Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

153. fundur 05. maí 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 153 Dags : 05.05.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Skólamál
Rætt um breytingar á kennslukvótum við leik- og grunnskóla í Borgarbyggð. Jafnframt farið yfir stöðu mála varðandi sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar. Í gangi er samkeppni um nafn á nýjan skóla.
2. DAB
Rætt um fyrirhugaða uppbyggingu á hjúkrunarheimili við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
3. Leigusamningur um beitiland
Framlögð drög að samningi við Sauðfjáreigendafélag Borgarness vegna beitilands. Jafnframt framlagðar athugasemdir frá sauðfjáreigendafélaginu.
Finnbogi lagði fram svohljóðandi bókun:
"Ég tel að ekki séu forsendur fyrir því að styðja frekar við skepnuhald á landi í eigu Borgarbyggðar."
4. Fundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Norðurár sem fram fer að Hraunsnefi föstudaginn 7. maí n.k.
Samþykkt að Kristján F. Axelsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Jafnframt framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Gljúfurár sem fram fer í Hyrnunni 12. maí n.k.
Samþykkt að Jenný Lind Egilsdóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
5. Styrkumsókn
Framlagt erindi dagsett 27.04. 2010 frá leikskólastjóra og deildarstjórum við leikskólann Ugluklett þar sem óskað er eftir stuðningi frá Borgarbyggð vegna námsferðar.
Samþykkt að styrkja umsækjendur um kr. 10.000 pr mann vegna ferðarinnar.
6. Laun sveitarstjórnar og nefnda
Rætt um launakjör sveitarstjórnar og nefnda.
Vísað til sveitarstjórnar.
7. Útboð á skólaakstri
Framlögð drög að útboðsgögnum vegna skólaaksturs í Borgarbyggð.
8. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Samþykkt að vísa tillögu um launadreifingu skólaliða til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
9. Borgarbraut 65a
Rætt um aðkomu Borgarbyggðar að fasteigninni að Borgarbraut 65a.
10. Uppbygging ferðamannastaða
Framlagt minnisblað um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu ferðamannastaða í Borgarbyggð og fyrirhuguð verkefni á árinu 2010.
Samþykkt að heimila að kr. 1.100.000 af þeim fjármunum sem áætlaðir voru til atvinnuátaksverkefna verði notaðir í þessi verkefni.
11. Refa- og minkaveiðar
Framlögð ályktun frá aðalfundi félags sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði þar sem mótmælt er niðurskurði á fjárveitingum til refa- og minkaveiði í Borgarbyggð.
12. Stofnun lögbýlis
Framlagt erindi frá eigendum Skógarkots í Borgarbyggð þar sem óskað er umsagnar um stofnun lögbýlis í Skógarkoti.
Samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar að fenginni umsögn umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
13. Tilboð í sorphirðu
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og kynnti tilboð sem bárust í sorphirðu Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Akraneskaupstaðar. Fjögur tilboð bárust í verkið.
Samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda í verkið sem var Íslenska Gámafélagið ehf.
14. Kostnaður vegna sinubruna
Finnbogi lagði fram svohljóðandi bókun:
"Borgarbyggð hefur undanfarin ár ítrekað orðið fyrir miklum kostnaði vegna elda sem brunnið hafa í sinu í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að sýslumannsembættið í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hætti að veita leyfi til að kveikja elda á víðavangi. Eins og dæmin sanna er ljóst að nær vonlaust er leyfisveitanda að hafa yfirsýn yfir afleiðingar sinuelda sem heimilað hefur verið að kveikja. Einnig er mikilvægt að brýna fyrir almenningi að
fara varlega með eld þar sem hætta er á sinueldum."
15. Önnur mál
a. Bréf frá Jöfnunarsjóði vegna framlags til nýbúafræðslu.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,15.