Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 188
Dags : 31.03.2011
Fimmtudaginn 31. mars 2011 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 8:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Leifsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Verðkönnun á snjómokstri og áhaldahúsvinnu
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og kynnti fyrirhugaða verðkönnun vegna snjómoksturs og áhaldahúsvinnu.
Samþykkt að fela Jökli að vinna áfram að málinu.
2. Kleppjárnsreykir
Framlögð drög að umsögn Borgarbyggðar vegna erindis Orkustofnunar um nýtingu á heitu vatni úr Kleppjárnsreykjahver.
Með hliðsjón af þeirri nýtingu sem er á vatni úr Kleppjárnsreykjahver mælist byggðarráð til að sveitarfélagið fái umráðarétt yfir vatninu.
3. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um málefni Orkuveitu Reykjavíkur.
4. Menntaskóli Borgarfjarðar
Rætt um stöðu Menntaskóla Borgarfjarðar sem og stöðu framhaldsskóla á Vesturlandi almennt með hliðsjón af fundi sveitarstjórnarmanna með menntamálaráðherra 28. mars s.l.
5. Háskólaráð Borgarfjarðar
Framlögð fundargerð frá fundi Háskólaráðs Borgarfjarðar sem fram fór 30. mars s.l.
Byggðarráð tekur undir framkomna ályktun háskólaráðsins sem er svohljóðandi:
"Háskólaráð Borgarfjarðar telur að mikil tækifæri séu til framþróunar og nýsköpunar á sviði menntamála í héraðinu, ekki síst vegna þess að innan héraðsins starfa nú skólar á öllum skólastigum. Nýta ber þær aðstæður til að auka samstarf milli skólastiga með það að markmiði að hvetja ungt fólk til mennta, hækka menntunarstig íbúa og skapa frjóan jarðveg fyrir þekkingarstarf og fjölbreytt atvinnulíf. Með slíku samstarfi skal samhliða stefna að hagræði og auknum gæðum í skólastarfi og að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa sett um menntun m.a. í sóknaráætlun 20/20. Þá er brýnt að íbúar Borgarbyggðar standi þétt saman um að tryggja tilvistargrundvöll skólastofnana í héraðinu, ekki síst Menntaskóla Borgarfjarðar sem er nýr en mikilvægur hlekkur í keðju skólastarfs í héraðinu."
Byggðarráð beinir því til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að settur verið á fót vinnuhópur sem hafi það að markmiði að auka samstarf og samvinnu háskóla og framhaldsskóla á Vesturlandi.
6. Aðalfundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Norðurár sem haldinn verður að Hraunsnefi 5. apríl n.k.
Samþykkt að Kristján F. Axelsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
7. Uppfærsla á bókhaldskerfi
Framlagt erindi skrifstofustjóra dagsett 24.03. 2011 þar sem óskað er eftir fjárveitingu til uppfærslu á bókhaldskerfi Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að afla frekari upplýsinga.
8. Kleppjárnsreykir
Framlögð tillaga byggingarfulltrúa um skiptingu lóðarinnar undir gamla læknisbústaðnum á Kleppjárnsreykjum.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
9. Erindi frá Jóni Péturssyni
Framlagt erindi dagsett 24.03. 2011 frá Jóni Péturssyni í Björk vegna gamla læknisbústaðarins á Kleppjárnsreykjum.
Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
10. Rekstur Borgarbyggðar
Lagt fram yfirlit um launakostnað Borgarbyggðar fyrstu tvo mánuði ársins.
11. Greinargerð um ferðamannastaði
Framlögð greinargerð umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um ferðamannastaði í Borgarbyggð.
12. Faxaflóahafnir
Rætt um hlut Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum.
Samþykkt að óska eftir fundi sveitarstjórnar og Borgarfjarðarstofu með fulltrúum frá SSV ráðgjöf um málið.
13. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
14. Akrar
Framlagður dómur Hæstaréttar í máli sem höfðað var vegna byggingar sumarhúss í landi Akra.
15. Búfjáreftirlit
Rætt um búfjáreftirlit og athugasemdir sem komið hafa um búfjárhald.
16. Framlögð mál
a. Fundargerð frá stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur 18.03. 2011.
b. Fundargerð frá stjórnarfundi Faxaflóahafna 11.03. 2011.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,10.