Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 177
Dags : 06.01.2011
kl. 16:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Menntaborg ehf.
Rætt um slit á fasteignafélaginu Menntaborg ehf.
Byggðarráð staðfesti ákvörðun um að slíta félaginu og skipun í slitastjórn þess.
2. Safnahús Borgarfjarðar
Framlagt erindi frá Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarstjórnar við uppsetningu á sýningu um sr. Magnús Andrésson á Gilsbakka.
Samþykkt að vísa erindinu til Borgarfjarðarstofu.
3. Faxaborg
Framlagður samningur á milli Borgarbyggðar og Reiðhallarinnar Vindási ehf. um greiðslu framlaga Borgarbyggðar til reiðhallarinnar.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
4. Samningur við Björgunarsveitina Brák
Framlagður samningur við Björgunarsveitina Brák um þrettándabrennu á Seleyri.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
5. Breytingar á stjórnsýslu Borgarbyggðar
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra vegna breytinga á stjórnsýslu sem tóku gildi 1. janúar s.l.
Geirlaug lagði fram svohljóðandi bókun:
"Niðurstaða af vinnu við endurskoðun á stjórnsýslu Borgarbyggðar sem hófst síðsumars og ætlað var að bæta skilvirkni og stuðla að hagræðingu, er óverulegur sparnaður í stjórnsýslu sem er vel innan þeirrar upphæðar sem meirihlutinn kynnti sem sparnað."
6. Rekstur Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og lagði fram yfirlit um rekstur Borgarbyggðar fyrstu 11 mánuði ársins 2010.
7. Þriggja ára áætlun
Rætt um þriggja ára áætlun 2012-2014.
8. Menningarsjóður Borgarbyggðar
Rætt um skipan í stjórn menningarsjóðs Borgarbyggðar
9. Búsetuhópur Menntaskóla Borgarfjarðar
Framlögð fundargerð frá fundi búsetuhóps Menntaskóla Borgarfjarðar sem haldinn var 21.12.10.
10. Viðaukasamningur við Orkuveitu Reykjavíkur
Sveitarstjóri lagði fram drög að viðauka við samninga Orkuveitu Reykjavíkur og Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit um sameiningu fráveitu sveitarfélaganna.
Sveitarstjóra var falið að vinna áfram að málinu.
11. Framlögð mál
a. Framlögð skýrsla Almannavarnarnefndar og fundargerð frá fyrsta fundi nefndarinnar á nýju kjörtímabili.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,15