Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

161. fundur 05. ágúst 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 161 Dags : 05.08.2010
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Vinabæjarsamskipti
Framlagt bréf dagsett 08.07. 2010 frá Eysturkommuna í Færeyjum þar sem fulltrúum sveitarfélaganna, sem eru vinabæir á Norðurlöndum, er boðið til fundar í Færeyjum. Fundurinn er fyirhugaður 3. – 5. september 2010.
Samþykkt að taka ekki þátt í fundinum að þessu sinni.
2. Erindi félagsmálastjóra
Framlagt erindi félagsmálastjóra dags. 28.07.’10 um lækkun fasteignaskatts einstaklings.
Samþykkt að verða við erindinu og veita 50% afslátt af fasteignaskattinum.
3. Bréf Landsmótsnefndar Rafta
Framlagt bréf dagsett 23.07. 2010 frá Landsmótsnefnd Rafta þar sem óskað er eftir aðstoð Borgarbyggðar til að halda Landsmót bifhjólamanna árið 2011.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
4. Aðalfundur Heilbrigðisnefndar
Framlagt bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dagsett 14.07. 2010 ásamt fundargerð aðalfundar 23.06., skýrslu formanns, ársskýrslu og ársreikings Heilbrigðiseftirlitsins 2009.
5. Námskeið um lýðræði
Framlagt bréf dagsett 13.07. 2010 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um námskeið um lýðræði í sveitarfélögum sem halda á 6. september n.k.
6. Kæra á útboði skólaaksturs
Framlagt bréf Kærunefndar útboðsmála dags. 30.07.’10 ásamt kæru Sæmundar Sigmundssonar ehf á töku Borgarbyggðar á tilboði í eina leið skólaaksturs við grunnskóla í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela Inga Tryggvasyni hdl. að svara erindinu.
7. Húsgrunnar
Rætt um að í Borgarnesi eru nokkrir ófrágengnir húsgrunnar.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að taka saman upplýsingar um þessa grunna og gera ráðstafanir til að ekki stafi hætta af grunnunum.
8. Unglingalandsmót
Unglingalandsmót UMFÍ fór fram í Borgarnesi og nágrenni um verslunarmannahelgina.
Byggðarráð þakkar öllum samstarfsaðilum fyrir vel heppnað mót og þakkar íbúum Borgarbyggðar fyrir hvað vel var tekið á móti gestum og að allir lögðu sig fram við að gera mótið jafn glæsilegt og raun bar vitni.
9. Götuauglýsingar
Rætt um ólöglegar götuauglýsingar og var framkvæmdasviði falið að afla upplýsinga.
10. Afréttarmál
Framlagt afrit af bréfi nokkurra íbúa til Afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar dags. 02.08.10 varðandi fyrirhugaðar breytingar á leitum og réttum.
Samþykkt að vísa erindinu til fjallskilanefndar Borgarbyggðar.
11. Aflýsing á kvöð
Framlagt erindi Inga Tryggvasonar hdl. dags. 04.08.10 þar sem farið er fram á að aflýst verði kvöð á íbúð að Ánahlíð 4.
Byggðarráð samþykkt með 2 atkv. að aflýsa kvöðinni. Bjarki sat hjá við afgreiðslu vegna tengsla við aðila málsins.
Rætt var um að eðlilegt sé að Dvalarheimilið og Borgarbyggð gefi út yfirlýsingu um búsetu í íbúðunum í Ánahlíð.
12. Reiðhöllin Vindási
Á fundinn mættu Stefán Logi Haraldsson form. Skugga og Sigurbjörn Garðarsson úr stjórn Faxa til viðræðna um málefni Reiðhallarinnar Vindási ehf.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 10,35.