Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

172. fundur 11. nóvember 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 172 Dags : 11.11.2010
kl. 08:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og lagði fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.
Samþykkt að vísa áætluninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
2. Fjárhagsáætlun 2011
Á fundinn mættu forstöðumenn málaflokka ásamt fjármálastjóra og lögðu fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.
Samþykkt að vinna áfram að áætluninni og vísa henni þannig til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Framlagt minnisblað skrifstofustjóra um símakostnað sveitarfélagsins.
3. Endurskoðun á stjórnskipulagi Borgarbyggðar
Sveitarstjóri kynnti tillögu að breytingu á skipuriti sveitarfélagsins.
Samþykkt að vísa tillögunni til sveitarstjórnar.
4. Málefni fatlaðra
Rætt um skýrslu vinnuhóps um yfirtöku Borgarbyggðar á málefnum fatlaðra.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Fjöliðjunnar og fulltrúum Akraneskaupstaðar um málið.
Einnig var óskað eftir frekari kostnaðargreiningu og útfærslu á verkefninu.
5. Félagslegar íbúðir
Framlögð tillaga framkvæmdasviðs um að selja félagslega íbúð í Hrafnakletti 4.
Samþykkt að selja íbúðina.
6. Endurskoðun á reglum um styrki vegna aksturs barna á íþróttaæfingar
Framlögð tillaga tómstundanefndar að breytingum á reglum um styrki vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli á íþróttaæfingar.
Byggðarráð samþykkti með 2 atkv tillögu tómstundanefndar með þeirri breytingu að í stað "barna og unglinga úr dreifbýli" kemur "barna og unglinga utan Borgarness".
FL sat hjá við atkvæðagreiðslu.
Einnig var samþykkt að gera orðalagsbreytingu á reglunum og þeim þannig vísað til sveitarstjórnar.
7. Sorpurðun Vesturlands
Framlögð tilkynning frá Sorpurðun Vesturlands um gjaldskrárbreytingu á mótttöku sorps á urðunarstaðnum í Fíflholtum.
Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum um breytinguna.
8. Háskólinn á Bifröst
Rætt um Háskólann á Bifröst.
9. Brúðuheimar
Framlagt bréf Fígúru ehf. dags. 09.11.10 vegna umhverfismála og reksturs Brúðuheima.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
10. Slökkvilið Borgarbyggðar
Framlagt bréf slökkviliðsstjóra dags. 05.11.10 vegna viðbragða við eiturefnaslysum í Borgarbyggð.
Sveitarstjóra falið að ræða við fulltrúa slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og slökkviliðs Akraneskaupstaðar.
11. Framlögð mál
a. Fundargerð frá félagsfundi í Veiðifélagi Gljúfurár 01.11.10.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 14,45.