Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

202. fundur 25. ágúst 2011 kl. 08:30 - 08:30 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 202 Dags : 25.08.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Birnu Konráðsdóttur
Framlagt erindi frá Birnu Konráðsdóttur þar sem hún óskar eftir að segja sig úr fjallskilanefnd Borgarhrepps- Stafholtstungna og Norðurárdals.
Byggðarráð samþykkti úrsögn Birnu.
2. Starfsmannamál
Framlagt minnisblað um starfsmannafundi, starfslýsingar og starfsmannasamtöl hjá Borgarbyggð.
Byggðarráð leggur áherslu á að forstöðumenn fylgi starfsmannastefnu, ljúki gerð starfslýsinga og hafi starfsmannaviðtöl með reglubundnum hætti.
3. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hitaveitulagnar
Framlögð umsókn frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hitaveitulagnar frá Mið-Fossum að Hesti.
Samþykkt að veita framkvæmdaleyfið.
4. Nýting vindorku
Framlögð drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um nýtingu vindorku í Borgarbyggð.
Samþykkt að tilnefna Sigurð Guðmundsson og Unnstein Elíasson í vinnuhópinn.
5. Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða
Framlögð tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Óskað er eftir umsögn Borgarbyggðar um tillöguna.
Samþykkt að óska eftir umsögnum frá umhverfis- og skipulagsnefnd, Borgarfjarðarstofu og landbúnaðarnefnd um tillöguna.
6. Erlend lán Borgarbyggðar
Framlagður endurútreikningur Arion-banka á láni Borgarbyggðar nr. 9205 sem tekið var í erlendri mynt.
Samþykkt að óska eftir fundi með útibústjóra Arion-banka í Borgarnesi um málið.
7. Málefni leikskóla
Framlagður tölvupóstur frá trúnaðarmanni leikskólakennara í Borgarbyggð þar sem þakkað er fyrir viðbrögð sveitarstjórnar við fyrirhuguðu verkfalli leikskólakennara.
Byggðarráð lýsir ánægju með að kjaradeilda við leikskólakennara hafi leyst.
8. Umsókn um nafnbreytingu á húsi
Framlagt erindi frá Guðrúnu J. Magnúsdóttur þar sem hún óskar eftir að breyta nafni á húsi sínu í Bæjarsveit úr Bær 1B í Smábær. Erindið er í bundnu máli.
Byggðarráð samþykkti erindið með eftirfarandi hætti:
Gott er að hugsa heldur smátt
og hagræða á krepputímum.
Viljum gjarnan vera í sátt
og verða við óskum þínum.
9. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Framlagt yfirlit yfir framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Borgarbyggðar.
10. Jarðir í eigu Borgarbyggðar
Rætt um jarðir í eigu Borgarbyggðar.
11. Íþróttamiðstöðvar í Borgarbyggð
Framlagt minnisblað fræðslustjóra og forstöðumanns íþróttamannvirkja um öryggismál í íþróttamiðstöðvum í Borgarbyggð.
Byggðarráð þakkar fyrir upplýsingarnar og vísar minnisblaðinu til umfjöllunar í tómstundanefnd með óskum um tillögur um úrbætur.
12. Skólaakstur
Framlagt erindi frá Jóhanni Pálssyni þar sem hann óskar eftir heimild til að framselja samning sinn um skólaakstur við Grunnskólann í Borgarnesi til Sigurbjörns Garðarsonar.
Byggðarráð samþykkti erindið. Jóhanni er þakkað fyrir langt og farsælt starf við skólaakstur í Borgarbyggð.
13. Umhverfismál
Framlagt minnisblað um viðhald og framkvæmdir við stíga og gangstéttar í Borgarnesi og á Hvanneyri.
14. Samkomulag við Háskólann á Bifröst
Framlögð endurskoðuð drög að samkomulagi við Háskólann á Bifröst um afslátt á þjónustukaupum hjá skólanum.
Á fundinn mætti Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans á Bifröst.
Gerðar voru breytingar á samkomulaginu og það þannig samþykkt.
15. Landsmót UMFÍ
Framlagt erindi frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar þar sem óskaði er eftir stuðningi Borgarbyggðar við umsókn sambandsins um að vera mótshaldari fyrir Landsmót UMFÍ 50+ árið 2012.
Samþykkt að óska eftir að fulltrúi Ungmennasambandsins komi á næsta fund byggðarráðs til viðræðna um málið.
16. Framlögð mál
a. Fundargerð frá 89. fundi stjórnar Faxaflóahafna.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,00.