Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

198. fundur 07. júlí 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 198 Dags : 07.07.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Úttekt á starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi
Rætt um skýrslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úttekt á starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi sem fram fór í vor.
Niðurstöður úttektarinnar eru mjög jákvæðar og bera skólanum, stjórnendum, starfsfólki og nemendum gott vitni.
2. Alheimsmót skáta
Framlögð beiðni skáta um styrk vegna ferðar á alheimsmót skáta sem haldið verður í Svíþjóð sumar.
Samþykkt var að styrkja hópinn um kr. 100.000
3. Framkvæmdaáætlun Barnaverndarnefndar Borgarfjarðar og Dala
Framlögð framkvæmdaáætlun Barnaverndarnefndar Borgarfjarðar og Dala sem barnaverndarnefnd samþykkti á fundi sínum 22. júní s.l.
Byggðarráð samþykkti framkvæmdaáætlunina.
4. Landnámssetur Íslands
Framlagður ársreikningur Landnámsseturs Íslands fyrir árið 2010.
5. Refaveiðar
Framlagt bréf íbúa í Hvítársíðu dags. 27.06.’11 þar sem hvatt er til að sveitarfélagið leggi aukið fjármagn í grenjaleit og grenjavinnslu.
Byggðarráð tekur undir þær áhyggjur sem fram koma í bréfinu varðandi fjölgun refa. Ekki er svigrúm innan fjárhagsáætlunar ársins til að auka veiðarnar en byggðarráð felur landbúnaðarnefnd að fara yfir tillögur sem fram koma í erindinu og endurmeta tilhögun refa- og minkaveiða í Borgarbyggð. Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa var falið að taka saman minnisblað um þróun veiðanna á undanförnum 10 árum.
6. Framkvæmdir
Rætt um framkvæmdir á vegum Borgarbyggðar í sumar.
Samþykkt var að heimila framkvæmdasviði að láta byggja rétt í Lundarreykjadal í samræmi við minnisblað sem lagt var fram á fundinum.
Ákveðin var forgangsröð í stígagerð sem er á áætlun ársins.
7. Reglugerð um framkvæmdaleyfi
Rætt um vinnu við nýja reglugerð um framkvæmdaleyfi sem rædd var á síðasta fundi byggðarráðs.
Erindið var framlagt. Frestur er til 15. ágúst að gera athugasemdir ef einhverjar eru.
8. Aðalskipulag Borgarbyggðar
Umhverfisráðherra hefur undirritað aðalskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022 og verður það auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Byggðarráð fagnar því að þessum áfanga sé náð.
9. Rekstur málaflokka
Skrifstofustjóri lagði fram yfirlit yfir rekstur málaflokka fyrstu fimm mánuði ársins 2011.
10. Málefni Orkuveitu Reykjavíkur
Framlögð var fundargerð aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fór 23.06.’11.
Tilnefndir sem áheyrnarfulltrúar Borgarbyggðar í stjórn Orkuveitunnar voru Björn Bjarki Þorsteinsson og Finnbogi Rögnvaldsson.
Við atkvæðagreiðslu fékk Björn Bjarki 2 atkvæði og Finnbogi 1 atkvæði.
Tilnefndir sem varamenn voru Ragnar Frank Kristjánsson og Finnbogi Rögnvaldsson og fékk Ragnar 2 atkvæði og Finnbogi 1.
11. Lausaganga búfjár
Framlagt bréf Logos lögmannsþjónustu dags. 04.07.’11 varðandi lausagöngu búfjár.
Byggðarráð hafnar því að sveitarfélagið láti smala skv. beiðni bréfritara og var lögfræðingi sveitarfélagsins falið að svara erindinu.
12. Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar
Framlögð fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar frá 06.07.’11.
Á fundinn mætti Baldur Tómasson byggingarfulltrúi.
Varðandi 1. lið, Bjarnhólar, var samþykkt að óska eftir nánari upplýsingum um áhættumat og deiliskipulagsgerð.
Fundargerðin var að öðru leiti samþykkt samhljóða.
13. Vinnuhópurinn Matvæli úr héraði
Framlögð fundargerð vinnuhópsins Matvæli úr héraði dags. 05.07.’11.
Vinnuhópurinn leggur til að unnin verði áætlun um að tilraunaeldhús verði sett upp í „gamla húsmæðraskólanum“ á Varmalandi.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir kostnaðarmati á hugmyndum vinnuhópsins.
14. Beiðni um stofnun lóðar
Framlögð beiðni Jóns Gíslasonar og Kristínar Gunnarsdóttur um stofnun 6.779 m² lóðar úr jörðinni Lundi í Lundarreykjadal.
Byggðarráð samþykkti beiðnina.
15. Gangstéttir
Rætt um kvörtun sem borist hefur um ástand gangstétta í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að láta fara fram endurmat á áætlun um viðhald og endurbætur á gangstéttum.
16. Dulin búseta í Borgarbyggð
Rætt um dulda búsetu í Borgarbyggð.
Hópur háskólanema á Bifröst hefur tekið saman skýrslu um málefnið og var ákveðið að óska eftir að hópurinn komi til viðræðna við Borgarfjarðarstofu.
17. Framlögð mál
a. Fundargerð 788. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 24.06.‘11
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,20