Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

186. fundur 24. mars 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 186 Dags : 24.03.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Leifsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Varaáheyrnarfulltrúi: Jóhannes F. Stefánsson
Sveitarstjóri:Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Aðalfundur Faxaflóahafna
Framlagt fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sem fram fer 20. maí n.k. í Víkinni Sjóminjasafni. Jafnframt er framlögð greinargerð hafnarstjóra vegna ársreiknings Faxaflóahafna fyrir árið 2010.
Samþykkt að sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
2. Kirkjugarðurinn í Borgarnesi
Rætt um skipan vinnuhóps vegna framtíðarskipulags kirkjugarðsins í Borgarnesi. Borgarbyggð tilnefnir tvo fulltrúa, Sóknarnefnd Borgarneskirkju tvo og Kirkjugarðasambandið tvo fulltrúa.
Samþykkt að Ragnar Frank Kristjánsson og Erla Stefánsdóttir verði fulltrúar Borgarbyggðar í vinnuhópnum.
3. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um málefni Orkuveitu Reykjavíkur.
4. Menntaskóli Borgarfjarðar
Á fundinn mætti Bernhard Bernhardsson frá stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar. Lagt var fram erindi frá skólameistara MB vegna húsaleigu í Hjálmakletti.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við skólameistara um húsaleigu.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða við Arion-banka um eignarhlut bankans í skólanum.
5. Brúðuheimar
Framlagður viðaukasamningur við kaupsamning Fígúru ehf. á fasteignum í Englendingavík vegna breytinga á gjalddögum.
Byggðarráð samþykkti viðaukasamninginn.
6. Búfjáreftirlit
Rætt um búfjáreftirlit í Borgarbyggð.
7. Erindi frá Sumarbúðunum Ævintýralandi
Framlagt erindi frá Sumarbúðunum Ævintýralandi þar sem óskað er eftir áframhaldandi leigu á Kleppjárnsreykjum undir sumarbúðir.
Vísað til umsagnar fræðslunefndar.
8. Stefnumótun í tómstundamálum
Framlagt minnisblað sveitarstjóra um stefnumótun í tómstundamálum.
Samþykkt að veita kr. 300.000 til þessarar vinnu og verður fjárveitingin tekin af liðnum 06-511 á fjárhagsáætlun.
9. Háskólinn Bifröst
Rætt um málefni Háskólans á Bifröst.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn skólans.
10. Inntökualdur barna í leikskólum í Borgarbyggð
Framlagt minnisblað frá fræðslustjóra um inntökualdur barna í leikskóla í Borgarbyggð.
Vísað til umsagnar fræðslunefndar.
11. Kleppjárnsreykir
Framlögð drög að umsögn Hitaveitu Kleppjárnsreykja vegna erindis Orkustofnunar um nýtingu á heitu vatni úr Kleppjárnsreykjahver.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna.
12. Snjómokstur
Samþykkt var að óska eftir að lagt yrði fram í byggðarráði yfirlit um hvernig snjómokstri er háttað í Borgarbyggð.
13. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
14. Framlögð mál
a. Tilkynning frá Sorpurðun Vesturlands um arðgreiðslu.
b. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna uppgjörs á mótframlagi sjóðsins vegna hækkunar á tryggingargjaldi.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,40