Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

165. fundur 16. september 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 165 Dags : 16.09.2010
kl. 8:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Umsóknir um landskipti
Framlagt erindi frá Inga Tryggvasyni hdl. f.h. Gunnars Bjarnasonar Hurðarbaki þar sem óskað er eftir að tveimur spildum úr landi jarðarinnar verði skipt út úr landinu. Annars vegar er um að ræða 2.25 ha lóð undir íbúðarhús og hins vegar 49.4 ha sem eru áfram ætlaðir undir landbúnaðarnotkun.
Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Framlagt erindi frá Alark arkitekta ehf f.h. Lóu Sveinbjörnsdóttur þar sem óskað er eftir að stofnuð verði lóð fyrir einbýlishús í landi Kletts í Reykholtsdal.
Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar
Framlagt yfirlit yfir afgreiðslur umhverfis- og skipulagsnefndar frá 3. fundi nefndarinnar sem haldinn var 06.09.10 á erindum sem byggðarráð hefur sent nefndinni.
3. Útboð á skólaakstri
Framlagður tölvupóstur frá Víði Smára Petersen lögmannsstofunni LEX dags. 08.09.10 þar sem tilkynnt er að afturkölluð er kæra Sæmundar Sigmundsonar til kærunefndar útboðsmála á skólaakstri í Borgarbyggð.
4. Límtré-Vírnet
Framlagt erindi frá Guðsteini Einarssyni f.h. vinnuhóps heimamanna um kaup á fyrirtækinu Límtré-vírnet. Hópurinn óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins vegna kaupa á sérfræðiaðstoð við undirbúning tilboðs.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
5. Vatnsból í landi Varmalækjar
Framlagt bréf frá Sigurði Jakobssyni á Varmalæk dags. 30.08.10 þar sem hann segir upp samningi um vatnsból í landi Varmalækjar. Jafnframt framlagðar athugasemdir eigenda Varmalækjar vegna aðalskipulagstillögu Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
6. Tekjuáætlun 2011
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og lagði fram drög að tekjuáætlun fyrir árið 2011.
7. Fjárhagsstaða Borgarbyggðar
Fjármálastjóri lagði fram yfirlit yfir fjárhagsstöðu Borgarbyggðar eftir fyrstu 7 mánuði ársins.
8. Málefni fatlaðra
Á fundinn mætti Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri og kynnti verkáætlun vegna yfirtöku á þjónustu við fatlaða í Borgarbyggð.
Framlögð var samantekt formanns verkefnisstjórnar um fluting á málefnum fatlaðra vegna skýrslu ríkisendurskoðunar um þjónustuna.
Framlögð voru drög að samningi sveitarfélaga á Vesturlandi um sameiginlegt þjónustusvæði Vesturlands um þjónustu við fatlaða.
Samþykkt var að óska eftir breytingu á lið 11.1 en samningurinn að öðru leiti samþykktur.
Tekin var fyrir tillaga Jóhannesar Stefánssonar o.fl. um stofnun vinnuhóps vegna málefna fatlaðra, en tillögunni var vísað frá sveitarstjórn til byggðarráðs.
Samþykkt var að stofna fimm manna vinnuhóp til að vinna að yfirtöku á þjónustu við fatlaða. Í vinnuhópnum verða þrír fulltrúar skipaðir af byggðarráði, en það eru Friðrik Aspelund, Jóhannes Stefánsson og Hulda Hrönn Sigurðardóttir Óskað verður eftir að Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vesturlandi skipi einn fulltrúa í hópinn og Þroskahjálp á Vesturlandi annan.
9. Erindi frá Neðribæjarsamtökunum
Framlagt bréf frá Neðribæjarsamtökunum þar sem skorað er á Borgarbyggð að ganga frá opnum svæðum við Brákarsund og göngustígum frá Brákarsundi að íþróttamiðstöðinni.
Samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar um erindið.
10. Erindi frá Félagi aldraðra í Borgarfjarðardölum
Framlagt bréf frá Félagi aldraðra í Borgarfjarðardölum dags. 10.09.10 þar sem óskað er eftir stuðningi við starf félagsins á sviði örnefnasöfnunnar.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar stjórnar Borgarfjarðarstofu.
11. Fundur með fjárlaganefnd
Framlagt bréf frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem fulltrúum sveitarfélaga er boðið til viðtals vegna fjárlagagerðar fyrir árið 2011.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að taka saman erindi til að leggja fyrir nefndina.
12. Erindi frá 67. fundi sveitarstjórnar
Sveitarstjórn vísaði eftirtöldum erindum til byggðarráðs;
a. Tillaga Geirlaugar Jóhannsdóttur um útboð á endurskoðun, lögfræðiþjónustu og ráðgjöf fyrir Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá öðrum sveitarfélögum um kostnað og tilhögun á þessum þáttum.
b. Minnisblaði sveitarstjóra um lausagögnu stórgripa.
Samþykkt að vísa a-lið minnisblaðsins til fjallskilanefndar.
13. Útboð áhaldahúsvinnu
Á fundinn mætti Jökul Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og lagði fram gögn vegna fyrirhugaðs útboðs á áhaldahúsvinnu.
Samþykkt að fela Jökli að afla frekari gagna um málið.
14. Menntaborg ehf.
Rætt um fjármögnun vegna fyrirhugaðra kaupa Borgarbyggðar á mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi.
Samþykkt var að kaup á húsinu verði fjármögnuð með tveimur lánum hjá Íslandsbanka, annað til 30 ára að fjárhæð 700 millj. kr. og hitt til tveggja ára að fjárhæð 210 millj. kr.
15. Erindi frá leikskólanum Uglukletti
Framlagt erindi frá leikskólanum Uglukletti um aukið fjárframlag vegna sérkennslu.
Samþykkt var tillaga fræðslustjóra um 50% starf til áramóta.
16. Lionsklúbburinn
Framlagður tölvupóstur frá Lionsklúbbi Borgarness vegna Borgarbrautar 65.
Samþykkt að greiða fjárhæðina með tveggja ára skuldabréfi án vaxta og verðbóta.
17. Verkefni Byggðarráðs
Framlögð samantekt um verkefni sem byggðarráð hefur falið embættismönnum.
18. Innlausn lóða
Framlagt erindi frá Akraverki ehf. lóðarhafa að Sólbakka 24 í Borgarnesi sem óskar eftir að Borgarbyggð leysi til sín lóðina.
Samþykkt að innleysa lóðina.
19. Hamar
Framlagt bréf Ómars Arasonar dags. 11.09.10 varðandi nafn á íbúðarhúsinu á jörðinni Hamri í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara bréfritara.
20. Framlögð mál
a. Dagskrá fyrir Landsþing sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri 29. september til 1. október n.k.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 12,50