Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 190
Dags : 12.04.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Leifsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Orkuveita Reykjavíkur
Framlagður var viðaukasamningur milli Borgarbyggðar og Orkuveitu Reykvíkur um samning aðila um sameiningu fráveitu Borgarbyggðar og Orkuveitu Reykjavíkur.
Svohljóðandi tillaga var samþykkt samhljóða:
"Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir framlagðan viðauka við samning Borgarbyggðar og Orkuveitu Reykjavíkur um fráveitu í Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit frá 2005. Jafnframt ítrekar byggðarráð mikilvægi þess að í tengslum við fyrirhugaða endurskoðun á samningum um fráveitu verði tryggt að fráveitugjald á fasteignir í Borgarbyggð verði það sama og hjá öðrum eigendum fyrirtækisins."
Framlögð auglýsing um gjaldskrár fyrir fráveitu á veitusvæðum Orkuveitu Reykjavíkur.
Gerðar voru breytingar á auglýsingunni og hún þannig samþykkt samhljóða.
Framlagður var lánssamningur milli Orkuveitu Reykjavíkur sem lántaka og Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar sem lánveitenda um víkjandi lán að upphæð 12 milljarðar króna.
Svohljóðandi tillaga var samþykkt samhljóða:
"Byggðarráð samþykkir lánasamning þann sem fyrir liggur og er hluti af aðgerðaráætlun eigenda OR og fyrirtækisins. Byggðarráð leggur áherslu á fyrri fyrirvara sem samþykktur var varðandi aðkomu Borgarbyggðar að lánveitingum til OR með tilliti til fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Jafnframt leggur byggðarráð til að gert verði samkomulag á útfærslu þeirri sem fylgja þarf varðandi lánveitingu af hendi Borgarbyggðar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við meðeigendur í fyrirtækinu og leggja fram tillögu um leiðir til að leysa fjármögnun Borgarbyggðar."
Geirlaug lagði fram svohljóðandi bókun:
"Borgarbyggð á 0.933% eignarhlut í Orkuveitu Reykjavíkur og ber skv. lögum nr. 139/2001 einfalda hlutfallslega ábyrgð á öllum skuldbindingum þess. Fyrirtækið skuldar 230 milljarða og nemur ábyrgð Borgarbyggðar ríflega 2,1 milljörðum sem er stærri upphæð en heildartekjur sveitarfélagsins á ársgrundvelli.
Nú er þess farið á leit við sveitarfélagið að það leggi fyrirtækinu til samtals 112 milljónir á 2ja ára tímabili vegna erfiðleika við endurfjármögnun, fyrst 75 milljónir nú í apríl 2011 og síðan 37 árið 2013. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2011 gerði ekki ráð fyrir þessum greiðslum né gerði viðeigandi varúðarráðstafanir enda lét meirihlutinn í sveitarstjórn öll hættumerki um endurfjármögnunarvanda OR sem vind um eyru þjóta. Með vísan til 62. greinar sveitastjórnarlaga þarf að upplýsa með hvaða hætti útgjöldunum vegna þessarar skuldbindingar skuli mætt verði farið út í lántökur til að uppfylla samþykktan lánssamning.
Á 68. sveitarstjórnarfundi þann 13.10.2010, lögðum við fulltrúar Samfylkingarinnar fram bókun um sölu á eignarhluta Borgarbyggðar í Orkuveitunni og viljum við ítreka þá skoðun sem þar kemur fram, að sveitarsjóður Borgarbyggðar hefur enga burði til að standa undir skuldbindingum Orkuveitunnar.
Við fulltrúar minnihlutans í sveitarstjórn Borgarbyggðar höfum kappkostað að benda á lausnir sem feli ekki í sér aukna skuldsetningu og höfum einnig varað við því að OR gæti á næstu árum þurft enn meira fjárframlag frá eigendum ef aðgerðaráætlunin nær ekki tilætluðum árangri. Með því að ábyrgjast lán frá þriðja aðila til OR eða gefa eftir hluta af eignarhlut Borgarbyggðar í OR mætti forða sveitarfélaginu frá því að nálgast umtalsvert 250% skuldamörkin.
Ennfremur tel ég gjaldskrárhækkanir óásættanlegar en íbúar í Borgarbyggð hafa frá árinu 2005 greitt um 32% hærri fráveitugjöld en íbúar í þeim sveitarfélögum sem einnig standa að OR. Frá þeim tíma hefur verið í gildi samningur milli eigenda sem nú eru gerðar viðbætur við og fela í sér afsal á gjaldskráryfirráðum. Mun það hafa í för með sér að Borgarbyggð mun hafa lítil áhrif á gjaldskrárhækkanir í framtíðinni og í því felst umtalsverð áhætta fyrir íbúa sveitarfélagsins."
Bjarki lagði fram svohljóðandi bókun:
"Undirritaður ítrekar þá fyrirvara sem byggðarráð Borgarbyggðar hefursameiginlegasett fram í þessu máli, vandi OR er mikill og mikilvægt að eigendur standi þétt við bakið á fyrirtækinu í þeim ógöngum semþað er í. Borgarbyggð hefur svigrúm til 1. júlí 2011 til að finna lausn á því hvernig sveitarfélagið efnir samkomulag þetta og er ýmsum möguleikum haldið opnum hvað það varðar. Borgarbyggð hefur gengiðí gegnum mikla endurskoðun á rekstri undanfarin ár og sem skilað hefur góðum árangri, það er skylda sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð að stíga varlega til jarðar og taka mið af aðstæðum sem uppi eru."
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 18,00.