Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

211. fundur 10. nóvember 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 211 Dags : 10.11.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:
Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Framlagt erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 04.11. 2011 þar sem kynnt er framlag sjóðsins til Borgarbyggðar vegna samkomulags um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda.
2. Erindi frá Golfklúbbi Borgarness
Framlagt erindi frá Golfklúbbi Borgarness dagsett 05.11. 2011 þar sem óskað er eftir því að farið verði í viðhald á húsinu að Hamri árið 2012, en húsið er í eigu Borgarbyggðar sem leigir það til Golfklúbbs Borgarness.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Golfklúbbsins um erindið.
3. Erindi frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar
Framlagt bréf frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar dags 03.11.11 þar sem óskað er eftir styrk frá Borgarbyggð árið 2012 að upphæð kr.350 pr íbúa.
Vísað til umsagnar tómstundanefndar.
4. Erindi frá Ungmennafélaginu Dagrenningu
Framlagt bréf frá Ungmennafélaginu Dagrenningu þar sem kynnt er staðan við endurbætur á félagsheimilinu Brautartungu, auk þess sem minnt er á eldra erindi um stuðning við endurbætur hússins.
Vísað til umsagnar Borgarfjarðarstofu.
5. Grábrókarveita
Framlögð fyrirspurn frá Kristjáni Rafni Sigurðssyni f.h. Eðalfisks þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til aðgerða Orkuveitu Reykjavíkur til að auka gæði vatns úr Grábrókarveitu.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir skýrslu frá Orkuveitu Reykjavíkur um þær aðgerðir sem farið hefur verið í til að auka gæði vatnsins.
6. Umsókn um stofnun lóðar
Framlögð umsókn um stofnun lóðar undir vélaskemmu í landi Nýja-Bæjar, en lóðin er 878 m² að stærð.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og sat fundinn á meðan liðir nr. 7 - 9 voru ræddir.
7. Erindi frá sóknarnefnd Borgarneskirkju
Framlagt erindi frá sóknarnefnd Borgarneskirkju dags. 01.11.11 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi og stuðningi við stækkun kirkjugarðsins í Borgarnesi.
Samþykkt að fela skipulags- og umhverfissviði að afla frekari upplýsinga.
8. Skipulagsmál
Rætt um ágreining sem er um skipulagsmál í Selási í landi Ánabrekku.
Byggðarráð fer fram á að reynt verði að ná sátt í málinu sem allra fyrst.
9. Snjómokstur
Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs kynnti gögn sem bárust í verðkönnun á snjómokstri í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að fela umhverfis- og skipulagssviði að ganga til samninga við HS-verktak sem var með lægsta verðið.
10. Öldrunarþjónusta
Framlögð skýrsla vinnuhóps um skipulag öldrunarþjónustu í Borgarbyggð, en í vinnuhópnum voru fulltrúar frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppi, Skorradalshreppi og Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
Samþykkt að vísa skýrslunni til velferðarnefndar.
11. Fjárhagsáætlun 2012
Á fundinn mættu Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri
Framlögð drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.
Ákveðið að vinna áfram með áætlunina og leggja hana fram á vinnufundi sveitarstjórnarmanna n.k. mánudag.
12. Menntaskóli Borgarfjarðar
Sveitarstjóri greindi frá fundi með stjórnarformanni og skólameistara Menntaskóla Borgarfjarðar. Á þeim fundi kom fram að verið er að vinna við þjónustusamning á milli skólans og mennta- og menningarráðuneytisins en í honum er gert ráð fyrir lækkun húsnæðisframlags ráðuneytisins til skólans.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með mennta- og menningarráðherra um málið.
13. Framlögð mál
a.Yfirlit yfir kostnað vegna fjárhagsaðstoðar s.l. þrjú ár.
b.Fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Gljúfurár 10. nóvember.
Samþykkt að Ingibjörg Daníelsdóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Silja Steingrímsdóttir nemi í opinberri stjórnsýslu sat fundinn sem gestur.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,50.