Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

159. fundur 15. júlí 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 159 Dags : 15.07.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Skólamál
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði vegna viðhaldsþarfar skólahúsnæðis á Kleppjárnsreykjum. Jafnframt framlögð minnisblöð frá skólastjórum beggja grunnskólanna vegna búnaðar í skólunum. Lagt fram erindi og fjárbeiðni skólastjóra Grunnskóla Borgarness en byggðarráð óskaði á síðasta fundi eftir sundurliðuðu yfirliti vegna fjárhagsstöðu skólans.
Byggðarráð samþykkir að fela fræðslustjóra í samráði við skólastjóra og framkvæmdasvið að gera tillögu að forgangsröðun búnaðarkaupa. Byggðarráð samþykkir að hækka fjárheimild Grunnskólans í Borgarnesi um 11.5 milljónir fyrir árið 2010 og vísar þeirri hækkun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Byggðarráð ítrekar mikilvægi þess að forstöðumenn stofnana haldi fjárhagsáætlun og rekstur verði innan fjárheimilda.
2. Útboð á skólaakstri
Rætt um tilboð í leið 3 í útboði skólaaksturs. Framlagður tölvupóstur frá lögfræðingi á lögfræðisviði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Jafnframt var framlagt erindi frá Ásgerði Ragnarsdóttur hdl. f.h. Sturlu Stefánssonar. F.L. lagði fram tillögu um að hafna báðum tilboðum og ganga til samninga við Sturlu Stefánsson. Gengið var til atkvæða um tillögu F.L. og var henni hafnað með 2 atkvæðum B.Þ og I.D. B.Þ. bar upp tillögu um að hafna báðum tilboðum, en bjóða leið 3 út að nýju. Tillaga B.Þ. var samþykkt með 2 atkvæðum. F.L. sat hjá.
Framlagt bréf frá Sæmundi Sigmundssyni vegna leiðar 8. Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara bréfritara.
3. Orkuveita Reykjavíkur - eigendanefnd
Framlagt erindisbréf eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur. Byggðarráð samþykkti að skipa Björn Bjarka Þorsteinsson sem fulltrúa Borgarbyggðar í eigendanefnd OR.
4. Erindi frá Flugklúbbnum Kára
Framlagt bréf frá Flugklúbbnum Kára þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 150.000 vegna umhverfismála.
Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara
5. Erindi frá framkvæmdasviði vegna mennta- og menningarhússins
Framlagt tilboð í sprinkler kerfi í kjallararými mennta- og menningarhússins. Jafnframt var framlagt tilboð frá Límtré- Vírnet í loftræstingu í kjallarrými. Framkvæmdasviði falið að vinna áfram að málinu. Þá var rætt um fyrirkomulag húsvörslu í húsinu
Loks var rætt um málefni Menntaborgar ehf.
6. Traðir- landskiptagerð
Framlagt erindi frá jarðareigendum að Tröðum í Borgarbyggð þar sem óskað er eftir samþykki byggðarráðs vegna skiptingu jarðarinnar skv. meðf. uppdrætti, landnotkun verður óbreytt.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.
7. Atvinnumál
Á fundinn mættu Björn Ársæll Pétursson, Einar Jónsson og Örn Tryggvi Johnsen frá Landsbankanum til viðræðna um málefni Límtrés-Vírnets.
Jafnframt var rætt um stuðning við verkefnið Stefnumót 2010. Sveitarstjóra falið að ræða við SSV-þróun og ráðgjöf um verkefnið.
 
8. Erindi frá fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar
Framlögð fundargerð fjallskilanefndar Oddsstaðaréttar dags. 4. júlí 2010 þar sem fram kemur svar nefndarinnar við erindi Óskars Halldórssonar dags. 14. júní 2010 sem byggðarráð vísaði til umsagnar í nefndinni þann 21. júní sl.
Byggðarráð samþykkir rök fjallskilanefndar Oddstaðaréttar og hafnar erindi Óskars Halldórssonar um að keyra fé á Oddstaðaafrétt.
9. Búfjáreftirlitsnefnd fyrir svæði 5
Byggðarráð samþykkir að skipa Guðmund Sigurðsson og Sigrúnu Ólafsdóttir sem fulltrúa Borgarbyggðar í búfjáreftirlitsnefnd fyrir svæði 5. Varamenn þeirra verða Jón Eyjólfsson og Þuríður Guðmundsdóttir.
10. Fólkvangurinn í Einkunnum
Á fundinn mætti Hilmar Már Arason til viðræðna um málefni fólkvangsins sbr. beiðni byggðarráðs á síðasta fundi.
Byggðarráð óskar umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar um fólkvanginn í Einkunnum. Jafnframt samþykkti byggðarráð að bjóða umhverfisráðherra í heimsókn í Borgarbyggð.
Framlagt yfirlit um rekstur Borgarbyggðar fyrstu fimm mánuði ársins.
12. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar
Framlögð fundargerð frá 1. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar
dags. 30. júní 2010. Jafnframt framlagt bréf frá Jóni Ögmundssyni hrl. þar sem þess er krafist að framkvæmdaleyfi fyrir motorkrossbraut í landi Steðja verði fellt niður og framkvæmdir stöðvaðar.
Byggðarráð tekur undir með umhverfis- og skipulagsnefnd og samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir motorkrossbraut til notkunar á unglingalandsmóti, enda sé framkvæmdin á röskuðu landi og afturkræf. Byggðarráð ítrekar að þetta leyfi er tímabundið og stendur til lokadags unglingalandsmóts sem er 2. ágúst n.k..
13. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Fundarboð á XXIV. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður
29. sept. til 1. okt. nk. á Akureyri.
14. Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
Rætt um fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir.
15. Stjórnsýsla Borgarbyggðar
Framlagt erindisbréf fyrir vinnuhóp um endurskoðun á stjórnsýslu- og skipuriti Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkti erindisbréfið með breytingum. Í vinnuhópinn voru skipuð; Ragnar Frank Kristjánsson, Jónína Erna Arnardóttir, Sigríður Bjarnadóttir og Geirlaug Jóhannsdóttir.
16. Kosning í afréttar- og fjallskilanefndir
Framlagt bréf frá frá Guðrúnu Ólafsdóttir þar sem hún óskar lausnar úr fjallskilanefnd Oddstaðaréttar. Byggðarráð samþykkir að veita Guðrúnu lausn frá nefndarstörfum. Jafnframt samþykkir byggðarráð að kjósa Unnstein Snorra Snorrason aðalfulltrúa í fjallskilanefnd Oddstaðaréttar og Hallgrím Sveinsson sem varamann í stað Unnsteins.
Byggðarráð samþykkti að kjósa eftirtalda fulltrúa í afréttarnefnd Álftaneshrepps; Ásgerður Pálsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir og Svanur Pálsson. Varamenn þeirra verða; Ragnheiður Einarsdóttir, Jóhann Pálsson og Guðni Haraldsson
17. Önnur mál
a. Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 5. júlí 2010
b. Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um fjárhagsramma tilfærslu þjónustu við fatlaða.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 12.50