Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 163
Dags : 26.08.2010
FUNDARGERÐ
163. byggðarráðsfundur
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Jóhannes Stefánsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Fjármálastjóri: Linda Björk Pálsdóttir sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Atvinnumál
Á fundinn kom Guðrún Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Vesturlandi, til viðræðna um stöðu atvinnuleitenda í Borgarbyggð og þær úrlausnir sem stofnunin býður upp á til að fjölga fólki á vinnumarkaði. Guðrún lagði fram ýmsar tölulegar upplýsingar og greindi frá stöðu verkefna á vegum Vinnumálastofnunar. Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að taka saman minnisblað í framhaldi af heimsókn Guðrúnar sem lagt verði fram á næsta fundi byggðarráðs.
2. Slitagerð Byggðarsamlags Laugargerðisskóla
Framlögð slitagerð um byggðasamlag Laugargerðisskóla. Rætt um eignarhlut Borgarbyggðar í fasteignum byggðarsamlagsins. Slitagerð slitastjórnar vísað til sveitarstjórnar.
3. Skólaakstur í Borgarnesi
Framlögð gögn um mögulegar breytingar á akstursleið skólabíls í Borgarnesi. Samþykkt að vísa til fjárhagsáætlunar ársins 2011.
4. Framkvæmdaáætlun 2010
Á fundinn kom Jökull Helgason, forstöðumaður framkvæmdasviðs, og fór yfir stöðu framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2010, auk þess sem lagt var fram yfirlit yfir ófrágengna húsgrunna í Borgarnesi. Samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að krefja lóðarhafa um úrbætur og jafnframt samþykkt að vísa umræðu um húsgrunna til umhverfis- og skipulagsnefndar.
5. Grunnskólinn í Borgarnesi
Framlagt minnisblað skólastjóra vegna búnaðarkaupa fyrir skólann. Byggðarráð samþykkir fjárveitingu til skólans að fjárhæð kr. 1.500.000 til búnaðarkaupanna og er þeirri fjárhæð vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
6. Fjárhagsstaða Borgarbyggðar
Fjármálastjóri fór yfir rekstrarstöðu Borgarbyggðar eftir fyrstu sex mánuði árins.
7. Styrkbeiðni
Framlagt bréf frá NKG (nýsköpunarkeppni grunnskólanna) þar sem óskað er eftir styrk frá Borgarbyggð vegna keppninnar. Byggðarráð getur ekki orðið við beiðninni.
8. Hross á eyðijörðum
Framlagt minnisblað frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um hross á eyðijörðum sem er án tilsjónarmanna. Sveitarstjóra falið í samstarfi við lögmann að kanna réttarstöðu og skyldur sveitarfélagsins og leggja fram tillögu að úrbótum.
9. Borgarbraut 65a
Framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna viðræðna við Lionsklúbbinn í Borgarnesi vegna aðkomu klúbbsins að uppbyggingu hússins. Byggðarráð samþykkir að leggja tillögu sveitarstjóra fyrir samninganefnd Lionsklúbbsins.
10. Úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins
Framlagður úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna kæru Kapals hf. á hendur Borgarbyggðar vegna smölunar búfjár. Byggðarráð samþykkir að fá álit lögfræðings sveitarfélagsins á úrskurðinum.
11. Málefni fatlaðra
Rætt um yfirfærslu á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga.
12. Brunavarnir
Rætt um átak Borgarbyggðar og Búnaðarsamtaka Vesturlands. Verkefninu er lokið og þakkar sveitarfélagið Búnaðarsamtökunum fyrir samstarfið.
13. Menntaborg ehf.
Sveitarstjóri greindi frá viðræðum sveitarfélagsins við Íslandsbanka. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ljúka samningum við bankann.
14. Afréttarmál
Lagt fram álit Inga Tryggvasonar, lögfræðings, um álagningu fjallskila.
15. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um málefni Orkuveitunnar og stöðu Borgarbyggðar innan fyrirtækisins.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12:05.