Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

160. fundur 28. júlí 2010 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 160 Dags : 28.07.2010
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Orkuveita Reykjavíkur – skipan rýnihóps
Framlagt bréf dagsett 13.07. 2010 frá Hjörleifi Kvaran forstjóra OR þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð tilnefni fulltrúa í rýnihóp um úttekt og greiningu á stöðu fyrirtækisins.
Samþykkt að tilnefna Eirík Ólafsson skrifstofustjóra fulltrúa Borgarbyggðar í hópinn.
2. Menntaborg
Framlagt minnisblað sveitarstjóra varðandi ráðningu í starf húsvarðar við mennta- og menningarhúsið í Borgarnesi.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir húsverði í hlutastarf.
3. Erindi frá Gatnamótum ehf.
Framlagt bréf dagsett 15.07. 2010 frá Gatnamótum ehf. vegna lóðamála.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar og sveitarstjóra falið að boða bréfritara til fundar.
4. Flugvöllur á Kaldármelum
Framlagt bréf dagsett 09.07. 2010 frá Isavia vegna flugvallarins á Kaldármelum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
Á fundinn mætti Ingi Tryggvason lögfræðingur Borgarbyggðar.
5. Fjallskilamál
Framlagt bréf dagsett 15.07. 2010 frá Hermanni Sveinbjörnssyni f.h. landeigenda að Kletti í Reykholtsdal vegna álagningar fjallskilagjalda.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara bréfritara.
6. Útboð á skólaakstri
Rætt um útboð á skólaakstri við grunnskólana í Borgarbyggð sem sveitarstjórn vísað til byggðarráðs.
Lögð voru fram minnisblöð tveggja lögfræðinga varðandi gildi tilboða í leið 3.
Í báðum minnisblöðunum kemur fram að tilboð lægstbjóðanda í leiðina er ófullnægjandi og er því ógilt, en annað tilboð sem barst í sömu leið er með það litlum ágöllum að ekki er hægt að telja það ógilt. Því samþykkti byggðarráð að breyta ákvörðun frá síðasta fundi varðandi málið og var sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Sturla Stefánsson um akstur á leiðinni.
Fram kom að Dagleið ehf hefur fallið frá tilboði sínu í þær leiðir sem fyrirtækið átti lægstu tilboð í, þar sem tilboðið var með fyrirvara.
Samþykkt var að ganga til samninga við þá sem áttu næstlægstu tilboð í viðkomandi leiðir.
7. Krókur í Norðurárdal
Framlagt minnisblað vegna ágreinings um eignarhald á spildu úr jörðinni Krókur í Norðurárdal.
Samþykkt að fela lögfræðingi Borgarbyggðar að höfða mál til staðfestingar á eignarhaldi Borgarbyggðar á svokölluðum afréttarhluta Króks.
8. Grímshúsið
Rætt um tilboð Borgarbyggðar í Grímshúsið í Borgarnesi og sölu á hluta gamla Mjólkusamlagsins í Borgarnesi.
Sveitarstjóra var falið að skoða málið frekar.
9. Skúlagata 7
Framlagt bréf frá Ragnari Baldurssyni hrl. dags. 02.07.10 f.h. eigenda fasteignarinnar að Skúlagötu 7 í Borgarnesi varðandi matsgerð á tjóni vegna breytinga á skipulagi.
Samþykkt að fela lögmanni að fara fram á yfirmat .
Ingi vék af fundi.
10. Skólahreysti 2010
Framlagt bréf frá Andrési Guðmundssyni f.h. Skólahreysti þar sem óskað er stuðnings að upphæð kr.50.000 vegna keppninnar árið 2010.
Samþykkt með 2 atkv að verða ekki við beiðninni. FL sat hjá við atkvæðagreiðslu.
11. Sorphirða á Bifröst
Framlagt bréf dagsett 09.07. 2010 frá Birni L. Bergssyni hrl. f.h. Vikrafells á Bifröst vegna meintra ofgreiddra sorphirðugjalda.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Vikrafells ehf. um málið.
12. Stofnun Vígdísar Finnbogadóttir
Framlagt bréf dagsett 10.07. 2010 frá Auði Hauksdóttur f.h. Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við uppbyggingu húsnæðis fyrir starfsemi stofnunarinnar.
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við beiðninni.
Framlagt erindi frá Guðmundi Finnssyni dags. 20.07.10 þar sem hann óskar eftir að falla frá leigusamningi um Slíðdalstjörn.
Samþykkt að falla frá leigusamningnum fyrir árið 2010.
14. Unglingalandsmót 2010
Rætt um undirbúning fyrir unglingalandsmótið í Borgarnesi
15. Önnur mál
a. Framlagt yfirlit um álagningarhlutföll sveitarfélaga á fasteignaskatti.
b. Bréf frá Skipulagsstofnun vegna samráðsfundar sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar sem fram fer í Reykholti í september n.k.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 18,20.