Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 208
Dags : 11.10.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Félagslegar íbúðir
Framlagt yfirlit yfir félagslegar íbúðir í eigu Borgarbyggðar.
Lögð voru fram drög að tilboði í kaup á íbúð í Borgarnesi sem greidd yrði með annarri íbúð að hluta til.
Byggðarráð samþykkti að gert verði tilboð í íbúðina.
2. Leikskólinn Hraunborg
Framlagt erindi frá leikskólastjóra og meðstjórnanda Hjallastefnuleikskólans Hraunborgar á Bifröst dags. 07.10.11 um húsnæðismál skólans sem og inntökualdur barna í leikskólann.
Samþykkt að fela sveitarstjóra og fræðslustjóra að ræða við bréfritara.
3. Orkuveita Reykjavíkur
Framlagt erindi frá fjármálastjóra Reykjavíkurborgar þar sem kynnt er niðurstaða borgarráðs varðandi fyrirkomulag á ábyrgðargreiðslum til Orkuveitu Reykjavíkur, en óskað er eftir kostnaðarþátttöku annarra eigenda við úttekt á áhættusjónarmiðum við veitingu ábyrgðar og eftirliti með greiðsluhæfi fyrirtækisins.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
4. Öryggismál á vinnustöðum Borgarbyggðar
Framlagt minnisblað frá umhverfis- og skipulagssviði vegna öryggismála á vinnustöðum Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að óska eftir verðtilboði í samræmi við minnisblaðið.
5. Erindi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands
Framlagt erindi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands sem óskað er eftir stuðningi til tækjakaupa á árinu 2012.
Samþykkt að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2012.
6. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011
Framlögð tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.
Samþykkt að vísa tillögunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
7. Fjárhagsáætlun 2012
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.
8. Verðkönnun
Rætt var um fyrirhugaða verðkönnun eignasjóðs vegna viðhaldsverkefna fyrir Borgarbyggð.
9. Vatnsveita Varmalands
Framlagt erindi umhverfis- og skipulagssviðs um viðgerð á stofnæð og dreifikerfi Vatnsveitu Varmalands. Áætlaður kostnaður er um 1.100 þús króna.
Samþykkt að láta framkvæma verkið en umhverfis- og skipulagssviði falið að leita leiða til að draga úr kostnaði. Einnig var samþykkt að kostnaður færist inn í endurskoðaða fjárhagsáætlun 2011.
10. Framlögð mál
a. Fundargerð frá 58. fundi Menningarráðs Vesturlands
b. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna Kvennafrídagsins 25. október n.k.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 19,50.