Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

199. fundur 21. júlí 2011 kl. 14:48 - 14:48 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 199 Dags : 21.07.2011
FUNDARGERÐ
199. byggðarráðsfundur
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Ungmennafélaginu Dagrenningu
Framlagt erindi frá Ungmennafélaginu Dagrenningu í Lundareykjadal þar sem óskað er eftir stuðningi Borgarbyggðar við endurbætur á félagsheimilinu Brautartungu.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunar 2012.
2. Erindi vegna íbúðar í Borgarbraut 65a
Framlagt erindi frá Guðmundi Eyþórssyni varðandi íbúð í eigu erfingja Kristjáns Eyþórssonar að Borgarbraut 65a.
Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga
3. Háskólinn á Bifröst
Framlagður samningur við Háskólann á Bifröst um kaup Borgarbyggðar á stofnfé í skólanum. Jafnframt framlögð drög að samningi á milli Borgarbyggðar og Háskólans á Bifröst um afslátt til Borgarbyggðar vegna þjónustukaupa af skólanum.
Byggðarráð samþykkt samning um kaup á stofnfé í Háskólanum á Bifröst. Sveitarstjóra var falið að vinna áfram að gerð samnings um afslátt á þjónustukaupum hjá skólanum.
Geirlaug Jóhannsdóttir vék af fundi meðan þessi liður var til afgreiðslu
4. Fólkvangurinn í Einkunnum
Framlögð fundargerð frá 35. fundi umsjónarnefndar fólkvangsins í Einkunnum, en þar er m.a. rætt um áherslur við áframhaldandi vinnu við deiliskipulag.
Byggðarráð tekur undir áherslur um áframhaldandi vinnu við deiliskipulagsvinnu.
5. Refaveiðar
Framalögð greinargerð umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa með tölulegum upplýsingum um refaveiðar í Borgarbyggð.
6. Vinabæjarsamstarf
Framlagt minnisblað sveitarstjóra um vinabæjarmót sem fram fór í Ullensaker í júní s.l. Jafnframt er framlagt samkomulag vinabæjanna um áherslur í samstarfinu næstu tvö árin.
Byggðarráð óskar eftir umsögn Borgarfjarðarstofu um samkomulagið.
7. Orkaveita Reykjavíkur
Framlagt erindisbréf fyrir úttektarnefnd Orkuveitu Reykjavíkur.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað um verkefni sem Borgarbyggð leggur áherslu á að skoðuð verði.
8. Fasteignamat 2012
Framlagt bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem kynnt er endurmat á verðgildi fasteigna fyrir árið 2012.
9. Vatnsból á Varmlæk
Framlögð endurskoðuð tillaga ÍSOR um vatnsverndarsvæði við vatnsból í landi Varmalækjar. Auk þess voru kynnt drög að endurskoðuðum samningi við landeigenda um vatnstöku.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu
10. Bjarnhólar
Framlagt minnisblað umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um kostnað vegna endurnýjunar starfsleyfis á gamla sorpurðunarstaðnum við Bjarnhóla.
Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
11. Endurskoðun á fjallskilareglugerðum
Framlagðar fundargerðir vinnuhóps um endurskoðun fjallskilareglugerða.
12. Grímshús
Framlagt erindi frá áhugamönnum um varðveislu Grímshússins í Borgarnesi.
Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara, auk þess sem byggðarráð óskar umsagnar vinnuhóps um atvinnugarða í Brárey.
13. Drög að reglum Jöfnunarsjóðs um framlög til tónlistarnáms
Framlagður tölvupóstur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem kynnt eru drög að reglum um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda.
14. Umsóknir um stofnun lóða
Framlögð umsókn frá Unni Einarsdóttur um stofnun lóðar undir vélageymslu í landi Stóra-Fjalls.
Byggðarráð samþykkti erindið
Framlögð umsókn frá Bjarni Árnasyni f.h. Guðmundar Kristinssonar um stofnun lóðar úr landi Grímstaða í Reykholtsdal. Fyrirhugað er að nýta lóðina til trjáræktar.
Byggðarráð samþykkti erindið
15. Framlögð mál
a. Bréf frá Styrktarsjóði EBÍ vegna úthlutunar styrkja árið 2011
b. Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna úthlutunar úr námsgangasjóði árið 2011.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11.30