Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 209
Dags : 27.10.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Varafulltrúi: Dagbjartur I. Arilíusson
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Róbert Ágústssyni
Framlagt erindi frá Róbert Ágústssyni dagsett 16.10. 2011 þar sem óskað er eftir að sumarhúsalóð í landi Jarðlangstaða verði breytt í íbúðarhúsalóð.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.
2. Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd
Framlagt bréf frá fjárlaganefnd Alþingis dags. 05.10.11 þar sem boðið er upp á fundi sveitarstjórna með fjárlaganefnd, auk þess sem kynnt er breytt fyrirkomulag um úthlutanir styrkja á safnliðum á fjárlögum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með fjárlaganefnd.
3. Umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands
Framlögð umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands dags. 14.10.11 um stofnun lögbýlis í Stapaseli í Borgarbyggð. Í umsögninni kemur fram að Búnaðarsamtökin mæla með að umsókn um lögbýli verði samþykkt.
Byggðarráð samþykkti fyrir sitt leyti að lögbýlið verði stofnað.
4. Orkuveita Reykjavíkur
Sveitarstjóri greindi frá fundi þar sem kynnt var niðurstaða borgarráðs Reykjavíkur varðandi fyrirkomulag á ábyrgðargreiðslum til Orkuveitu Reykjavíkur, en óskað er eftir kostnaðarþátttöku annarra eigenda við úttekt á áhættusjónarmiðum við veitingu ábyrgðar og eftirliti með greiðsluhæfi fyrirtækisins.
Byggðarráð samþykkti að taka þátt í kostnaði við úttektina í hlutfalli við eignarhluta í Orkuveitunni.
5. Umsagnir umhverfis- og skipulagsnefndar
Framlagðar umsagnir umhverfis- og skipulagsnefndar vegna erinda sem byggðarráð hefur sent nefndinni.
a) Umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða og gerir nefndin ekki athugasemdir við ályktunina.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að gera tillögu að umsögn Borgarbyggðar um þingsályktunina.
b) Upplýsingar um kostnað og sorpmagn í sveitarfélaginu.
Erindið hefur verið afgreitt á fundi sveitarstjórnar.
6. Starfsmannamál
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra varðandi starfsmannamál.
Samþykkt að fresta afgreiðslu og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
7. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd
Framlagt bréf frá Umhverfisstofnun dags. 21.10.11 þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd fyrir svæði 4.
Samþykkt að Ragnar Frank Kristjánsson verði fulltrúar Borgarbyggðar í nefndinni.
8. Fjallskilamál
Framlagt erindi frá Sigurði Hallbjörnssyni þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum í fjallskilanefnd Kolbeinstaðarhrepps.
Byggðarráð fellst á beiðnina og var samþykkt að Jónas Jóhannesson taki sæti Sigurðar í nefndinni.
Lagt var fram erindi frá afréttarnefnd Oddstaðarréttar dags. 13.10.11 þar sem farið er fram á að fjallskilasjóður Oddstaðaréttar verði gerður upp frá sameiningu Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að athuga hvernig hægt sé að verða við erindinu.
9. Öryggismál á vinnustöðum Borgarbyggðar
Á fundinn mættu Jökull Helgason og Kristján F. Kristjánsson frá umhverfis og skipulagssviði til viðræðna um kostnað vegna vinnu við öryggismál á vinnustöðum Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að afla frekari upplýsinga.
10. Brákarbraut 25
Rætt um útleigu á Brákarbraut 25 og heimsókn sveitarstjórnar í matvælafyrirtækið Árla sem starfrækt er í húsinu, en starfsemi fyrirtækisins er vaxandi og því hefur það falast eftir meira rými.
Fyrir liggur beiðni frá aðila um leigu á frystihúsinu í Brákarey en samþykkt var að leigja það ekki út að sinni.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram frekari upplýsingar um fasteignir Borgarbyggðar í Brákarey.
11. Fjárhagsáætlun 2012
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.
Framlögð gögn vegna viðhaldsverkefna eignasjóðs, viðhalds gatna og gangstétta og samantekt vegna nýframkvæmda.
Samþykkt að umhverfis- og skipulagssvið leggi fram kostnaðarmat á viðhaldi gatna og gangstétta.
Rætt var um viðhald fasteigna og er gert ráð fyrir að 30 millj króna verði varið í það á árinu 2012.
Jökull og Kristján Finnur viku af fundi.
12. Rekstur Borgarbyggðar árið 2011
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og lagði fram yfirlit yfir rekstur Borgarbyggðar fyrstu 9 mánuði ársins 2011.
Samþykkt að óska eftir yfirliti frá félagsmálastjóra um hver sé ástæða aukins kostnaðar við félagslega aðstoð.
13. Opnunartími sundlaugar
Framlögð beiðni forstöðumanns íþróttamannvirkja um lengingu opnunartíma sundlaugar í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi til kl. 22,00.
Samþykkt að verða við beiðninni.
14. Stofnun lóðar
Framlögð beiðni Traust ehf um stofnun 3.894 m² lóðar úr landi Lækjarkots í Borgarbyggð. Lóðin ber nafnið Lækjarkotsverk.
Samþykkt að verða við beiðninni.
15. Framlögð mál
a. Tilkynning um aðilaskipti að jörðinni Laugarholt í Borgarbyggð
b. Fundargerðir frá 161. og 162. fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
c. Fundargerð frá 91. fundi stjórnar Faxaflóahafna sf.
d. Ársskýrsla Landbúnaðarsafns Íslands
e. Bréf þar sem kynnt er hugmynd að stofnun samvinnufélags um leigumarkað
f. Fundargerðir frá fundum í byggingarnefnd DAB 12.10.11 og 19.10.11.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,25