Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

184. fundur 03. mars 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 184 Dags : 03.03.2011
kl. 8:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Leifsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Umsögn félagsmálastjóra um sérstakar húsaleigubætur
Framlögð umsögn félagsmálastjóra vegna fyrirspurnar byggðarráðs um breytingar á lágmarksviðmiði vegna sérstakra húsaleigubóta.
Byggðarráð samþykkti að lágmarksviðmið vegna sérstakra húsaleigubóta verði óbreytt
2. Sjálfseignarstofnunin OK
Framlagt bréf stjórnar Sjálfseignarstofnunarinnar OK dags. 22.02.11 ásamt tillögu að breytingum á samþykktum fyrir félagið.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
3. Starfsmannastefna Borgarbyggðar
Rætt um starfsmannastefnu Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kynna stefnuna fyrir starfsmönnum.
4. Siðareglur
Rætt um siðareglur fyrir sveitarstjórnarfulltrúa í Borgarbyggð.
5. Breytingar á samþykktum
Framlögð tillaga frá Jóhannesi Stefánssyni um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Borgarbyggðar.
Vísað til sveitarstjórnar.
6. Innkaupareglur
Rætt um innkaupareglur fyrir Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kynna reglurnar fyrir starfsmönnum.
7. Framkvæmdir við vegi í Borgarbyggð og umferðaröryggi
Á fundinn mætti Magnús Valur Jóhannsson forstöðumaður Vegagerðarinnar í Norðvestur kjördæmi til viðræðna um framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar sem og umferðaröryggismál.
Geirlaug lagði fram eftirfarandi bókun:
"Nauðsynlegt er að bæta umferðaröryggi í Borgarnesi, einkum í nágrenni við þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn að stórum hluta. Umferðaþungi hefur á síðastliðnum árum aukist verulega, m.a. vegna vöruflutninga. Mikilvægt er að skapa börnum og öðrum vegfarendum öruggari aðstæður þannig að íbúar geti gengið óhultir yfir eða jafnvel undir þjóðveginn.
Undirrituð skorar á Vegagerðina að hefja tafarlaust vinnu við að bæta úr umferðaöryggi við þjóðveginn í Borgarnesi."
8. Búfjáreftirlitsnefnd á starfssvæði 5
Framlagt bréf frá Guðmundi Sigurðssyni formanni búfjáreftirlitsnefndar dags. 01.03.11 þar sem lagt er til að samið verði við Búnaðarsamtök Vesturlands um búfjáreftirlit og sett verði sérstök gjaldskrá um búfjáreftirlit. Meðfylgjandi er tillaga að gjaldskrá og samningi við Búvest.
Byggðarráð samþykkti gjaldskrána og samninginn við Búnaðarsamtök Vesturlands.
9. Sparisjóður Mýrasýslu
Framlagt bréf frá Viðskiptanefnd Alþingis dags. 22.02. 2011vegna ítrekaðra erinda Borgarbyggðar um rannsókn á falli Sparisjóðs Mýrasýslu.
Í bréfinu kemur fram að Viðskiptanefnd mun leitast við að tryggja að fyrsta rannsóknarnefndin sem verið skipuð fjalli um málefni hinna föllnu sparisjóða.
10. Leikskólamál
Framlagt erindi frá Leikskólasviði Reykjavíkurborgar dags. 21.02.11 þar sem tilkynnt er um breytingu á leikskólagjöldum fyrir börn með lögheimili utan Reykjavíkur.
Vísað til fræðslunefndar.
11. Nordjobb 2011
Framlagt bréf frá verkefnisstjóra Nordjobb dags. 23.02.11 þar sem farið er fram á að Borgarbyggð ráði tvö norræn ungmenni til starfa sumarið 2011.
Samþykkt að Borgarbyggð taki ekki þátt í verkefninu.
12. Skrifstofa Borgarbyggðar í Reykholti
Framlagt minnisblað skrifstofustjóra um rekstur skrifstofu í Reykholti.
Samþykkt að halda áfram rekstri skrifstofunnar í Reykholti.
13. Gamla læknishúsið á Kleppjárnsreykjum
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði vegna gamla læknishússins á Kleppjárnsreykjum.
Samþykkt að auglýsa húsið til sölu.
14. Bygging hesthúss á afrétti Þverhlíðinga
Framlagður tölvupóstur frá framkvæmdasviði vegna erindis um byggingu hesthúss við Lónaborg, leitarmannaskála á afrétti Þverhlíðinga.
Samþykkt að óska eftir umsögn stjórnar Upprekstrarfélags Þverárréttar um erindið.
15. Sorpurðun Vesturlands
Framlagt fundarboð á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands sem fram fer 11. mars n.k.
Samþykkt að Finnbogi Leifsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
16. Erindi frá tómstundanefnd
Framlagður tölvupóstur frá fræðslustjóra þar sem farið er fram á fjárveitingu f.h. tómstundanefndar vegna vinnu við stefnumótun í tómstundamálum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu að fyrirkomulagi og fjármögnun.
17. Breytingar á Sólbakka 15
Framlögð kostnaðaráætlun frá framkvæmdasviði vegna mögulegra breytinga á Sólbakka 13-15.
Á fundinn mættu Jökull Helgason og Kristján F. Kristjánsson frá framkvæmdasviði til viðræðna um málið.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að leggja fram tillögu um fjármögnun á breytingu á húsnæðinu.
18. Erindi frá Íslenska Gámafélaginu
Framlagður tölvupóstur frá framkvæmdasviði vegna erindis frá Íslenska Gámafélaginu dags. 01.03.11 þar sem félagið óskar eftir aðstöðu við Ölduhrygg undir timburkurlun.
Samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar um málið.
19. Framlögð mál
a. Fundarboð á Landsþing sveitarfélaga sem fram fer 25. mars n.k.
b. Ályktun stjórnar Félags leikskólakennara vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitarfélögum
c. Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
d. Fundargerðir frá 51. og 52. fundi Menningarráðs Vesturlands. Auk þess er framlagður ársreikningur menningarráðs fyrir árið 2010.
e. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts á slökkvibifreiðum og slökkvibúnaði.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,25.