Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

189. fundur 07. apríl 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 189 Dags : 07.04.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Leifsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Starfsleyfi fyrir Stjörnugrís
Framlagt bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 01.04.’11 varðandi starfsleyfi fyrir Stjörnugrís ehf sem rekur svínabú að Hýrumel.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.
2. Samþykkt um afgreiðslu byggingarfulltrúa
Framlögð drög að samþykkt um afgreiðslu byggingarfulltrúans í Borgarbyggð skv. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við drögin.
3. Menningarráð Vesturlands
Framlagt bréf Menningarráðs Vesturlands dags. 28.03.’11 ásamt upplýsingum um úthlutanir á styrkjum árið 2011 og fundargerð ráðsins frá 18.03.‘11.
4. Umsókn um stofnun lóðar
Framlögð umsókn Orkuveitu Reykjavíkur um stofnun lóðar fyrir skemmu við Andakílsárvirkjun.
Samþykkt að lóðin verði stofnuð.
5. Kjörskrá Borgarbyggðar
Framlagður kjörskrárstofn Borgarbyggðar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer laugardaginn 9. apríl n.k.
Á kjörskrá eru 2.516.
Byggðarráð samþykkti kjörskrána.
Jafnframt var lagt fram bréf Þjóðskrár Íslands um breytingu á þeim kjörskrárstofni sem Þjóðskrá sendi Borgarbyggð.
6. Uppfærsla á bókhaldskerfi
Rætt um uppfærslu á bókhaldskerfi Borgarbyggðar sem frestað var afgreiðslu á síðasta fundi.
Samþykkt að heimila skrifstofustjóra að ganga til samninga við Maritech ehf um uppfærsluna.
7. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
8. Örnefnaskráning í Borgarbyggð
Á fundinn mættu Þorsteinn Þorsteinsson og Ragnhildur Jónsdóttir og kynntu verkefni um örnefnaskráningu í Borgarbyggð sem félag aldraðra í Borgarfjarðardölum stendur fyrir.
9. Rekstur Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og lagði fram yfirlit um rekstrarkostnað fyrstu tvo mánuði ársins.
10. Forvarnarmál
Á fundinn mætti Halldór Gunnarsson forvarnarfulltrúi til viðræðna um forvarnarmál.
Á fundinn mættu Jökull Helgason og Kristján F. Kristjánsson af framkvæmdasviði til viðræðna við byggðarráð um nokkra liði.
11. Kirkjugarðurinn í Bæ
Framlögð greinargerð framkvæmdasviðs um aðkomu Borgarbyggðar að framkvæmdum við kirkjugarðinn í Bæ.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn kirkjugarðsins um þátttöku Borgarbyggðar í kostnaði.
12. Nýting húsnæðis í Brákarey
Kristján Finnur og Jökull sögðu frá nýtingu húsnæðis Borgarbyggðar í Brákarey og þeim umsóknum sem borist hafa um frekari nýtingu.
13. Niðurrif í sláturhúsi
Lagt var fram tilboð Hringrásar í niðurrifsverkefni í sláturhúsinu í Brákarey.
Afgreiðslu frestað og framkvæmdasviði falið að leggja fram frekari upplýsingar á næsta fundi byggðarráðs.
14. Tilboð í hliðslá og uppsetningu
Lagt var fram tilboð frá Nortek í hliðslá og uppsetningu vegna breytinga á leið skólabíls um Borgarvík.
Byggðarráð samþykkti tilboðið.
Jökull og Kristján Finnur viku af fundi.
15. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands
Framlagt bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 15.03.’11 vegna greiðslu framlags til eftirlitsins og einnig er bent á nýja reglugerð um sundlaugar sem tók gildi á síðasta ári.
Byggðarráð vísaði reglugerðinni til tómstundanefndar.
16. Málefni Orkuveitu Reykjavíkur
Framlagt bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur dags. 04.04.’11 varðandi endurskoðun samninga um fráveitu.
Afgreiðslu frestað og samþykkt að óska eftir fundi með forstjóra Orkuveitunnar um málið.
Framlagt bréf fulltrúa borgarstjóra Reykjavíkur dags. 01.04.’11 varðandi samþykkt borgarstjórnar á tillögu borgarstjóra varðandi málefni Orkuveitu Reykjavíkur
17. Bréf Skipulagsstofnunar
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar dags. 25.03.’11 varðandi bráðabirgðaákvæði í skipulagslögum um deiliskipulög.
18. Framlögð mál
a. Fundargerð frá stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 23.03. 2011.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,55.