Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

174. fundur 02. desember 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 174 Dags : 02.12.2010
kl. 08:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Litla-Hraun
Á fundinn mættu Ragnar Frank Kristjánsson formaður umhverfis- og skipulagsnefndar, Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi til viðræðna um skipulagsmál við Litla Hraun í Kolbeinsstaðahreppi. Jafnframt er framlögð kæra landeigenda til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála vegna höfnunar Borgarbyggðar á stöðuleyfi fyrir hús í landi Litla-Hrauns.
Ragnar og Björg viku af fundi.
2. Aðalskipulag Borgarbyggðar
Framlagt bréf frá Umhverfisráðuneytinu þar sem Borgarbyggð er veittur frestur til 1.maí 2011 varðandi gerð aðalskipulags.
3. Unglingalandsmót
Framlagt yfirlit yfir kostnað Borgarbyggð vegna Unglingalandsmóts UMFÍ 2010.
Jökull vék af fundi.
4. Fjárhagsáætlun 2011
Rætt um fjárhagsáætlun 2011.
5. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Sveitarstjóri kynnti bréf sem hann ásamt framkvæmdastjórum Árborgar, Ísafjarðar og Skagafjarðar hafa ritað ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála vegna breytinga á reglum Jöfnunarsjóðs. Jafnframt er framlagt bréf frá sjóðnum vegna framlaga til sveitarfélaga sem sameinuðust á árinu 2006.
6. Ferðafélag Íslands
Framlagt erindi frá Ferðafélagi Íslands þar sem óskað er eftir samstarfi við Borgarbyggð um byggingu göngubrúar við útfallið á Langavatni sem og við merkingu gönguleiða á svokallaðri Vatnaleið.
Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
7. Netalagnir við Borgarnes
Framlögð umsögn frá Inga Tryggvasyni hdl. vegna netalagna við Borgarnes.
Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum.
8. Oddstaðarétt
Á fundinn mætti Ólafur Jóhannesson formaður fjallskilanefndar Oddstaðaréttar til viðræðna um endurbyggingu Oddstaðaréttar.
9. Menntaskóli Borgarfjarðar
Á fundinn mætti Ársæll Guðmundsson skólameistari til viðræðna um skólaakstur, heimavist og frekari uppbyggingu skólans.
Samþykkt að skipa sameiginlegan vinnuhóp sveitarfélagsins og skólans um búsetuúrræði fyrir nemendur.
10. Sérfræðiþjónusta Borgarbyggðar í skólamálum
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra um sérfræðiþjónustu Borgarbyggðar í skólamálum.
11. Erindi frá Sögufélagi Borgarfjarðar
Framlagt erindi frá Sögufélagi Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 til að ljúka útgáfu á Borgfirskum æviskrám.
Vísað til Menningarsjóðs Borgarbyggðar.
12. Háskólinn á Bifröst
Rætt um Háskólann á Bifröst.
13. Útsending frá fundum sveitarstjórnar
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra um útsendingu frá fundum sveitarstjórnar.
14. Stofnun lóðar
Framlagt erindi Inga Tryggvasonar hdl. f.h. landeigenda vegna stofnunar lóðar að Bæ 1 í Bæjarsveit.
Byggðarráð samþykkt stofnun lóðarinnar.
15. Framlögð mál
a. Fundargerðir frá 138. og 139. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,00.