Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

168. fundur 07. október 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 168 Dags : 07.10.2010
kl. 08:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúi: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Endurskoðun á stjórnskipulagi Borgarbyggðar
Rætt um tillögur vinnuhóps um endurskoðun á stjórnskipulagi Borgarbyggðar.
Samþykkt var að vísa til sveitarstjórnar tillögum um breytingar á skipuriti og tillögum að breytingum á verkefnum innan stjórnsýslunnar.
Geirlaug lagði fram svohljóðandi bókun:
"Undirrituð ítrekar vonbrigði með seinagang við afgreiðslu tillagna vinnuhóps um endurskoðun á stjórnskipulagi Borgarbyggðar. Afar mikilvægt er að öll ný störf verði auglýst opinberlega."
2. Bygging hjúkrunarálmu við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
Á fundinn mætti Magnús B. Jónsson stjórnarformaður DAB og kynnti uppbyggingu hjúkrunarálmu við heimilið.
Bjarki vék af fundi áður en afgreiðsla á samningum varðandi bygginguna voru afgreiddir.
Lagður var fram lánasamningur við Íbúðalánasjóð um fjármögnun byggingarinnar á byggingartímanum.
Samþykkt var að heimila sveitarstjóra að undirrita samninginn.
Einnig var samþykkt að heimila sveitarstjóra að undirrita þríhliða samning Borgarbyggðar, Íbúðalánasjóðs og Framkvæmdasýslu ríkisins um eftirlit með framkvæmd verksins.
Samþykkt var að fela sveitarstjórn að tilnefna tengilið við bygginganefnd hússins í samræmi við samning þar um.
3. Fjárhagsáætlun 2011
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun 2011.
Lagðar voru fram þróunaráætlanir stofnana fyrir árið 2011.
4. Erindi frá Borgarlandi ehf.
Framlagt erindi frá Borgarlandi ehf. dags. 04.10.10 vegna lóðarinnar að Digranesgötu 4 í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
5. Erindi frá FVA
Framlagt erindi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi dags. 30.09.10 þar sem óskað er eftir kostnaðarþátttöku Borgarbyggðar vegna skólaaksturs á milli Borgarness og Akraness.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við skólameistara FVA og forsvarsmenn Hvalfjarðarsveitar og Dalabyggðar um málið.
6. Kauptilboð
Framlagt kauptilboð frá Sigfúsi Jónssyni í fasteignina Árberg 2-3 í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkt tilboðið.
7. Fráveituframkvæmdir í Borgarbyggð
Framlagt bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 28.09.10 þar sem tilkynnt er um seinkun á framvindu fráveituframkvæmda í Borgarnesi, en ráðgert er að þeim ljúki í árslok 2013. áður var ráðgert að þeim lyki á árinu 2012. Jafnframt er greint frá því að fráveitu framkvæmdum í Borgarbyggð utan Borgarness sé að mestu lokið og búið er að taka nýjar hreinsistöðvar í notkun.
8. Áhaldahúsvinna
Lagt fram minnisblað Jökuls Helgason forstöðumanns framkvæmdasviðs um áhaldahúsvinnu.
9. Húsaleiga í íbúðarhúsnæði í eigu Borgarbyggðar
Framlagt minnisblað sveitarstjóra um húsaleigu í íbúðarhúsnæði á vegum Borgarbyggðar sem er utan félagslega kerfisins.
Samþykkt tillaga að breyta fjárhæðum húsaleigu í íbúðarhúsnæði Borgarbyggðar.
Jafnframt rætt um félagslegt húsnæði í eigu Borgarbyggðar.
Rætt um innheimtu sveitarfélagsins á fasteignagjöldum.
10. Vatnsveitur
Rætt um endurskoðun á samningi við landeigendur á Varmalæk.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Orkuveitunnar um þann samning og aðrar framkvæmdir Orkuveitunnar við vatnsveitur í Borgarbyggð.
11. Fundur með Fjárlaganefnd
Rætt um fund fulltrúa Borgarbyggðar með fjárlaganefnd sem verður 15. október n.k.
12. Grunnskóli Borgarfjarðar
Framlagt minnisblað frá fræðslustjóra vegna beiðni skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar um aukna fjárveitingu vegna sérkennslu.
Vísað til fræðslunefndar.
13. Framlögð mál
a. Fundargerðir frá 130., 131., 132. og 133 stjórnarfundum Orkuveitu Reykjavíkur.
b. Fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 11,58.