Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

155. fundur 25. maí 2010 kl. 20:30 - 20:30 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 155 Dags : 25.05.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Skólamál
Framlögð fundargerð verkefnastjórnar um sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar frá 20. maí 2010.
Sveitarstjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun sameinaðs skóla.
2. Erindi frá Loftorku í Borgarnesi ehf.
Framlagt erindi Loftorku í Borgarnesi ehf dagsett 21.05. 2010 og drög að samningi við Loftorku um lóðina að Kveldúlfsgötu 29.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera breytingar á samningnum.
Jafnframt framlögð yfirlýsing frá skiptastjóra vegna breytinga á lóðarleigusamningum vegna lóðastækkunar Loftorku frá árinu 2007.
Byggðarráð samþykkti breytingu á lóðarleigusamningnum til Loftorku.
3. Hestamannafélagið Skuggi
Framlagt erindi dagsett 21.05. 2010 frá Hestamannafélaginu Skugga þar sem óskað er heimildar til að sleppa hrossum í beitarhólf fyrr en samningur gerir ráð fyrir vegna hrossasjúkdóma.
Samþykkt að verða við erindinu enda verði fóðrun hrossa tryggð þar sem beit er ónóg.
4. Atvinnumál
Framlögð tilkynning frá Landsbanka Íslands vegna BM-Vallár.
Byggðarráð fagnar því að starfsemi fyrirtækisins í Borgarbyggð skuli vera tryggð.
5. Atvinnuátaksverkefni 2010
Framlögð afrit af umsóknum Borgarbyggðar vegna atvinnuátaksverkefna fyrir árið 2010.
6. Útboð á skólaakstri
Framlögð útboðsgögn vegna skólaaksturs í Borgarbyggð.
Samþykkt að vinna frekar með útboðsgögnin.
7. Samkomulag við menningarstofnanir
Framlögð drög að samkomulagi við Landnámssetur, Landbúnaðarsafn Íslands og Snorrastofu vegna breytinga á samningum um stuðning sveitarfélagsins við þessar stofnanir á árinu 2010.
Byggðarráð samþykkti samkomulögin.
8. Minnisblað um sinubruna
Framlagt minnisblað frá slökkviliðsstjóra um sinubruna í Borgarbyggð.
Vísað til umsagnar umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
9. Tilboð í sorphirðu
Lagt var fram minnisblað frá fundi um útboð á sorphirðu.
10. Erindi frá Pósthúsinu
Framlagt erindi dagsett 18.05. 2010 frá Pósthúsinu þar sem óskað er eftir framlengingu á heimild til uppsetningu “Fréttablaðskassa”, auk þess sem sótt eru um leyfi til að setja upp fleiri kassa í Borgarnesi.
Samþykkt að verða við beiðninni.
11. Starfsmannastefna Borgarbyggðar
Framlögð endurskoðuð drög að starfsmannastefnu Borgarbyggðar.
12. Menntaborg ehf.
Rætt um Menntaborg ehf.
13. Önnur mál
a. Ályktun um vanda framhaldsskólamenntunar á Vesturlandi.
b. Bréf frá styrktarsjóði Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
c. Fundargerð frá stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fór 12.05. 2010.
d. Tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um úthlutun framlags 2010 vegna sérþarfa fatlaðra nemenda.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 22,05.