Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

176. fundur 28. desember 2010 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 176 Dags : 28.12.2010
kl. 16:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Jóhannes Stefánsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Snjómokstur og áhaldahúsvinna
Á fundinn mætti Jökull Helgason og gerði grein fyrir undirbúningi að verðkönnun vegna snjómoksturs og áhaldahúsvinnu.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að framkvæma verðkannanirnar þannig að niðurstöðurnar liggi fyrir í mars n.k.
Dagbjartur Arilíusson, Jónína Erna Arnardóttir og Eiríkur Jónsson sátu fundinn meðan þessi liður var ræddur.
2. Háskólinn á Bifröst
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra um mögulega samstarfsfleti sveitarfélagsins við Háskólann á Bifröst.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
3. Faxaborg
Framlögð fundargerð frá aðalfundi Reiðhallarinnar Vindási ehf. sem haldinn var 15. desember 2010.
4. Samningur við Orkuveitu Reykjavíkur
Framlögð drög að samningi við Orkuveitu Reykjavíkur vegna afnota OR af gamla skólahúsinu í landi Dalsmynnis í Norðurárdal.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
5. Yfirlýsing vegna Digranesgötu 4
Framlögð drög að yfirlýsingu varðandi Digranesgötu 4 sem kemur í stað samkomulags um framkvæmdir á lóðinni, en byggðarráð fól sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi á fundi ráðsins 21. október s.l.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við yfirlýsinguna.
6. Sérfræðiþjónusta í skólamálum
Rætt um sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum.
Sveitarstjóri lagði fram tillögu að skipulagi fjölskyldusviðs.
Byggðarráð samþykkti tillöguna og var sveitarstjóra falið að vinna að framgangi skipulagsins.
7. Úrsögn úr eldri borgararáði
Framlagt bréf frá Sveini G. Hálfdánarsyni dags. 19.12.10 þar sem hann tilkynnir úrsögn úr eldri borgararáði Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti úrsögnina og þakkar Sveini fyrir vel unnin störf í eldri borgararáði.
8. Tómstundamál
Framlagt bréf frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar dags. 20.12.10 vegna stuðnings við meistaraflokka íþróttafélaga í Borgarbyggð.
Einnig var framlagt erindi frá Margréti Friðjónsdóttur dags. 22.12.10 vegna akstursstyrkja barna í dreifbýli á íþróttaæfingar.
Samþykkt að vísa erindunum til tómstundanefndar.
9. Erindi frá Fossatúni ehf.
Framlagt erindi frá Fossatúni ehf. dags. 16.12.10 varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við göngustíga í landi Fossatúns.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir og fagnar þeirri uppbyggingu sem er í Fossatúni.
10. Málefni fatlaðra
Framlögð drög að samningi við Dalabyggð varðandi félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða. Samningurinn gerir ráð fyrir að starfsmenn Borgarbyggðar mun áfram veita íbúum Dalabyggðar félagsþjónustu, auk þess sem þeir munu þjónusta fatlaða einstaklinga í sveitarfélaginu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra til að ljúka samningsgerðinni.
11. Þriggja ára áætlun
Rætt um áherslur í þriggja ára áætlun, bæði hvað varðar rekstur og framkvæmdir
12. Framlögð mál
a. Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um verkfallslista 2011
b. Samkomulag um framlög til Varasjóðs húsnæðismála.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 17,05.