Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 197
Dags : 01.07.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Varaáheyrnarfulltrúi: Finnbogi Leifsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt var um aðgerðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur og aðkomu Borgarbyggðar að henni. Á fundi byggðarráðs 28.03.11 var aðgerðaráætlunin samþykkt með þeim fyrirvara að Borgarbyggð geti lagt OR til víkjandi lán, þar sem handbært fé er ekki til staðar.
Viðræður við aðra eigendur varðandi lánveitinguna hafa ekki borið árangur og fer byggðarráð fram á frekari frest til að ljúka málinu.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 09.05.