Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

201. fundur 18. ágúst 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 201 Dags : 18.08.2011
FUNDARGERÐ
201. byggðarráðsfundur
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Varafulltrúi: Dagbjartur Arilíusson
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Nýbúaráði
Framlagt erindi frá Guðrúnu Völu Elísdóttur formanni Nýbúaráðs Borgarbyggðar um nýbúastefnu sveitarfélagsins og eftirfylgni með henni.
Byggðarráð óskar eftir því að nýbúastefna sveitarfélagsins verði kynnt almennt og sérstaklega á vinnustöðum sveitarfélagsins.
2. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál
3. Erindi frá Ólafi Magnússyni Gilsbakka
Framlagt erindi frá Ólafi Magnússyni og Önnu Gullu á Gilsbakka þar sem óskað er eftir kostnaðarþátttöku Borgarbyggðar við girðingu á milli heimalands Gilsbakka og afréttarlands Þverárréttarupprekstrar. Eldri girðing þjónaði sem sauðfjárveikivarnarlína, en er ónýt vegna viðhaldsleysis af hálfu ríkisins.
Sveitarstjóra falið að ræða við Matvælastofnun og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið um málið. Jafnframt var óskað umsagnar afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar.
4. Nýting vindorku
Á 78. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að vísa tillögu Geirlaugar Jóhannsdóttur um stofnun vinnuhóps um nýtingu vindorku til byggðarráðs.
Samþykkt að stofna vinnuhóp um nýtingu vindorku og sveitarstjóra falið að leggja fram drög að erindisbréfi hópsins á næsta fundi.
5. Hjálmaklettur
Framlagt minnisblað um rekstur mennta- og menningarhússins Hjálmakletts.
6. Yfirlit yfir rekstur Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi Borgarbyggðar og gerði grein fyrir rekstri Borgarbyggðar fyrstu sex mánuði ársins.
Byggðarráð samþykkti að hefja vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
7. Málefni leikskóla
Á fundinn mætti Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri til viðræðna vegna yfirvofandi verkfalls leikskólakennara.
8. Eigendastefna Orkuveitu Reykjavíkur
Rætt um eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur, en frestur til að skila inn umsögn er til 22.08 2011.
9. Netalagnir við Borgarnes
Á fundinn mættu Þórólfur Sveinsson, Birna Konráðsdóttir og Ólafur Jóhannesson fulltrúar frá Veiðifélagi Borgarfjarðar til viðræðna um netalagnir við Borgarnes.
10. Vatnsveitur í Borgarbyggð
Á fundinn mættu Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Páll Erland yfirmaður veitumála og Sigurbjörn Búi Sigurðsson forstöðumaður vatnsveitu til viðræðna um vatnsveitur í Borgarbyggð.
11. Þjónusta dýralækna í Borgarbyggð
Rætt um þjónustu dýralækna í Borgarbyggð og fyrirhugaðar breytingar á skipulagi á þjónustu dýralækna á Vesturlandi.
Samþykkt að óska umsagnar landbúnaðarnefndar um skipulag dýralæknaþjónustu .
12. Skjalakerfi - One-system
Framlagt minnisblað frá skrifstofustjóra um skjalastjórnunarkerfi Borgarbyggðar, One-system.
13. Umferðaröryggismál
Framlögð drög að umferðaröryggisáætlun. Jafnframt rætt um akstursleið skólabíls í Borgarnesi.
Samþykkt að óska eftir kynningu frá skýrsluhöfundi, auk þess sem samþykkt var að ráðast í aðgerðir til að tryggja frekar umferðaröryggi gangandi vegafaranda við Skallagrímsgötu.
14. Skólaakstur
Sveitarstjóri greindi frá fundi með oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps og skólabílstjórum við Laugargerðisskóla um skólaakstur skólarárið 2011-2012. Samþykkt að framlengja samninga við skólabílstjóra, skólaárið 2011-2012.
15. Oddstaðarétt
Rætt um framkvæmdir við Oddstaðarétt.
16. Framlögð mál
a. Fundargerðir byggingarnefndar við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 13.00