Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

185. fundur 17. mars 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 185 Dags : 17.03.2011
Mættir voru:
Aðalfulltrúar:Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Leifsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Úrskurður Innanríkisráðuneytis
Framlagður úrskurður Innanríkisráðuneytisins dagsettur 03.03. 2011 í stjórnsýslumáli Ingimundar Grétarssonar gegn Borgarbyggð. Ráðuneytið hefur úrskurðað að vísa málinu frá ráðuneytinu.
Samþykkt að fela Inga Tryggvasyni hdl að ljúka uppgjöri vegna málsins.
2. Kirkjugarðurinn í Borgarnesi
Framlagt bréf sóknarnefndar Borgarneskirkju dagsett 03.03. 2011 þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð tilnefni fulltrúa í vinnuhóp vegna stækkunar á kirkjugarðinum í Borgarnesi.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við formann sóknarnefndar um skipun vinnuhóps og verkefni hans.
3. Orkuveita Reykjavíkur
Framlagt bréf forstjóra OR dagsett 09.03. 2011 þar sem óskað er staðfestingar Borgarbyggðar á heimild til endurnýjunar og stækkunar rekstrarlánasamnings við NBI hf. og Arion-banka.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við meðeigendur í OR um málefni fyrirtækisins.
4. Styrkumsókn frá Specialisterne
Framlögð styrkumsókn frá Specialisterne, stuðningsfélagi við einstaklinga á einhverfurófinu, vegna stofnunar félagsins. Farið er fram á kr. 170.000 í styrk frá Borgarbyggð.
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við beiðninni.
5. Erindi frá Eðalfangi
Framlagt bréf frá Kristjáni Rafni Sigurðssyni f.h. Eðalfangs ehf vegna gatnagerðargjalda af Sólbakka 4.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
6. Slýdalstjörn
Framlögð samantekt skrifstofustjóra vegna tilboða í leigu á Slýdalstjörn sem auglýst var í janúar s.l.
Samþykkt var að taka tilboði Svans og Borgars Þorsteinssona og skrifstofustjóra falið að ganga til samninga við þá.
7. Jafnréttisáætlun fyrir Borgarbyggð
Framlagt erindi félagsmálastjóra dagsett 07.03. 2011 þar sem óskað er umsagnar byggðarráðs um gildandi jafnréttisáætlun og jafnframt er óskað eftir mati ráðsins á hvernig gengið hefur að fylgja henni eftir.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera umsögn.
8. Samantekt um merkingar á ferðamannastöðum og salernisaðstöðu
Framlögð samantekt frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa yfir merkingar á ferðamannastöðum og salernisaðstöðu á þeim.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að bæta fleiri stöðum í samantektina. Einnig að taka saman upplýsingar um framlög Borgarbyggðar til ferðamannastaða á undanförnum árum og um þá styrki sem fengist hafa til þeirra í gegnum umsóknir sveitarfélagsins.
9. Vímuvarnarstefna Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Halldór Gunnarsson félagsráðgjafi og kynnti drög að Vímuvarnarstefnu Borgarbyggðar.
10. Breytingar á Sólbakka 15
Framlögð tillaga sveitarstjóra að breytingum á Sólbakka 15 og fjármögnun þeirra.
Afgreiðslu frestað.
11. Brúðulistahátíð
Á fundinn mætti Hildur Jónsdóttir frá Brúðuheimum og kynnti fyrirhugaða brúðulistahátíð í Borgarnesi sem fram fer 31. mars til 3. apríl n.k.
12. Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði vegna fyrirhugaðra framkvæmda við skrifstofurými í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs til viðræðna um málið.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að gera tillögu að fjármögnun.
Samþykkt að óska eftir tillögum og kostnaðarmati á endurbótum á þreksal íþróttamiðstöðvarinnar.
13. Velferðarmál
Rætt um áhrif efnahagsþrenginga á velferð íbúa í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela fjölskyldusviði að taka saman greinargerð um hvort breytingar hafi orðið á notkun þjónustu Borgarbyggðar og félagasamtaka.
14. Menningarráð Vesturlands
Framlagt bréf Menningarráðs Vesturlands dags. 03.02.11 með fjárhagsáætlun ráðsins árið 2011 og fundargerð stjórnar frá 28.03.11. Aðalfundur Menningarráðs fer fram í Stykkishólmi 18.04.11.
Einnig var tilkynnt að úthlutun styrkja til menningarstarfs á Vesturlandi verði í Hjálmakletti 18. mars n.k.
15. Veiðifélag Álftár
Framlagt fundarboð á aðalfundi Veiðifélags Álftár sem haldinn verður 20.03.11 í veiðihúsi félagsins.
Samþykkt að fela Einar Ole Pedersen að fara með umboð Borgarbyggðar á fundinum.
16. Sérkennsla í leikskólum
Framlögð beiðni fræðslustjóra dags. 15.03.11 um aukningu á sérkennslutímum í leikskólunum Andabæ og Hnoðrabóli.
Samþykkt að verða við beiðninni.
17. Reglur um ferðaþjónustu
Samþykkt var að fela velferðarnefnd að endurskoða reglur um ferðaþjónustu fyrir fatlaða og eldri borgara í Borgarbyggð.
18. Framlögð mál
a. Fundargerðir frá 147., 148., 149. og 150 fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,45.