Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

162. fundur 19. ágúst 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 162 Dags : 19.08.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Umsókn frá Snorrastofu
Framlagt bréf dagsett 05.08. 2010 frá Snorrastofu þar sem óskað er eftir styrk til uppsetningar á sýningu um ævi, verk, hýbýli og arfleið Snorra Sturlusonar.
Vísað til umsagnar Borgarfjarðarstofu.
2. Samningur Ölgerðarinnar og Slökkviliðs Borgarbyggðar
Framlagður samningur á milli Ölgerðarinnar og Slökkviliðs Borgarbyggðar um stuðning við slökkviliðið í skiptum fyrir auglýsingapláss á slökkvistöð í Reykholti.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna.
3. Aðalfundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fer í Snæfellsbæ 10. og 11. september n.k.
4. Innlausn á lóðum
Framlagt erindi frá Skrifstofuþjónustu Vesturlands f.h. Hlíðarenda ehf. þar sem óskað er eftir því að Borgarbyggð innleysi lóðirnar að Stöðulsholti 31-33 og 35. Jafnframt framlagt bréf frá Sigfúsi Guðmundssyni þar sem óskað er eftir því að Borgarbyggð innleysi lóðina að Sólbakka 29.
Byggðarráð samþykkti að innleysa lóðina að Sólbakka 29 en afgreiðslu um innlausn á lóðunum við Stöðulsholt var frestað.
5. Breytingar á fræðslunefnd
Framlagt bréf dagsett 11.08. 2010 frá Lilju Ágústsdóttur þar sem hún óskar eftir að láta af stöfum í fræðslunefnd Borgarbyggðar þar sem hún hefur hafið störf við Grunnskóla Borgarfjarðar.
Samþykkt var að Ulla Pedersen verði aðalmaður í nefndinni í stað Lilju og nýr varamaður verði Árni Brynjar Bragason.
6. Stjórnsýsla Borgarbyggðar
Á fundinn mættu Jónína Arnardóttir og Sigríður G. Bjarnadóttir úr vinnuhópi um endurskoðun á stjórnsýslu og skipuriti Borgarbyggðar og kynntu vinnu hópsins.
Skrifstofustjóri vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
7. Mennta- og menningarhúsið í Borgarnesi
Framlögð drög að lánasamningi við Íslandsbanka vegna fyrirhugaðra kaupa á mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
8. Gatnagerð á þéttbýlisstöðum í Borgarbyggð
Rætt um gatangerð og frágang gatna í nýlegum hverfum í Borgarnesi og á Hvanneyri.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að svara erindum íbúa varðandi slitlagsframkvæmdir á Fjólukletti og Birkikletti.
Óskað var eftir að fyrirliggjandi gögn um breytingar á akstursleiðum skólabíls í Borgarnesi verði lögð fyrir byggðarráð.
9. Umhverfismál
Rætt um heimildir sveitarfélagsins til að krefja lóðarhafa eða landeigendur um endurbætur á lóðum ef að þær eru til vansa eða hættulegar íbúum í næsta nágrenni.
10. Sorphirða í Borgarbyggð
Framlagður samningur við Íslenska gámafélagið um sorphirðu í Borgarbyggð til næstu 5 ára.
Samningurinn var samþykktur samhljóða.
Samþykkt var að óska eftir fundi með forráðamönnum Íslenska gámafélagsins.
11. Háskólaráð
Rætt um fund Háskólaráðs Borgarfjarðar sem haldinn verður í dag.
12. Fundargerð 68. fundar fræðslunefndar
Lagt fram erindi leikskólastjóra Hraunborgar um aukið fjármagn vegna sérkennslu.
Samþykkt að heimila stuðning sem nemur þremur klukkustundum á dag.
Lögð fram tillaga fræðslunefndar um fyrirkomulag á sérfræðiþjónustu á skólaárinu 2010 - 2011.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
Lagt fram erindi fræðslustjóra og skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar um aukinn kennslukvóta á Varmalandi vegna fjölgunar nemenda.
Byggðarráð samþykkti erindið.
Samþykkt var að vísa kostnaðarauka vegna þessara liða til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2010.
Rætt var um endurnýjun á búnaði í skólastofum.
Samþykkt var að taka tilboði í endurnýjun búnaðar í eina skólastofu á Kleppjárnsreykjum.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um kostnað við endurnýjun búnaðar í Grunnskólanum í Borgarnesi.
13. Byggðakvóti í Borgarbyggð
Lagðir fram minnispunktar frá SSV þróun og ráðgjöf varðandi byggðakvóta í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna stöðu íbúa Borgarbyggðar varðandi byggðakvóta.
14. Fjárhagsstaða
Geirlaug óskaði eftir að lagðar verði fram upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins m.v. 6 mánuði.
Yfirlit verður lagt fram á næsta fundi byggðarráðs.
15. Staða mála
Geirlaug ræddi um að æskilegt sé að í byggðarráði sé lagt fram yfirlit um stöðu þeirra mála sem eru í vinnslu í byggðarráði.
16. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt var um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og var samþykkt að óska eftir að haldinn verði eigendafundur í fyrirtækinu.
17. Önnur mál
a. Fundargerð frá 77. fundi stjórnar Faxaflóahafna.
b. Afrit af bréfi fræðslustjóra til Mennta- og menningarráðuneytisins vegna endurbóta í leikskólamálum.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 12,00.