Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

196. fundur 23. júní 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 196 Dags : 23.06.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Varafulltrúi: Dagbjartur I. Arilíusson
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur
Framlögð drög að eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur.
Frestur til að gera athugasemdir er til 15. ágúst n.k.
2. Starfsmannamál í Uglukletti
Framlögð beiðini leikskólastjóra Uglukletts um heimild til að auglýsa eftir starfsmönnum við leikskólann vegna afleysinga.
Byggðarráð samþykkti erindið.
3. Skipulagsmál í sumarhúsahverfi
Framlögð bréf Erlu Delberts og Jóns Nikolaisonar dags. 13.05.’11 og 31.05.’11 varðandi skipulagsmál í sumarhúsahverfi í Borgarbyggð. Einnig er kvartað yfir meðferð málsins.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar á málinu.
4. Erindi Stéttarfélags Vesturlands
Framlagt var erindi Stéttarfélags Vesturlands þar sem óskað er eftir fundi með kjörnum fulltrúum Borgarbyggðar og sveitarstjóra vegna stöðu í kjaraviðræðum.
Samþykkt að sveitarstjórnarmenn eigi fund með fulltrúum Stéttarfélagsins.
5. Starfsmannamál
Einar G. Pálsson hefur verið ráðinn fjármálafulltrúi Borgarbyggðar og kemur hann til starfa í byrjun ágúst.
Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri hefur látið af störfum og eru henni þökkuð vel unnin störf fyrir sveitarfélagið á liðnum árum.
6. Þjónustumerkingar
Á fundi sveitarstjórnar 09. júní s.l. var afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar á beiðni um þjónustumerkingu á farfuglaheimili, vísað til byggðarráðs.
Byggðarráð staðfesti afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar.
Samþykkt að beina því til umhverfis- og skipulagsnefndar og Borgarfjarðarstofu að endurskoða staðsetningu og útlit upplýsingaskilta.
7. Styrkvegir
Rætt um væntanlega fjárveitingu í styrkvegi og hvaða verkefni verður farið í þegar að hún liggur fyrir.
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan að liðir nr. 3, 6 og 7 voru ræddir.
8. Ábyrgð fyrir Menntaskóla Borgarfjarðar
Framlagt minnisblað KPMG ehf. dags. 20.06.’11 varðandi ábyrgð vegna reksturs Menntaskóla Borgarfjarðar ehf.
Fram kemur að sveitarfélaginu er ekki heimilt að veita umbeðna ábyrgð.
9. Sala á geymslu
Framlagður kaupsamningur um sölu á geymslu við Túngötu á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
10. Reglugerð um framkvæmdaleyfi
Framlagt bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 03.06.’11 varðandi vinnu við gerð nýrrar reglugerðar um framkvæmdaleyfi.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
11. Öryggi á sundstöðum
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 01.06.’11 varðandi öryggi á sundstöðum.
Samþykkt að óska eftir yfirlit um sundlaugar í Borgarbyggð hvað varðar aðsókn og eftirlit með öryggi sundlaugagesta.
12. Lán hjá Arionbanka
Rætt um stefnu vegna láns hjá Arion-banka.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að afla frekari upplýsinga.
13. Lausaganga búfjár
Framlagt bréf Logos lögmannsþjónustu dags. 16.06.’11 þar sem kvartað er yfir lausagöngu búfjár og smölunar krafist á ágangsfé.
Samþykkt að fela Inga Tryggvasyni hdl að svara erindinu.
14. Bréf Vesturlandsskóga
Framlagt bréf Vesturlandsskóga dags. 15.06.’11 þar sem mælst er til þess að sveitarfélagið sjái til þess að þeir bændur sem eiga upprekstrarrétt á afrétt, noti þann rétt, en hafi fé sitt ella afgirt í heimahögum. Einnig er farið fram á að sett verði vörsluskylda á geitfénað í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að svara bréfritara.
15. Kynningarfundur um Earth Check verkefnið
Framlagt erindi Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi þátttöku Borgarbyggðar í kynningarfundi um Earth Check verkefnið sem haldinn verður í Hjálmakletti.
Samþykkt að Borgarbyggð taki þátt í fundinum.
16. Áfangaskýrsla um Brákarey
Framlögð áfangaskýrsla um fasteignir í Brákarey sem vinnuhópur um atvinnugarða og umhverfismál gerði. Vinnuhópurinn var skipaður af Borgarfjarðarstofu.
Byggðarráð tekur undir hugmyndir vinnuhópsins um tiltektarátak í eyjunni.
Lagður var fram húsaleigusamningur við Íslenska Gámafélagið um leigu á hluta af húsnæðinu að Brákarbraut 25. Samningurinn var samþykktur með 2 atkv. GJ sat hjá.
Á fundinn mætti Kristján F. Kristjánsson starfsmaður vinnuhópsins.
17. Fjölgun barna í Hraunborg
Framlagt minnisblað fræðslustjóra vegna fyrirsjáanlegrar fjölgunar barna í leikskólanum Hraunborg næsta haust.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að undirbúa nauðsynlegar endurbætur á leikskólanum.
18. Upprekstur á afrétt
Framlögð fundargerð afréttarnefndar Þverárréttar frá 14.06.11 þar sem m.a. er samþykkt að upprekstur í afréttinn færist aftur til 01. júlí 2011.
Byggðarráð samþykkti tillögu nefndarinnar.
19. Framlögð mál
a. Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 14.06.’11 varðandi niðurstöður úr Æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 2010.
b. Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna 10.06.‘11
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,15.