Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

166. fundur 23. september 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 166 Dags : 23.09.2010
kl. 8:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Varafulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Endurskoðun á stjórnskipulagi Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Jónína Arnardóttir til að ræða tillögur vinnuhóps um breytingar á stjórnsýslu Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að endurskoða samninga um yfirvinnu starfsfólks.
2. Netalagnir við Borgarnes
Framlagt erindi frá Bjarna Guðjónssyni, Finni Torfa Hjörleifssyni, Hreggviði Hreggviðssyni, Hilmari Arasyni, Jóni Finnssyni og Sigurði Þorsteinssyni dags. 15.09.10 þar sem óskað er staðfestingar sveitarstjórnar á því að netalagnir við Borgarnes séu starfræktar með fullri vitund og vilja sveitarfélagsins.
Samþykkt að óska eftir áliti lögmanns Borgarbyggðar á erindinu.
3. Erindi frá Eflu verkfræðistofu
Framlagt erindi frá Eflu verkfræðistofu dags. 17.09.10 þar sem óskað er eftir aðkomu Borgarbyggðar að undirbúningsfélagi um ísgöng í Langjökli.
Samþykkt að beina erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.
4. Fjárhagsáætlun 2011
Rætt um álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu. Framlagður samanburður á álagningarprósetu fasteignaskatts og lóðarleigu við nokkur sveitarfélög. Jafnframt rætt um vinnu við fjárhagsáætlunargerð.
Geirlaug lagði fram svohljóðandi bókun:
"Ljóst er að Borgarbyggð þarf að ráðast í umtalsverðar hagræðingaraðgerðir til að standa straum af auknum útgjöldum, meðal annars vegna kaupa á Mennta- og menningarhúsi Borgarbyggðar. Sömuleiðis er gert ráð fyrir samdrætti í tekjuáætlun fyrir næsta ár vegna m.a. lækkunar á sameiningarframlagi frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Í ljósi þessa er lagt til að eignarhlutur Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum verði metinn af óháðum aðilum og undirbúningur sölu hafinn ef niðurstaða slíks mats er viðunandi."
5. Nýbúaráð
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir nýbúaráð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ljúka vinnu við erindisbréfið.
Jafnframt rætt um skipan í eldri borgararáð og ungmennaráð.
6. Lánasjóður sveitarfélaga
Framlagt fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri 1. október n.k.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vera fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
7. Sorphirða við Andakílsárvirkjun
Framlagður tölvupóstur frá Arndísi Gestsdóttur vegna sorphirðu við íbúðarhús við Andakílsárvirkjun.
Ekki er hægt að verða við beiðninni og var framkvæmdasviði falið að svara bréfritara.
8. Innkaupareglur
Framlögð endurskoðuð drög að innkaupareglum.
Samþykkt að halda fund með forstöðumönnum varðandi innkaup og innkaupareglur.
9. Innheimta vatns- og fráveitugjalda
Framlagt erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 13.09.10 þar sem samningi við Borgarbyggð um innheimtu á vatns- og fráveitugjöldum er sagt upp.
Samþykkt að óska eftir viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur um vatns- og fráveitugjöld.
10. Samningur um vatnsból í landi Varmalækjar
Rætt um samning um vatnsból í landi Varmalækjar.
Í fundargerð frá síðasta fundi byggðarráðs var ranglega bókað að verið væri að segja upp samningi um vatnsból heldur kom fram í bréfinu að eigendur Varmalækjar telja að samningur um vatnsbólið sé úr gildi fallinn þar sem ekki hafi verið staðið við ákvæði hans.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur um erindið.
11. Háskólinn á Bifröst
Samþykkt að óska eftir fundi með rektor og formanni stjórnar Háskólans á Bifröst varðandi þær hugmyndir sem uppi eru um sameiningu skólans við Háskólans í Reykjavík.
 
12. Læknaskortur á Vesturlandi
Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var svohljóðandi ályktun samþykkt:
"Alvarlegur skortur á læknum á Vesturlandi er mikið áhyggjuefni. Aðalfundur SSV skorar á heilbrigðisyfirvöld að endurskoða starfsumhverfi lækna á landsbyggðinni með það að leiðarljósi að gera það eftirsóknarvert fyrir lækna að setjast að og starfa á Íslandi. Það er í raun bæði byggðamál og öryggismál að fundin verði lausn til frambúðar varðandi læknaskort á Vesturlandi."
Byggðarráð tekur undir ályktunina og óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra um alvarlegra stöðu vegna læknaskorts í Borgarbyggð.
13. Framlögð mál
a. Framlagt bréf skipulagsstjóra um nýja skipulagsreglugerð
b. Uppgjör á framlagi Jöfnunarssjóðs vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2010.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 10,30.