Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

195. fundur 03. júní 2011 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 195 Dags : 03.06.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Ingibjörg Daníelsdóttir
Finnbogi Leifsson
Varafulltrúi: Dagbjartur Arilíusson
Varaáheyrnarfulltrúi: Jóhannes F. Stefánsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Orkuveita Reykjavíkur
Framlagt erindi borgarstjóra Reykjavíkur dags. 25.05.11 varðandi úttekt á Orkuveitu Reykjavíkur.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og var sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
Jafnframt var framlagt minnisblað sveitarstjóra um OR og honum falið að vinna áfram að málinu.
2. Háskólinn á Bifröst
Framlagt minnisblað um fjárhagsstöðu Háskólans á Bifröst. Rætt um kaup Borgarbyggðar á stofnfé í Háskólanum á Bifröst.
3. Bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu
Framlagt bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu dags. 23.05.11 þar sem tilkynnt er að sveitarfélagið sem eigandi fasteignar, sem áður hýsti sláturhús, geti sótt um niðurfellingu á samningi um úreldingu sláturhússins.
4. Umsögn um framvarp til sveitarstjórnarlaga
Framlögð umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 726 mál.
 
5. Húsaleigusamningur
Framlögð drög að húsaleigusamningi við Íslenska gámafélagið um leigu 753 fm. í gömlu fjárréttinni í Brákarey.
Byggðarráð óskar umsagnar nýskipaðs vinnuhóps um atvinnugarða í Brákarey, áður en samningurinn verður tekinn til afgreiðslu.
6. Skipurit Borgarbyggðar
Framlögð gögn um skipurit Borgarbyggðar, en í árslok 2010 samþykkti sveitarstjórn að það skyldi endurmetið í maí 2011.
Byggðarráð samþykkti að skipurit Borgarbyggðar verði óbreytt frá því sem verið hefur frá s.l. hausti.
7. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Halldór Gunnarsson er hættur sem félagsráðgjafi og hefur Inga Vildís Bjarnadóttir verið ráðin í stöðuna.
Haukur Valsson er hættur sem varaslökkviliðsstjóri og hefur Jökull Fannar Björnsson verið ráðinn í 25% starf varaslökkviliðsstjóra.
Byggðarráð þakkar fráfarandi starfsmönnum vel unnin störf og býður nýja starfsmenn velkomna til starfa.
Sveitarstjóri kynnti umsóknir sem borist hafa um starf fjármálafulltrúa.
8. Rekstur Borgarbyggðar árið 2011
Skrifstofustjóri lagði fram yfirlit um rekstur Borgarbyggðar fyrstu fjóra mánuði ársins 2011.
9. Áætlunargerð fyrir árið 2012
Rætt um skipulag á vinnu við áætlunargerð Borgarbyggðar fyrir árið 2012.
Undirbúningsfundur með sveitarstjórn og forstöðumönnum stofnana verður haldinn 8. júní n.k.
10. Munageymsla fyrir Safnahús Borgarfjarðar
Rætt um framtíðarhúsnæði fyrir munageymslu Safnahúss Borgarfjarðar, en umhverfis- og skipulagssvið hefur unnið áætlanir um staðsetningu þess að Sólbakka 13-15.
Byggðarráð samþykkti að fasteign sveitarfélagsins að Sólbakka 13 - 15 verði að hluta nýtt sem muna- og minjageymsla fyrir Safnahús Borgarfjarðar. Undirbúningur að flutningi slökkviliðs í miðrými hefjist á þessu ári.
11. Uppsetning ljósastaura
Framlagt erindi Helga Helgasonar og Guðrúnar Þórðardóttur um uppsetningu ljósastaura á Þursstöðum.
Ekki er hægt að verða við erindinu þar sem engin fjárveiting er til þess á fjárhagsáætlun 2011.
12. Framlögð mál
a. Fundargerð frá 155. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
b. Tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á árinu 2011.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,05.