Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

215. fundur 22. desember 2011 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 215 Dags : 22.12.2011
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Ingimundi Grétarssyni
Framlagður tölvupóstur dags. 18.12.11 frá Ingimundi Grétarssyni vegna lóðarinnar að Brákarbraut 11.
Byggðarráð áréttar að varðandi eignarnámsmál hefur sveitarstjóri unnið skv ákvörðun byggðarráðs 17. mars og sveitarstjórnar 14. apríl 2011. Varðandi breytingar á deiliskipulagi í gamla miðbænum beinir byggðarráð því til umhverfis- og skipulagsnefndar að málið verði tekið fyrir sem fyrst.
Geirlaug vék af fundi meðan þessi liður var afgreiddur vegna tengsla við aðila málsins.
2. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um fyrirhugaðan eigendafund í Orkuveitu Reykjavíkur.
Jafnframt var framlagt bréf frá Orkuveitunni dags. 09.12.11 varðandi auglýsingu á gjaldskrá fráveitu.
Byggðarráð samþykkti að heimila Orkuveitunni að birta auglýsingar um gjaldskrá fráveitu í Borgarbyggð.
3. Eignasjóður
Á fundinn mættu Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og Kristján Finnur Kristjánsson verkefnisstjóri eignasjóðs og kynntu greinargerð um viðhaldsþjónustu eingasjóðs og tillögu að samningum við verktaka.
Samþykkt að fela Jökli og Kristjáni að vinna áfram að verkefninu.
4. Bréf frá Félagi leikskólakennara
Framlagt bréf frá Félagi leikskólakennara dags. 30.11.11 þar sem óskað er upplýsinga frá sveitarfélögum á Vesturlandi vegna aukins álags á starfsfólk.
Samþykkt að vísa erindinu til fræðslunefndar og fræðslustjóra.
5. Gjaldskrá íþróttamiðstöðva
Rætt um aldursskiptingu í gjaldskrá íþróttamiðstöðva.
Byggðarráð samþykkti að aldurskipting gjaldskrár í sund verði 0 - 5 ára, 6 - 15 ára og 16 ára og eldri nema hvað eldri borgarar eru með sérstakan afslátt. Tómstundanefnd var falið að fara yfir aðra liði gjaldskrárinnar.
6. Ferðaþjónusta fatlaðra og aldraðra
Rætt um tillögu að nýjum reglum um ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra í Borgarbyggð.
Samþykkt að ræða við Dvalarheimili aldraðra um ferðaþjónustuna.
7. Þriggja ára áætlun
Rætt um þriggja ára áætlun Borgarbyggðar 2013 - 2015.
Lagður fram listi um fasteignir Borgarbyggðar.
8. Yfirlit um rekstur
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og lagði fram yfirlit um rekstur Borgarbyggðar 11 mánuði ársins 2011.
Samþykkt var að fela skrifstofustjóra að leggja fram sundurliðun á þjónustukaupum sem færður er á sameiginlegan kostnað.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að leggja fram sundurliðun á kostnaði við aðalskipulag og deiliskipulag.
9. Framlögð mál
a.Fundargerð frá 93. fundi í stjórn Faxaflóahafna.
b.Ályktun frá Félagi tónlistakennara gegn niðurskurði í tónlistarskólum.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt .
Fundi slitið kl. 10,55.