Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

192. fundur 05. maí 2011 kl. 13:02 - 13:02 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 192 Dags : 05.05.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Leifsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Fjármálastjóri: Linda B. Pálsdóttir sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Skipulags- og byggingarmál
Framlagt bréf frá oddvita Skorradalshrepps um samstarf vegna embættis skipulags- og byggingarfulltrúa.
2. Umsókn um niðurfellingu fasteignaskatts
Framlagt erindi frá félagsmálastjóra þar sem óskað er eftir niðurfellingu á fasteignaskatti fyrir hjón í Borgarbyggð. Byggðarráð samþykkir beiðnina.
3. Umsókn um námsvist í tónlistarskóla utan Borgarbyggðar
Framlögð umsókn frá Sigríði Ástu Olgeirsdóttur þar sem hún óskar eftir stuðningi Borgarbyggðar vegna námsvistar í tónlistarskóla í Reykjavík. Byggðarráð getur ekki orðið við umsókninni og vísar í fyrri samþykktir sambærilegra umsókna. Byggðarráð ítrekar mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög ljúki samningum um þetta málefni sem allra fyrst.
4. Starfsmannastefna
Framlögð endurskoðuð drög að starfsmannastefnu Borgarbyggðar, en drögin hafa verið kynnt fyrir starfsmönnum sveitarfélagsins og hafa þeir lagt fram ábendingar og athugasemdir við stefnuna. Byggðarráð samþykkir, með áorðnum breytingum, að vísa stefnunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
5. Innkaupareglur
Framlögð endurskoðuð drög að innkaupareglum Borgarbyggðar, en drögin hafa verið kynnt fyrir starfsmönnum sveitarfélagsins og hafa þeir lagt fram ábendingar og athugasemdir við reglurnar. Byggðarráð samþykkir, með áorðnum breytingum, að vísa reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
6. Siðareglur sveitarstjórnarmanna og stjórnenda
Framlögð drög að siðareglum fyrir sveitarstjórnarmenn og stjórnendur Borgarbyggðar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
7. Starfsmannamál
Samþykkt að vísa umsókn leikskólakennara um launalaust leyfi til umsagnar fræðslunefndar.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að auglýsa eftir fjármálafulltrúa. FL sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Finnbogi lagði fram svohljóðandi bókun:
"Hefði talið eðlilegt að auglýsa eftir fjármálastjóra m.a. vegna eðlis þeirra verkefna sem þarf að sinna."
Samþykkt að auglýsa eftir félagsráðgjafa.
8. Áhaldahússvinna
Lögð fram endurskoðuð drög að verklýsingu, samningsskilmálum og verðskrá varðandi áhaldahússvinnu fyrir Borgarbyggð. Byggðarráð samþykkir framlögð drög og að fram fari verðkönnun.
9. Vinnuskóli Borgarbyggðar
Framlögð tillaga forstöðumanns umhverfis- og skipulagssviðs að launum fyrir nemendur í vinnuskóla Borgarbyggðar sumarið 2011. Byggðarráð samþykkir tillöguna.
10. Húsaleigusamningar
Framlagðir húsaleigusamningar við aðila í fasteignum Borgarbyggðar í Brákarey. Samningarnir samþykktir með áorðnum breytingum.
11. Faxaflóahafnir
Rætt um tillögu Geirlaugar Jóhannsdóttir, en hún lagði til á 191. fundi byggðarráðs í kjölfar umræðu um minnisblað Atvinnuráðgjafar Vesturlands að Borgarbyggð láti óháðan og sérfróðan aðila gera annað mat á eignarhluta sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum. Tillögu Geirlaugar var frestað til næsta fundar.
Tillagan var felld með 2 atkvæðum, 1 (FL) samþykkti tillöguna.
Bjarki og Ingibjörg lögðu fram svohljóðandi bókun:
" Í minnisblaði Atvinnuráðgjafar Vesturlands um Faxaflóahafnir sem unnið var fyrir Borgarbyggð, kemur glöggt fram að samfélagsleg verðmæti eignarhluta Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum eru töluverð og munu að öllum líkindum aukast á komandi tímum. Það tengist m.a. væntanlegum fjárfestingum á hafnarsvæðinu í Borgarnesi, þróun og uppbyggingu iðnaðarsvæðisins á Grundartanga og almennri stefnumörkun sveitarfélagsins um þátttöku í samstarfsverkefnum sveitarfélaga. Með hliðsjón af ofangreindu er það mat undirritaðra að ekki skuli aðhafast frekar varðandi könnun á söluvirði á eignarhlut Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum og hluturinn verði áfram í eigu sveitarfélagsins."
Geirlaug lagði fram svohljóðandi bókun:
"Undirrituð fagnar því að nú liggi loks fyrir skýr afstaða meirihlutans til sölu eignarhluta Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum. Það vekur hins vegar undrun að ekki sé vilji fyrir því að fá annað hlutlaust virðismat en það hlýtur að teljast góð stjórnsýsla að hafa mat 2ja aðila. Þó vissulega sé það fagnaðarefni að rekstrarafgangur sveitarsjóðs sé meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir þá má ekki líta fram hjá því að skuldir sveitarfélagsins hafa aukist um tæpan milljarð á milli ára og útsvarstekjur lækkað. Því er afar brýnt að leita leiða til að lækka skuldir og kalla ég eftir stefnu meirihlutans í þeim málum."
12. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um aðgerðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur.
13. Fjölbrautaskóli Vesturlands
Lögð fram drög að endurskoðuðum samningi vegna Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.
14. Menntaskóli Borgarfjarðar ehf.
Rætt um eignarhald á Menntaskóla Borgarfjarðar ehf.
15. Framlögð mál
a. Kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel
b. Bréf frá innanríkisráðuneytinu vegna mælinga á útgjaldaþörf sveitarfélaga
c. Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis við DAB dags. 20.04.11
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11:15.