Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 181
Dags : 17.02.2011
Fimmtudaginn 17. febrúar 2011 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 8:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Varafulltrúi: Dagbjartur I Arilíusson
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Sveitarstjórnarlög
Framlögð umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um framvarp til sveitarstjórnarlaga.
Byggðarráð þakkar Sambandinu fyrir vel unnar athugasemdir við frumvarpið.
Geirlaug lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Í drögum að frumvarpi til sveitarstjórnarlaga frá 28. desember 2010 er ákvæði í 29. grein um siðareglur og góða starfshætti. Þar kemur fram að sveitarstjórnum sé heimilt að setja sér siðareglur og hafa nokkur sveitarfélög nú þegar sett slíkar reglur. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2009 ályktaði einnig um að það mælti með því að sveitarstjórnir settu sér siðareglur.
Fulltrúar Samfylkingarinnar í sveitarstjórn Borgarbyggðar leggja nú fram tillögu um að sveitarstjórn Borgarbyggðar setji sér siðareglur í því skyni að tryggja fagleg vinnubrögð. Leggjum við fram í fylgiskjali drög að siðareglum sem umræðugrunn fyrir kjörna fulltrúa. Við teljum að siðareglur geti stuðlað að faglegum vinnubrögðum kjörinna fulltrúa og veitt leiðsögn um hvernig bregðast skuli við þegar siðferðisleg álitamál koma upp í starfi."
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og ákveðið að ræða það á að vinnufundi sveitarstjórnar 22. febrúar n.k.
2. Skipulagslög og lög um mannvirki
Framlögð umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar um heimild byggingafulltrúa til afgreiðslu mála í tengslum við breytingar á skipulagslögum og lögum um mannvirki.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
3. Umhverfismál og skipulagsmál
Framlögð umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar vegna umhverfismála á Kleppjárnsreykjum.
Rætt um veitingu byggingarleyfis fyrir sumarhús í landi Arnarholts, en erindinu var vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að vinna áfram að þessum málum.
4. Háskólinn á Bifröst
Á fundinn mættu Guðsteinn Einarsson stjórnarformaður og Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans á Bifröst til viðræðna um skólann.
5. Samningur við Dalabyggð
Framlagður samningur við Dalabyggð um þjónustu Borgarbyggðar við íbúa Dalabyggðar hvað varðar félagsþjónustu og málefni fatlaðra.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
6. Götulýsing á Hvanneyri og við Hvannir
Framlagt minnisblað um götulýsingu á Hvanneyri og lýsingu við lóð Hvanna.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
7. Erindi frá Sóknarnefnd Bæjarkirkju
Framlagt erindi frá Sóknarnefnd Bæjarkirkju dags. 02.02.11 þar sem óskað er eftir kostnaðarþátttöku Borgarbyggðar vegna framkvæmda við Bæjarkirkjugarð.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að ræða við bréfritara og afla frekari upplýsinga.
8. Minnisblað frá framkvæmdasviði vegna bíla í eigu Borgarbyggðar
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði vegna bílamála fyrir Borgarbyggð.
Samþykkt að leigja tvo bíla vegna starfseminnar til reynslu í eitt ár.
9. Endurnýjun menningarsamnings
Framlagt erindi Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 17.02.11 vegna endurnýjunar á menningarsamningi fyrir Vesturland.
Byggðarráð samþykkti samninginn fyrir sitt leyti.
10. Umsögn velferðarnefndar
Framlögð umsögn velferðarnefndar dags. 03.02.11 vegna tilmæla velferðarráðherra um framfærsluviðmið.
Samþykkt að óska eftir frekari gögnum og útreikningum.
11. Vanhöld á sauðfé
Framlagt tilboð frá Búnaðarsamtökum Vesturlands varðandi samantekt um vanhöld á fé yfir sumartímann í Borgarbyggð. Erindið er tilkomið vegna samþykktar sveitarstjórnar frá 72. fundi þar sem samþykkt var að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að kanna kostnað við að taka saman fjártölur síðustu 10 ára til að þar komi fram vanhöld á sauðfé s.l. 10 ár frá vori til hausts.
Samþykkt að fara ekki í þetta verkefni.
12. Tjaldsvæðið á Varmalandi
Rætt um mögulega útleigu á tjaldsvæðinu á Varmalandi.
Samþykkt að heimila sveitarstjóra að ganga til samninga við Þórhall Hákonarson um leigu á tjaldsvæðinu.
13. Samstarfssamningur um Glanna og Paradísarlaut
Framlagt bréf Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 15.02.11 ásamt samstarfssamningi við Hreðavatn ehf um rekstur og viðhald mannvirkja við Norðurá hjá Glanna og Paradísarlaut. Samkvæmt 2. gr. samningsins ber að endurskoða hann árlega.
Samningurinn var samþykktur en óskað eftir að 2. gr. samnings verði endurskoðuð.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum um merkingar og hreinlætisaðstöðu á ferðamannastöðum í Borgarbyggð.
14. Afréttarmál
Framlagt erindi frá Þorkeli Fjeldsted Ferjukoti dags. 18.01.11 vegna álagningar jarðagjalds á jarðir vegna fjallskila.
Samþykkt að fela byggingafulltrúa að taka saman upplýsingar um málið.
15. Minkaveiðar
Framlagt bréf Vasks á Bakka ehf. dags. 07.02.11 þar sem farið er fram á að félagið fái samning við Borgarbyggð um þjónustu í sveitarfélaginu.
Erindið er til í umfjöllunar í landbúnaðarnefnd.
16. Framlögð mál
a. Fundargerð frá 84. fundi stjórnar Faxaflóahafna.
b. Fundargerð frá félagsfundi í Veiðifélagi Norðurár 05.11.10.
c. Erindi frá UMFÍ vegna Unglingalandsmóta 2013 og 2014.
d. Tilkynning mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 27.01.11 um úttekt á starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi.
e. Staðfesting innanríkisráðuneytis dags. 02.02.11 á móttöku erindis Borgarbyggðar vegna lögreglumála á Vesturlandi.
f. Samstarfssamningur Borgarbyggðar við Umferðarstofu um umferðaröryggisáætlun.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,40.