Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 204
Dags : 14.09.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan liðir nr. 1 - 3 voru ræddir.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Tjaldsvæði í eigu Borgarbyggðar
Framlagt minnisblað forstöðumanns umhverfis- og skipulagssviðs um rekstur tjaldsvæða í eigu Borgarbyggðar sumarið 2011.
2. Umsagnir umhverfis- og skipulagsnefndar
Framlagðar umsagnir umhverfis- og skipulagsnefndar um erindi sem byggðarráð hefur vísað til nefndarinnar.
Samþykkt var að óska eftir tillögu frá umhverfis- og skipulagssviði að gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi við malartekju.
3. Umferðaröryggismál
Rætt um umferðaröryggi við þjóðveg 1 í gegnum Borgarnes.
4. Borgarfjarðarstofa
Framlagðar skýrslur sem unnar voru af vinnuhópum fyrir Borgarfjarðarstofu um atvinnu- og markaðsmál í Borgarbyggð.
Byggðarráð óskar eftir nánari upplýsingum varðandi kostnað við að færa til tæki til að nota í tilraunaeldhúsi og einnig var óskað eftir tillögum frá SSV um fyrirkomulag á verkefninu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að undirbúa kynningu á Hjálmakletti í samræmi við tillögur vinnuhóps.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að láta auglýsa til leigu það húsnæði sem laust er í Brákarey.
Samþykkt var að fela umhverfis- og skipulagssviði að fylgja eftir tillögum um aðgerðir í umhverfismálum í Brákarey.
Samþykkt að fela sveitarstjóra gera drög að samkomulagi við hollvini Grímshúss.
5. Netalagnir í landi Borgarbyggðar
Framlögð drög að samkomulagi um nýtingu netalagna fyrir landi Borgarbyggðar við Borgarnes.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera breytingar á samkomulaginu og leggja fram á næsta fundi byggðarráðs.
6. Fjallskilamál
Á 79. fundi sveitarstjórnar var svohljóðandi tillögu Finnboga Leifssonar vísað til byggðarráðs:
„Sveitarstjórn samþykkir aukaframlag kr. 210.000 til fjallskilamála haustið 2011.“
Tillagan var samþykkt með 2 atkv. 1 (GJ) sat hjá.
7. Lán hjá Arion-banka
Rætt um stefnu Borgarbyggðar á hendur Arion-banka til lækkunar á höfuðstól láns.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúa Veritas-lögmanna vegna málsins.
8. Fjárhagsáætlun 2012
Framlögð tekjuáætlun fyrir árið 2012. Jafnframt eru framlagðar þróunaráætlanir stofnana fyrir árið 2012.
9. Sóknaráætlun 2020
Framlagðar tillögur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um verkefni á Vesturlandi í tengslum við Sóknaráætlun 20/20.
10. Faxaflóahafnir
Framlögð greinargerð vegna endurskoðunar á fjárhagsáætlun Faxaflóahafna á árinu 2011 og fundargerð stjórnar frá 9. september.
11. Sérfræðiþjónusta í skólamálum
Framlagt minnisblað yfir breytingar á stöðugildum í sérfræðiþjónustu.
12. Snorrastofa
Rætt um fjárveitingar Borgarbyggðar til Snorrastofu.
13. Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi
Framlagt yfirlit yfir aðsóknartölur í íþróttamiðstöðina í Borgarnesi.
14. Erindi frá sóknarnefnd Kolbeinsstaðakirkju
Framlagt erindi frá Kolbeinsstaðasókn vegna lagfæringar og stækkunar á kirkjugarði.
Samþykkt að vísa erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2012 og umhverfis- og skipulagssviði falið að fara yfir hver hlutur sveitarfélagsins sé í verkefninu.
15. Almenningssamgöngur
Framlagt erindi frá SSV um samning við Vegagerðina um almenningssamgöngur.
Samþykkt að heimila SSV að halda áfram vinnu við samningsgerðina.
16. Fundarboð á aðalfund SSV
Framlagt fundarboð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn verður í Borgarnesi 30.09. og 01.10. 2011.
17. Vatnsveitur
Rætt um mögulega yfirtöku Borgarbyggðar á Vatnsveitu Bæjarsveitar frá Orkuveitu Reykjavíkur.
Rætt um gæði vatns úr Grábrókarveitu. Byggðarráð ítrekar fyrri beiðni um að farið verði í nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja gæði vatns frá veitunni.
18. Framlögð mál
a. Fundargerðir byggingarnefndar við hjúkrunarálmu DAB 31.08. og 07.09.11.
b. Bréf um uppgjör á framlagi Jöfnunarsjóðs vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2011
c. Fundargerðir frá 158. og 159. stjórnarfundi hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 20,30.