Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

212. fundur 24. nóvember 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 212 Dags : 24.11.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar:
Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi:Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri:Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Framlögð staðfest áætlun vegna úthlutunar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á tekjujöfnunarframlagi, en samkvæmt áætlun sjóðsins er gert ráð fyrir að Borgarbyggð fái kr.24.883.647 í framlag á árinu. Í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2011 var ekki gert ráð fyrir þessu framlagi.
2. Erindi frá Stígamótum
Framlagt erindi frá Stígamótum þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við rekstur þeirra á árinu 2012.
Samþykkt að óska eftir umsögn velferðarnefndar um erindið.
3. Erindi frá Ólöfu Davíðsdóttur
Framlagt bréf dagsett 03.11. 2011 frá Ólöfu Davíðsdóttur þar sem hún óskar eftir samstarfi við Borgarbyggð um þjónustu við atvinnuleitendur, öryrkja, fatlaða og eldri borgara varðandi námskeiðahald í vinnustofu hennar í Brákarey.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða bréfritara.
4. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Framlagt bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands dags. 02.11.11 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélaga á starfssvæðinu til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012. Einnig var framlögð fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 31.10.11.
Byggðarráð frestaði afgreiðslu og var samþykkt að óska eftir að formaður heilbrigðisnefndarinnar komi á fund byggðarráðs til viðræðna um erindið.
5. Bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga.
Framlagt bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga dagsett 09.11. 2011 þar sem fram koma viðbrögð nefndarinnar við endurskoðaðri fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2011. Niðurstaða nefndarinnar er að aðhafast ekki frekar í málefnum Borgarbyggðar að svo stöddu, en nefndin ítrekar varnaðarorð sín um skuldstöðu sveitarfélagsins.
6. Fjallskilasjóðir
Framlagt minnisblað frá skrifstofustjóra um rekstur fjallskilasjóða í Borgarbyggð. Einnig var lagt fram minnisblað frá Dagbjarti Arilíussyni um samræmingartillögur í afréttar- og fjallskilamálum.
Samþykkt að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa ásamt skrifstofustjóra að vinna áfram að málinu og meta tillögur um málið sem fram komu á fundi fjallskilanefnda 18. nóv. s.l. Einnig var þeim falið að kanna fyrirkomulag hjá öðrum sambærilegum sveitarfélögum.
7. Erindi frá Gunnari V. Valdimarssyni
Framlagt erindi dagsett 21.11. 2011 frá Gunnari V. Valdimarssyni þar sem hann óskar eftir heimild til að flytja lögheimili í sumarhús nr. 9 í Bjarnastaðalandi. Auk þess er lagt fram erindi frá sama aðila vegna fasteignaskatts.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.
8. Örorkuvinnusamningar
Framlagt bréf frá félagsmálastjóra dags. 10.11.11 vegna bókunar kostnaðar við örorkuvinnusamninga.
Byggðarráð samþykkti að framlag sveitarsjóðs verði bókað á einn sameiginlegan lið undir félagsþjónustu.
9. Samningur um tjaldsvæði á Granastöðum
Framlögð drög að samningi við Tourist oneline ehf. um rekstur tjaldsvæðis á Granastöðum.
Byggðarráð lagði til að gerðar verði breytingar á samningnum og samþykkti hann með áorðnum breytingum.
10. Brákarey
Framlögð fundargerð frá íbúafundi Neðribæjarsamtakanna dags. 15.11.11. Jafnframt fylgir fundargerðinni áskorun til sveitarstjórnar um að unnið verði nýtt deiliskipulag fyrir Brákarey.
Byggðarráð þakkar Neðribæjarsamtökunum fyrir að standa fyrir fundinum.
Samþykkt var að vísað hugmyndum um nýtt deiliskipulag til umhverfis- og skipulagsnefndar og fundargerðinni að öðru leiti til stjórnar Borgarfjarðarstofu.
11. Syðri-Hraundalur
Rætt um sölu jarðarinnar Syðri-Hraundals sem er í eigu Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að setja jörðina Syðri-Hraundal, neðan fjallgirðingar, í sölumeðferð.
12. Félagslegar íbúðir
Rætt um sölu á félagslegum íbúðum í Borgarnesi og á Árbergi.
Samþykkt að auglýsa félagslega íbúð að Árbergi til sölu.
13. Gæludýraeftirlit
Framlagt minnisblað frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa dags. 21.11.11 um gæludýraeftirlit.
Byggðarráð samþykkti tillögu umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um breytingar í starfsmannamálum við gæludýraeftirlit. Geirlaug sat hjá við afgreiðslu.
