Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

193. fundur 19. maí 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 193 Dags : 19.05.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Finnbogi Leifsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Geirlaug Jóhannsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson sem ritaði jafnframt fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Almenningssamgöngur
Framlögð gögn frá fundi formanns byggðarráðs og sveitarstjóra með fulltrúum SSV og Akraneskaupstaðar um almenningssamgöngur. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málin með SSV og öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi.
2. Golfklúbbur Borgarness
Framlagt erindi frá Ingva Árnasyni formanni Golfklúbbs Borgarness sem varðar viðbótar svæði til þróunar fyrir klúbbinn. Sveitarstjóra falið að leggja fyrir byggðarráð upplýsingar um afnot aðila af spildum í landi Hamars.
3. Samkomulag um eflingu tónlistarnáms
Framlagt samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarráðuneytisins um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Byggðarráð fagnar því að loks hafi náðst samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga um tónlistarnám og væntir þess að samningurinn muni efla slíkt nám í framtíðinni
4. Gamli læknisbústaðurinn á Kleppjárnsreykjum
Framlögð kauptilboð í gamla læknisbústaðinn á Kleppjárnsreykjum sem og minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs um tilboðin.
Byggðarráð samþykkir að hafna öllum tilboðum í eignina. FL sat hjá við atkvæðagreiðsluna Jafnframt samþykkti byggðarráð að fela Inga Tryggvasyni fasteignasala að auglýsa húsið til sölu að nýju.
5. Umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar
Framlögð umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar um söfnunarsvæði og kurlun við Ölduhrygg. Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að taka saman minnisblað fyrir byggðarráð um málið.
6. Stofnun lóðar
Framlögð umsókn um stofnar lóðar úr landi Hraunsmúla, 1.77 ha að stærð. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.
7. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál. Jafnframt var framlagt erindi frá skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar varðandi ráðningu deildarstjóra á Varmalandi, en starfið hafði verið auglýst innanhúss. Byggðarráð samþykkti að heimila skólastjóra að ganga frá ráðningunni.
8. Yfirmatsgerð
Framlögð yfirmatsgerð vegna Skúlagötu 7 í Borgarnesi. Í niðurstöðu matsnefndar kemur fram að húsið að Brákarsundi 7 skerði ekki nýtingu fasteignarinnar að Skúlagötu 7 eða rýri verðmæti hennar.
9. Erindi frá sveitarstjórn
Eftirtöldum erindum var vísað frá sveitarstjórn til byggðarráðs;
a. Grímshúsið – tillögu um sölu hússins. Sveitarstjóra falið að ræða við áhugamenn um útgerðarsögu Borgarness.
b. Menntaskóli Borgarfjarðar – Framlagður samningur við Arion-banka um kaup Borgarbyggðar á eignarhlut bankans í Menntaskóla Borgarfjarðar. Byggðarráð samþykkti samninginn.
c. Skýrsla vinnuhóps um mötuneytismál í skólum Borgarbyggðar. Samþykkt að fela fræðslustjóra að leggja fram kostnaðarmat varðandi tillögur vinnuhópsins.
10. Minnisblað frá fjölskyldusviði um áhrif efnahagsþrenginga á velferð íbúa
Framlagt minnisblað unnið af fræðslustjóra og félagsmálastjóra um áhrif efnahagsþrenginga á velferð íbúa í Borgarbyggð. Samþykkt að óska eftir því að félagsmálastjóri og fræðslustjóri komi á næsta fund byggðarráðs og kynni efni skýrslunnar.
11. Atvinnumál
Á fundinn mættu Sigurður Arnar Jónsson og Grétar Eggertsson frá Motus og kynntu starfsemi fyrirtækisins og ræddu framtíð starfsstöðvar þess í Borgarnesi. Sveitarstjóra falið að leggja fram gögn um innheimtuferla.
12. Hestamannafélagið Skuggi
Framlagt minnisblað frá fundi umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa með formanni Hestamannafélagsins Skugga. Sveitarstjóra falið að leggja fyrir byggðarráð upplýsingar um afnot aðila af spildum í landi Hamars.
13. Málefni lögreglu
Á fundinn mættu Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn og Jón Arnar Sigþórsson lögregluþjónn til viðræðna um starfsemi lögreglu og fyrirhugaðar breytingar á lögregluumdæmum.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir fundi með innríkisráðherra um málefni lögreglu í Borgarbyggð.
14. Faxaflóahafnir
Rætt um aðalfund Faxaflóahafna. Samþykkt að Páll S. Brynjarsson verði aðalmaður í stjórn og Geirlaug Jóhannsdóttir varamaður.
Finnbogi Leifsson vék af fundi kl.11.35
15. Lánamál
Rætt um fund með lögmanni frá Veritas lögmönnum vegna lánamála. Byggðarráð samþykkir að fela Veritas lögmönnum að leggja fram stefnu fyrir hönd sveitarfélagsins vegna málsins
16. Refa- og minkaveiði
Á fundinn mætti Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi til viðræðna um refa- og minkaveiði.
17 Framlögð mál
a. Fundargerðir frá fundum vinnuhóps um endurskoðun fjallskilareglugerða
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12.12