Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

206. fundur 29. september 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 206 Dags : 29.09.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Menningarráð Vesturlands
Framlagt erindi frá Menningarráði Vesturlands vegna umsókna um styrki fyrir árið 2012 sem og fundargerðir frá 56. og 57. fundi ráðsins.
Samþykkt að vísa erindinu til Borgarfjarðarstofu.
2. Fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Framlagt fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem fram fer miðvikudaginn 12. október í Reykjavík.
Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri verður fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
3. Nýbúaráð
Framlögð fundargerð frá fundi Nýbúaráðs.
Samþykkt að sömu fulltrúar sitji áfram í ráðinu af hálfu sveitarfélagsins en það eru Guðrún Vala Elísdóttir, Agnieszka Wrona og Masena Ewa Dukarska.
4. Stofnun lóða
Framlögð erindi vegna stofnunar lóða í Borgarbyggð;
 
a. Brynjólfur Guðmundsson sækir um stofnun 2.500 m² lóðar í landi Hlöðutúns undir íbúðarhús og vélageymslu.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
 
b. Þorleifur Geirsson og Katrín Magnúsdóttur sækja um stofnun 10.000 m² lóðar í landi Gilsbakka.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
 
c. Unnsteinn Snorri Snorrason sækir um stofnun tveggja lóða í landi Syðstu-Fossa. Lóð A er 4.141 m² að stærð og lóð B er 3.596 m² að stærð.
Byggðarráð samþykkti að lóðirnar verði stofnaðar.
 
d. Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir sækir um stofnun 61.683 m² lóðar í landi Laxholts.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
5. Aðalfundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund Reiðhallarinnar Vindási ehf sem fram fer fimmtudaginn 6. október 2011 í Borgarnesi.
Samþykkt að Eiríkur Ólafsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
6. Vatnsveitur
Rætt um yfirtöku Borgarbyggðar á Vatnsveitu Bæjarsveitar frá Orkuveitu Reykjavíkur.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Orkuveituna um vatnsveituna.
7. Erindi frá Lyfjastofnun
Framlagt erindi frá Lyfjastofnun þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar um ósk Lyfju að stytta opnunartíma lyfjabúðar í Borgarnesi. Í breytingu felst að búðin opni virka daga kl.10.00 í stað þess að opna kl. 09.00.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um erindið.
8. Fjármál sveitarfélaga
Framlagt bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga um fjárhagsstöðu sveitarfélaga á árinu 2010.
9. Hækkun leigugjalds á landi í eigu ríkisins.
Framlögð bréf frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða hækkun leigugjalds á jörðunum Kleppjárnsreykjum og Grísatungu sem Borgarbyggð leigir af ríkinu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
10. Fitjar 2
Framlögð teikning af lóðinni Fitjar 2 sem sýnir fyrirhugað skipulag lóðarinnar, sem Bílasalan Geisli hefur látið hanna.
Samþykkt að óska eftir minnisblaði frá umhverfis- og skipulagssviði varðandi skipulag lóðarinnar.
11. Snjómokstur í Borgarbyggð
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og lagði fram gögn vegna verðkönnunar á snjómokstri.
Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
12. Snorrastofa
Á fundinn mættu Björn Bjarnason og Jóhannes Stefánsson fulltrúar Borgarbyggðar í stjórn Snorrastofu ásamt Bergi Þorgeirssyni framkvæmdastjóra og Geir Waage stjórnarmanni til viðræðna um starfsemi Snorrastofu og fjárveitingar Borgarbyggðar til stofnunarinnar.
13. Umferðaröryggismál í Borgarbyggð
Á fundinn mætti Magnús Valur Jóhannsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar til viðræðna um umferðaröryggismál í Borgarbyggð.
Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
14. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og lagði fram yfirlit um rekstur Borgarbyggðar fyrstu 7 mánuði ársins 2011. Einnig var rætt um endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2011.
15. Fjárhagsáætlun 2012
Rætt um tillögu að skiptingu fjárveitinga niður á málaflokka í fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.
16. Beiðni um launalaust leyfi
Framlögð beiðni leikskólakennara í Andabæ um launalaust leyfi í eitt ár frá og með 01. október n.k.
Erindið hefur verið tekið fyrir í fræðslunefnd sem mælir með að leyfið verði veitt.
Byggðarráð samþykkti að leyfið verði veitt.
17. Smölun í Syðri-Hraundal
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við hestamannafélagið Skugga um smölun á landi Syðri-Hraundals.
Silja Steingrímsdóttir nemi í opinberri stjórnsýslu sat fundinn sem gestur.
Sveitarstjóri vék af fundi áður en fundargerð var lesin upp.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 13,10.