Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

200. fundur 05. ágúst 2011 kl. 14:18 - 14:18 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 200 Dags : 05.08.2011
FUNDARGERÐ
200. byggðarráðsfundur
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri:Páll S. Brynjarsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Umsókn um byggingalóð
Framlögð umsókn frá Sigurði H. Einarssyni um lóðina nr. 3 við Arnarflöt á Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkti að úthluta lóðinni til umsækjanda.
2. Kauptilboð-makaskipti
Framlagt tilboð frá Ólafi Magnússyni í fasteignina að Þorsteinsgötu 4 í Borgarnesi.
Byggðarráð ákvað að hafna tilboðinu.
3. Skátamót - Smiðjudagar 2011
Framlagt erindi frá Andra Kristleifssyni f.h. Miðjuhópsins sem óskar eftir að fá aðstöðu og stuðning Borgarbyggðar við að halda skátamót í Borgarnesi dagana 14 til 16 október í haust.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara
4. Syðri-Hraundalur
Framlagt erindi frá Hrafnhildi Sigurðardóttur þar sem spurst er fyrir um hvort Borgarbyggð sé tilbúin til að selja spildu úr landi Syðri-Hraundals.
Byggðarráð óskar eftir frekari upplýsingum um jarðir í eigu sveitarfélagsins.
5. Menntaskóli Borgarfjarðar
Framlagt samkomulag um húsaleigu Menntaskóla Borgarfjarðar í Hjálmakletti árið 2011.
Byggðarráð samþykkir framlagt samkomulag og óskar jafnframt eftir samantekt yfir rekstur Hjálmakletts.
6. Bilaþvottaplön í Borgarnesi
Rætt um bílaþvottaplön í Borgarnesi. Byggðarráð skorar á rekstraraðila bensínstöðva í Borgarnesi að bjóða viðskiptavinum sínum upp á bílaþvottaplön líkt og gert er á flestum bensínstöðvum vítt og breitt um landið. Það er með öllu ólíðandi að íbúum í Borgarnesi og ferðmönnum sem heimsækja bæinn sé boðið upp á lakari þjónustu en annars staðar er.
7. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um samskipti Borgarbyggðar og Orkuveitu Reykjavíkur sem og áherslur Borgarbyggðar við úttekt á starfsemi fyrirtækisins.
8. Umhverfismál í Borgarnesi
Framlögð samantekt yfir ástand stiga í Borgarnesi og staðsetningu á bekkjum og borðum sem sett hafa verið upp í Borgarnesi.
Byggðarráð beinir því til Borgarfjarðarstofu og umhverfis- og skipulagsnefndar að taka til skoðunar framtíðar staðsetningu tjaldsvæðis í Borgarnesi.
9. Vatnsból á Varmalæk
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra um endurskoðun á samningi við landeigenda á Varmalæk um vatnstöku.
10. Landsmót UMFÍ
Framlagt bréf frá Ungmennafélagi Íslands þar sem óskað er eftir umsóknum frá sveitarstjórnum og sambandsaðilum um að taka að sér undirbúning og framkvæmda Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2012.
Visað til umsagnar tómstundanefndar og stjórnar UMSB.
11. Gjaldskrá slökkviliðs
Framlögð tillaga að gjaldskrá slökkviliðs Borgarbyggðar árið 2011 vegna útkalla sem ekki falla undir lögboðið hlutverk slökkviliða.
Byggðarráð samþykkti tillögu að gjaldskrá
12. Vatnsöflun í Reykholti
Framlagt bréf frá slökkviliðsstjóra vegna vatnsöflunar til slökkvistarfa í Reykholti. Byggðarráð tekur heilshugar undir áhyggjur slökkviliðsstjóra og þakkar honum árverkni hvað varðar úrbætur í brunavörnum í Reykholtsdal.
Byggðarráð samþykkti eftirfarandi bókun
„Allt frá árinu 2006 hefur Orkuveita Reykjavikur leitað leiða til að bæta úr bágbornu ástandi í neysluvatnsmálum í Reykholtsdal og loks virðist lausn í sjónmáli, en mælingar sýna að vatnslind í landi Steindórsstaða muni fullnægja vatnsþörf á svæðinu. Því krefst byggðarráð Borgarbyggðar þess að Orkuveita Reykjavíkur hefji framkvæmdir við nýja vatnsveitu í Reykholtsdal nú þegar og tryggi íbúum og fyrirtækjum nægjanlegt vatn.
13. Bréf frá Skipulagsstofnun
Framlagt bréf frá Skipulagsstofnun vegna vegar um sumarhúsabyggð í landi Ánabrekku í Borgarbyggð.
Umhverfis- og skipulagssviði falið að boða málasaðila til fundar.
14. Netalagnir við Borgarnes
Á fundinn komu Finnur Torfi Hjörleifsson og Hilmar Arason til viðræðna um netalagnir við Borgarnes.
15. Atvinnuleysi í Borgarbyggð
Rætt um atvinnuleysi í Borgarbyggð, en fram kemur í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar að dregið hefur úr atvinnuleysi í sveitarfélaginu og fækkaði fólki í atvinnuleit um 19% á milli mánaðana maí og júní 2011.
16 Framkvæmdaleyfi
Framlagt erindi frá Sverri Guðmundssyni í Hvammi Norðurárdal þar sem hann mótmælir álögðu gjaldi á framkvæmdaleyfi fyrir malartekju við Norðurá.
Samþykkti að óska umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar
17. Skólaakstur
Rætt um skólaakstur í Laugargerðisskóla.
Samþykkt að óska eftir fundi með oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps.
18. Framlögð mál
a. Bréf frá Faxaflóahöfnum um greiðslu arðs á árinu 2011
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12.10