfunum og samþykkti þau þannig.
Jafnframt rætt um breytingar á kennslukvótum við leik- og grunnskóla í Borgarbyggð.
2. DAB
Framlögð drög að samningi við félags- og tryggingarráðuneytið um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Borgarbyggð. Jafnframt framlagt bréf frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu um þátttöku sveitarfélaga í uppbyggingu hjúkrunarheimila. Loks er framlögð umsögn KPMG um skuldbindingar Borgarbyggðar vegna áðurnefnds samnings.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og kynna það fyrir eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
3. Unglingalandsmót UMFÍ
Framlögð endurskoðuð kostnaðaráætlun um framkvæmd unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fer í Borgarnesi 29. júlí til 1. ágúst n.k.
4. Afréttarmál
Framlögð kæra Jóns Höskuldssonar hrl. dagsett 19.04. 2010 til Sýslumannsins í Borgarnesi um álagningu fjallskila samkvæmt heimild í 45 gr. afréttarlaga nr.6/1986.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að taka til varna í málinu.
Framlagt afrit af bréfi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 20.04.10 til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins varðandi stjórnsýslukæru Kapals hf. gegn Borgarbyggð.
5. Vinnuskólinn
Framlagt erindi dagsett 19.04. 2010 frá Kolfinnu Njálsdóttur vegna vinnskóla Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
6. Viðskipti við verktaka
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs til viðræðna um viðskipti Borgarbyggðar við verktaka.
7. Vegagerð
Rætt um framkvæmdir Vegagerðarinnar í Borgarbyggð.
Svohljóðandi ályktun var samþykkt:
"Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur ríkisstjórn og Alþingi til að gæta sem mests jafnræðis milli landshluta þegar horft verður til vegaframkvæmda og tryggja að fé sé veitt til nauðsynlegs viðhalds þess vegakerfis sem byggt hefur verið upp á undanförnum áratugum. Það er umhugsunarefni hvort þjóðarbúið hafi efni á að vegir í dreifbýli grotni niður vegna ónógs viðhalds. Sérstaklega er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir breyttum búsetuháttum í dreifbýli. Akstur skólabarna og atvinnusókn frá dreifbýli
til þéttbýlis hefur aukist mikið síðustu áratugi og reiðir sig alfarið á viðunandi samgöngur.
Brýnt er að gera áætlun um lagningu bundins slitlags á héraðsvegi og tengivegi en í ljósi þess að slík uppbygging mun taka lengri tíma en fyrri samgönguáætlanir hafa gert ráð fyrir þarf að endurskoða staðla með það að markmiði að lækka kostnað við lagningu bundins slitlags á þessa vegi. Einnig er mikilvægt að tryggja lágmarksviðhald vega með malarslitlagi."
8. Vatnsveita í Reykholtsdal
Framlagt minnisblað frá Orkuveitu Reykjavíkur um vatnsveitumál í Reykholtsdal.
9. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
10. Áskorun til almannavarnanefndar
Finnbogi lagði fram svohljóðandi bókun:
"Mikilvægt er að Almannavarnanefnd Borgarbyggðar hlutist til um að veita íbúum Borgarbyggðar almennar upplýsingar um eldfjallavá. Upplýsa þarf um til hvaða úrræða skal grípa ef óvissuástand skapast vegna eldgosa og eyða þeirri óvissu sem kann að hafa skapast við eldgos sem nú er uppi í Eyjafjallajökli."
11. Önnur mál
a. Ályktun frá UMFÍ um ungmennaráð.
b. Fundargerð frá fundi skólanefndar Fjölbrautarskóla Vesturlands 13.04.10.
c. Fundargerð frá 75. fundi stjórnar Faxaflóahafna
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 10,oo.