Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 164
Dags : 02.09.2010
FUNDARGERÐ
164. byggðarráðsfundur
kl. 8:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Fjármálastjóri: Linda Björk Pálsdóttir sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Úrskurður Sýslumannsins í Borgarnesi
Framlagður úrskurður frá Sýslumanninum í Borgarnesi vegna kæru Jóns Höskuldssonar hrl. f.h. eigenda Kletts í Reykholtsdal vegna álagningar fjallskila. Byggðarráð samþykkir að óska eftir áliti frá Inga Tryggvasyni, lögfræðingi, vegna málsins.
2. Nýting netalagna í Borgarfirði
Framlagt minnisblað um nýtingu netalagna frá stjórn Veiðifélags Borgarfjarðar vegna fundar með sveitarstjóra sem fram fór 26. ágúst sl. Byggðarráð samþykkir að óska eftir áliti frá Inga Tryggvasyni, lögfræðingi, vegna málsins.
3. Veiði í Slýðdalstjörn
Framlagt tilboð frá Jóhannesi Oddssyni og Vífli Oddssyni í veiðirétt í Slýðdalstjörn 2011 til 2013. Samþykkt að fela skrifstofustjóra að ræða við bréfritara.
4. Stuðningur við tónlistarnema sem stundar nám utan Borgarbyggðar
Framlagt erindi þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð greiði hlut lögheimilissveitarfélags vegna tónlistarnáms framhaldsskólanema við Söngskólann í Reykjavík. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu. Byggðarráð krefst þess að Samband íslenskra sveitarfélaga og Menntamálaráðuneytið leysi þann ágreining sem uppi er varðandi kostnaðarskiptingu vegna tónlistarskólanáms.
5. Styrkvegir
Framlagt bréf frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er að Borgarbyggð fái fjárveitingu að upphæð kr. 4.000.000 til viðhalds styrkvega á árinu 2010. Jafnframt framlögð tillaga framkvæmdasviðs um framkvæmdir við styrkvegi. Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmdasviði að hefja framkvæmdir.
6. Skólaakstur innan Borgarness
Á fundinn mættu fulltrúar frá foreldrafélagi Grunnskóla Borgarness til viðræðna um skólaakstur. Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn foreldrafélagsins á fyrirliggjandi tillögu vegna skólaaksturs innan Borgarness.
7. Menntaborg ehf.
Rætt um fjármögnun vegna fyrirhugaðra kaupa Borgarbyggðar á mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi. Lögð fram tillaga að lánasamsetningu vegna kaupanna og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Byggðarráð samþykkir að halda kynningarfund, fyrir íbúa sveitarfélagsins, um leið og gengið hefur verið frá samningum vegna hússins.
8. Sorphirða í Borgarbyggð
Á fundinn kom Jón Þór Frantzson frá Íslenska Gámafélaginu til viðræðna um sorphirðu í Borgarbyggð, en fyrirtækið tók við sorphirðunni 1. september sl. Jón fór yfir vinnutilhögun fyrirtækisins og ýmsar hugmyndir og lausnir varðandi sorphirðuna. Undir þessum lið sátu fundinn Jökull Helgason, forstöðumaður framkvæmdasviðs, og Björg Gunnarsdóttir , umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi.
9. Opnunartími leikskóla
Framlagt minnisblað frá fræðslustjóra um opnunartíma leikskóla. Byggðarráð samþykkir að lengja daglegan opnunartíma leikskóla til kl. 16:30 frá og með 1. október nk. Föstudagslokun vegna starfsmannafunda verði óbreytt út yfirstandandi ár en byggðarráð felur fræðslunefnd að skoða möguleika að breyttu fyrirkomulagi frá og með árinu 2011.
10. Innlausn lóða
Framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna innlausnar á lóðum við Stöðulsholt 31, 33 og 35. Bjarki vék af fundi undir þessum lið vegna tengsla við aðila málsins. Byggðarráð samþykkir að leysa lóðirnar aftur til sín og er sveitarstjóra falið að ræða við lóðarhafa.
11. Fjárhagsáætlun 2011
Framlögð tímaáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2011.
12. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál. Byggðarráð samþykkir að heimila tímabundna ráðningu til áramóta í 100% starf við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi.
13. Útboð áhaldahússvinnu
Byggðarráð samþykkir að óska eftir samantekt og gögnum frá framkvæmdasviði vegna fyrirhugaðs útboðs, gögnin liggi fyrir á næsta fundi ráðsins.
14. Námskeið fyrir sveitarstjórnar- og nefndarfólk
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa námskeiðið.
15. Fyrirspurn um þjónustukaup
Geirlaug óskar eftir yfirliti kostnaðar við ráðgjöf, endurskoðun og lögfræðiþjónustu hjá sveitarfélaginu sl. 4 ár.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 12:00.