Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 173
Dags : 25.11.2010
kl. 08:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Háskólinn á Bifröst
Rætt um stöðu háskólans á Bifröst og framlögð drög að skýrslu Vífils Karlssonar og Kolfinnu Jóhannesdóttur um áhrif háskólanna á Borgarbyggð.
2. Fjárhagsáætlun 2011
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun á milli umræðna. Jafnframt framlagt erindi frá fjallskilanefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals um fjárveitingu vegna smölunar á Bjarnadalsafrétti.
Samþykkt að vísa erindunum til fjallskilanefndar Borgarbyggðar.
Varðandi álagningu útsvars var svohljóðandi tillaga samþykkt samhljóða:
"Nýlega var undirritað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að þjónusta við fatlaða færist til sveitarfélaga. Í því samkomulagi er gert ráð fyrir breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga að hámarksútsvar hækki um 1,2 prósentustig. Frumvörp um þetta hafa verið lögð fram á Alþingi.
Í ljósi þessa samþykkir byggðarráð að útsvarshlutfall árið 2011 verði hámarksálagning sem nú er 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi, um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,2 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011."
Framlagt var afrit af bréfi til Eftirlitsnefndar sveitarfélaga um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
3. Fundargerð frá hluthafafundi í Uxahryggjum ehf.
Framlögð fundargerð frá hluthafafundi í Uxahryggjum ehf. 18.11.10
4. Málefni fatlaðra
Framlagt minnisblað um vinnu við yfirtöku Borgarbyggðar á málefnum fatlaðra.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram tillögu um endurskoðun á stöðuhlutföllum í sérfræðiþjónustu skóla.
Samþykkt að heimila félagsmálastjóra að auglýsa eftir sálfræðingi í 70% starf sálfræðings og ráðgjafa.
5. Stofnun lóðar og breyting á landnotkun
Framlagt erindi frá Vegagerðinni dags. 12.11.10 þar sem óskað er eftir að 0.80 ha spilda úr landi Landbrota verði skilgreind sem „land undir veg“ og að 0.06 ha spilda falli út af veghelgunarsvæði.
Byggðarráð samþykkti erindið.
6. Erindi frá Sjónarhóli
Framlagt erindi frá Sjónarhóli – ráðgjafamiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir dags. 08.11.10 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi sveitarfélagsins.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
7. Fjölbrautarskóli Vesturlands á Akranesi
Framlagt erindi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi dags. 11.11.10 til aðildarsveitarfélaga skólans um fjárstuðning til tækjakaupa. Hluti Borgarbyggðar verður kr. 552.737 á árinu 2011.
Byggðarráð samþykkti erindið.
8. Umferðaröryggi í Borgarbyggð.
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði um umferðarmál, tillaga að auglýsingu um breytingu á hámarkshraða og aðalbrautarrétt og umsögn foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi um akstursleið skólabíls.
Byggðarráð samþykkti tillögu að auglýsingu um breytingu á hámarkshraða og aðalbrautarrétt.
9. Snorraverkefnið
Framlagt bréf frá verkefnisstjóra Snorraverkefnisins 08.11.10 þar sem óskað er eftir stuðningi Borgarbyggðar við Snorraverkefnið, en verkefnið hefur að markmiði að auka tengsl íslendinga við samfélag fólks af íslenskum ættum í Kanada.
Vísað til umsagnar Borgarfjarðarstofu.
10. Stígamót
Framlagt frá Stígamótum dags. 01.11.10 þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi samtakanna á árinu 2011.
Vísað til umsagnar velferðarnefndar.
11. Merking reiðvega og reiðleiða
Framlagt erindi frá reiðaveganefnd hestamannafélagsins Skugga dags. 28.10.10 þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð geri áætlun um merkingu reiðvega sem hrint verði í framkvæmd á næstu tveimur árum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.
12. Erindi frá 69. fundi sveitarstjórnar
a. erindi um rjúpnaveiði frá landbúnaðarnefnd.
Vegna fundargerðar frá fundi landbúnaðarnefndar 15.11.10 áréttar byggðarráð að rjúpnaveiði í landi Borgarbyggðar er óheimil á jörðum í umsjón og eigu sveitarfélagsins.
Samþykkt að óska eftir minnisblaði frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um heimildir til rjúpnaveiði í landi Borgarbyggðar.
b. fyrirspurn um álagningu á landverð á nýbýlum frá afréttarnefnd BSN.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá byggingarfulltrúa um málið.
13. Kjörskrá
Framlögð var kjörskrá Borgarbyggðar vegna kosninga til stjórnlagaþings sem fram eiga að fara 27. nóvember 2010. Á kjörskrá eru 2.541.
Byggðarráð samþykkti kjörskrána.
14. Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu
Framlagt bréf formanns ritnefndar bókar um barna- og unglingafræðslu í Mýrasýslu dags. 04.11.10 þar sem farið er fram á heimild til að fjármagn sem eftir stóð við uppgjör verksins renni til Sögufélags Borgarfjarðar.
Byggðarráð samþykkti erindið.
Einnig var ritnefndinni þökkuð mikil og vel unnin störf.
15. Framlögð mál
a. Afrit af bréfi vegna búfjárhalds.
b. Ályktun Framfarafélags Borgfirðinga um Háskólann á Bifröst.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt .
Fundi slitið kl. 10,35.