Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

171. fundur 04. nóvember 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 171 Dags : 04.11.2010
kl. 08:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Orkuveita Reykjavíkur
Framlagt bréf frá Helga Þór Ingasyni forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur dags. 27.10.10 þar sem húsaleigu í húsnæði Borgarbyggðar við Sólbakka í Borgarnesi er sagt upp.
Samþykkt að ræða málið á fyrirhuguðum fundi byggðarráðs með forstjóra og stjórnarformanni Orkuveitunnar í næstu viku.
2. Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
Framlagt bréf til sveitarstjórnar frá Magnúsi B. Jónssyni formanni og Jón Guðbjörnssyni varaformanni stjórnar DAB dags. 20.10.10 vegna byggingar hjúkrunarálmu við heimilið.
3. Fjárhagsáætlun 2011
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun 2011.
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri.
4. Fjárhagsstaða Borgarbyggðar 2010
Fjármálastjóri kynnti fjárhagsstöðu málaflokka eftir fyrstu níu mánuði árins 2010.
5. Faxaborg
Framlögð tillaga um fjármögnun á byggingu reiðhallarinnar Faxaborgar í Borgarnesi.
Samþykkt að vísa tillögunni til sveitarstjórnar.
6. Innheimtuferlar hjá Borgarbyggð
Framlagt minnisblað frá skrifstofustjóra um innheimtumál.
Samþykkt að óska eftir samanburði á kostnaði við lögfræðiinnheimtu.
7. Fjölbrautarskóli Vesturlands á Akranesi
Framlagt minnisblað frá fundi skólameistara og fulltrúa aðildarsveitarfélaga að FVA um breytingar á stofnskrá skólans.
Byggðarráð hafnar því að taka þátt í kostnaði við skólaakstur við FVA.
Samþykkt var að Borgarbyggð greiði kr. 541.000 vegna byggingarkostnaðar við verknámsdeild.
Samþykkt að fara fram á að skoðuð verði kostnaðarskipting sveitarfélaganna sem standa að skólanum um húsnæðiskostnað.
8. Yfirlit yfir eignir Borgarbyggðar
Framlagt yfirlit frá framkvæmdasviði yfir fasteignir Borgarbyggðar og nýtingu á þeim.
Samþykkt að vísa yfirlitinu til Borgarfjarðarstofu.
9. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Framlagt bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 29.10.10 þar sem tilkynnt er um greiðslu tekjujöfnunarframlags til Borgarbyggðar.
10. Endurskoðun á stjórnsýslu Borgarbyggðar
Rætt um endurskoðun á stjórnsýslu Borgarbyggðar.
Framlögð skýrsla vinnuhóps sem skipaður var til að fara yfir skipulag á þjónustu við fatlaða þegar það verkefni flyst yfir til sveitarfélaga.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
11. Afréttarnefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals
Framlagðar umsagnir frá afréttarnefnd BSN vegna erinda sem byggðarráð beindi til nefndarinnar.
Sveitarstjóra var falið að koma umsögn nefndarinnar varðandi bókun í fundargerð á framfæri við hlutaðeigandi aðila.
Umsögn nefndarinnar vegna álagningar fjallskila á Ásbjörn Pálsson var vísað til fjallskilanefndar Borgarbyggðar.
12. Erindi frá Ásu Hlín Svavarsdóttur
Framlagt erindi frá Ásu Hlín Svavarsdóttur dags. 31.10.10 þar sem hún óskar eftir samstarfi við Borgarbyggð vegna listviðburðar með ungu fólki.
Vísað til Borgarfjarðarstofu.
13. Kaup á ráðgjafaþjónustu ofl.
Framlagt minnisblað skrifstofustjóra um kaup Borgarbyggðar á ráðgjafaþjónustu, endurskoðun og þjónustu lögfræðings.
14. Refa- og minkaveiði
Framlagt bréf frá Sigríði G. Bjarnadóttir fulltrúa í sveitarstjórn um að fjárveiting til refa- og minkaveiða á árinu 2010 verði hækkuð.
Framlagt bréf Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 03.11.10 varðandi framlag til refa- og minkaveiði.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að skipuleggja átak til að eyða dýrbítum sem orðið hefur vart við í sveitarfélaginu.
Samþykkt að vísa erindi Sigríðar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010 og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2011.
15. Jólaskreytingar
Framlagt bréf umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 03.11.10 um framlag til jólaskreytinga.
Samþykkt að draga úr kostnaði við jólaskreytingar frá því sem verið hefur.
16. Sameiningar háskóla
Framlagt minnisblað um viðbrögð Borgarbyggðar vegna yfirvofandi sameiningar háskóla.
Byggðarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu háskóla í héraðinu vegna þeirra viðræðna sem standa yfir um sameiningu.
Samþykkt að fela SSV þróun og ráðgjöf að gera skoðun á samfélagsáhrifum þess að starfsemin á Bifröst og Hvanneyri breytist verulega. Jafnframt var samþykkt að óska eftir fundi með menntamálaráðherra og öðrum með háskólaráði og þingmönnum norð-vestur kjördæmis um málið.
17. Framlögð mál
a. Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 15.10. og 20.10.10.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 13,00.