Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

182. fundur 24. febrúar 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 182 Dags : 24.02.2011
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Leifsson
Varafulltrúi: Ragnar Frank Kristjánsson
Varaáheyrnarfulltrúi: Jóhannes F. Stefánsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Umsókn um niðurfellingu á fasteignaskatti
Framlagt erindi frá félagsmálastjóra f.h. íbúa þar sem sótt er um niðurfellingu á fasteignaskatti vegna veikinda.
Samþykkt að verða við erindinu.
2. Erindi frá eldriborgara ráði
Framlagt erindi frá eldriborgara ráði þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir fundarsetur og akstur.
Byggðarráð samþykkti að greitt verði fyrir akstur á fundi ráðsins.
3. Atvinnumál
Framlagt erindi frá Gylfa Árnasyni dags. 17.02.11 þar sem hann óskar eftir aðstöðu í fasteignum Borgarbyggðar í Brákarey undir lítið fyrirtæki sem mun framleiða byggingarvörur úr áli.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við Gylfa.
4. Ályktun um tónlistarnám
Framlögð ályktun frá mótmælafundi „Samstaða um framhald tónlistarskólanna“, ályktunin er undirrituð af fulltrúum frá Félagi tónlistarkennara, Félagi íslenskra hljómlistarmanna, Samtaka tónlistarskólastjóra og tónlistarnemenda.
Byggðarráð ítrekar fyrri afstöðu að eðlileg verkaskipting á milli ríkis og sveitarfélaga sé að tónlistarfræðsla á framhaldsskólastigi sé á vegum ríkisins.
5. Erindi frá Rannsóknarstofu í menntastjórnun
Framlagt erindi frá Rannsóknarstofnun í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi dags. 15.02.11, en stofnunin óskar eftir því að Grunnskólinn í Borgarnesi verði hluti af rannsókn um áhrif efnahagskreppunnar á skólastarf.
Byggðarráð samþykkti erindið.
6. Starfsmannastefna Borgarbyggðar
Framlögð drög að starfsmannastefnu Borgarbyggðar. Jafnframt eru framlögð drög að reglum um endurmenntun og nám starfsmanna.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
7. Innkaupareglur
Framlögð endurskoðuð drög að innkaupareglum fyrir Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
8. Atvinnuátaksverkefni
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra vegna atvinnuátaksverkefnis.
Samþykkt var að veita 2,5 milljónum króna í atvinnuátaksverkefni á árinu 2011 og taka fjármagnið af framkvæmdaliðnum bílaplan á horni Bjarnarbrautar og Brákarbrautar. Verkefnin sem unnið verður að eru í umhverfismálum/skógrækt, verkefna í Safnahúsi og verkefna í stjórnsýslu. Þá var einnig rætt um að fara í verkefni sem hefði það að markmiði að hvetja fyrirtæki til að ráða til sín fleira starfsfólk.
9. Kirkjugarðurinn í Borgarnesi
Á fundinn mætti Þorsteinn Eyþórsson formaður sóknarnefndar Borgarneskirkju til viðræðna um kirkjugarðinn í Borgarnesi.
Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
10. Tjaldsvæðið í Borgarnesi
Framlagt erindi frá Farfuglaheimilinu í Borgarnesi dags. 15.02.11 varðandi áframhaldandi samstarf um rekstur tjaldsvæðis í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara um rekstur tjaldsvæðisins árið 2011.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 9,45