14. Fólkvangurinn í Einkunnum
Framlagt erindi frá umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum dags. 21.11.11 þar sem óskað er eftir framlagi til uppbyggingar á salernisaðstöðu í fólkvanginum.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu á árinu 2012 en leggur til að það verði tekið fyrir þegar langtímaáætlun verður rædd.
15. Erindi frá sveitarstjórn
Eftirtöldum erindum var vísað frá sveitarstjórn til byggðarráðs:
a. Umhverfisvottun Vesturlands
Byggðarráð samþykkti að láta kostnaðarmeta að Borgarbyggð taki þátt í Earth Check verkefninu.
b.Kirkjugarðurinn í Borgarnesi
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn kirkjugarðsins.
c.Yfirvinnukostnaður hjá Borgarbyggð
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að leggja fram minnisblað um yfirvinnu starfsmanna.
16. Fjárhagsáætlun 2012
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi.
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir tillögum sem komið hafa fram um breytingar á þeirri áætlun sem lögð var fram til fyrri umræðu.
Rætt var um gjaldskrár og var rætt um að setja eftirfarandi breytingar inn í þær og leggja þannig fyrir næsta fund byggðarráðs:
Gjaldskrá um sorpgjald hækkar um 5% og gjaldskrá vegna móttöku- og flokkunarstöðvar hækkar í takt við vísitöluhækkun.
Gjaldskrá fyrir rotþróahreinsun hækkar í takt við vísitölu en gjald fyrir aukalosunarferð verður kr. 50.000 auk þess sem þar bætist við km gjald.
Hámarksgjald vatnsgjalds í Vatnsveitu Álftaneshrepps hækkar í kr. 25.000
Gjaldskrá íþóttamiðstöðva hækkar um 5%
Gjaldskrá leikskóla hækkar um 3%. Geirlaug lýsti andstöðu við hækkunina.
Geirlaug vék af fundi.
Gjaldskrá fyrir mötuneyti grunn- og tómstundaskóla hækkar um 5%.
Gjaldskrá tónlistarskólans hækkar um 10% um áramót og aftur um 10% fyrir haustönn .
Í gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald verður leyfisgjald fyrir hunda kr. 11.500 og ketti kr. 5.800.
Handsömunargjald fyrir óskráða hunda verður kr. 18.200 og óskráða ketti kr. 11.700.
Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu hækkar um 5%
Stofngjald fyrir tengingu fráveitu verður kr. 570.000
Ákveðið var að fresta ákvörðun um álagningu fasteignaskatts og lóðaleigu til næsta fundar en samþykkt var að gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2012 verði 10.
Samþykkt var að tekjumörk vegna afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti hækki um 9,5% sem tekur mið af lágmarkstekjum sem Tryggingastofnun tryggir elli- og örorkulífeyrisþegum.
Framlögð var fundargerð eldriborgararáðs frá 23.11.11 þar sem m.a. var fjallað um fyrirhugaðar hækkanir á þjónustugjöldum.
Samþykkt var að fela fræðslunefnd að skipa vinnuhóp til að meta kosti og galla þess að flytja starfsemi leikskólans á Hnoðrabóli að Kleppjárnsreykjum.
Rætt var um að halda almennan íbúafund til að kynna fjármál sveitarfélagsins 11. janúar n.k.
17. Rekstur Borgarbyggðar árið 2011
Fjármálafulltrúi lagði fram yfirlit um rekstur Borgarbyggðar fyrstu 10 mánuði ársins 2011.
Geirlaug kom aftur á fundinn.
18. Jólaskreytingar
Borist hafa ábendingar frá íbúum og þjónustuaðilum um jólaskreytingar Borgarbyggðar fyrir næstu jól.
Rætt var um möguleika á að auka skreytingar frá því sem ákveðið var í fjárhagsáætlun ársins 2011.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við þjónustuaðila.
19. Rafmagnsmál
Framlagður var tölvupóstur frá forstöðumanni Snorrastofu í Reykholti varðandi rafmagnsbilanir í uppsveitum Borgarfjarðar og þau óþægindi sem þær valda.
Samþykkt að óska eftir fundi með forsvarsmanni Rarik um þessi mál og fleiri sem tengjast starfsemi fyrirtækisins.
20. Fundur orkusveitarfélaga
Sveitarstjóri sagði frá fundi um stofnun samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður 25. nóvember n.k.
21. Framlögð mál
a.Fundargerð frá 92. fundi stjórnar Faxaflóahafnar
b.Fundargerð frá 163., 164. og 165. fundi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,15.