Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

216. fundur 05. janúar 2012 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 216 Dags : 05.01.2012
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Orkuveita Reykjavíkur
Framlagt fundarboð á eigendafund í Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn verður 05. janúar 2012.
2. Grábrókarveita og Vatnsveita Bæjarsveitar
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra um Grábrókarveitu og Vatnsveitu Bæjarsveitar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að skrifa Orkuveita Reykjavíkur og fara fram á að stöðug gæði og hreinleiki vatns úr Grábrókarveitu verið tryggð.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga varðandi Vatnsveitu Bæjarsveitar og aðrar vatnsveitur í Borgarbyggð og leggja fyrir byggðarráð.
3. Tónlistarskóli Borgarfjarðar
Framlagt bréf frá Foreldraráði Tónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem mótmælt er fyrirhuguðum hækkunum á skólagjöldum og niðurskurði á tímafjölda við skólann.
Vísað til fræðslunefndar.
Rætt um gjaldskrá mötuneyta í grunnskólum Borgarbyggðar.
4. Hvítárbakki
Framlagt bréf frá Barnaverndarstofu vegna húsaleigu á Hvítárbakka.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að láta lögfræðing höfða innheimtumál á hendur Barnaverndarstofu vegna ógreiddrar húsaleigu.
5. Þjónustukönnun Capacent
Framlögð þjónustukönnun Capacent, þar sem íbúar í Borgarbyggð ásamt íbúum 14 annarra sveitarfélaga svöruðu spurningum um ýmsa þjónustuþætti í sínum sveitarfélögum.
Samþykkt að vísa könnuninni til umfjöllunar í fagnefndum sveitarfélagsins og óskað eftir að Capacent kynni könnunina fyrir sveitarstjórn og nefndum.
6. Löggæslumál í Borgarbyggð
Á fundinn mættu Stefán Skarphéðinsson sýslumaður og Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn til viðræðna um löggæslu í Borgarbyggð.
Samþykkt var að óska eftir upplýsingum um þróun fjárveitinga til lögregluembættisins í Borgarnesi undanfarin fjögur ár.
7. Almenningssamgöngur
Framlagður samningur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Vegagerðarinnar um umsjón almenningssamgangna á Vesturlandi.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
Byggðarráð skorar á SSV að kynna breytingar sem mest.
8. Efling sveitarstjórnarstigsins á Vesturlandi
Framlögð fundargerð frá fundi í vinnuhópi um eflingu sveitarstjórnarstigsins á Vesturlandi sem haldinn var 19.12.11.
9. Kostnaður við skipulagsmál
Framlagt yfirlit yfir kostnað Borgarbyggðar vegna vinnu við aðalskipulag og deiliskipulag á árinu 2011.
Byggðarráð óskar eftir heildaryfirliti um kostnað við gerð aðalskipulags Borgarbyggðar og samanburð við kostnað annarra sveitarfélaga við aðalskipulagsgerð.
10. Stofnun lóðar
Framlagt erindi frá Kristínu Helgadóttir þar sem hún óskar eftir að stofna 7,17 hektara lóð undir sumarhús úr landi Hrossastapa í Borgarbyggð.
Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
11 Starfsmannamál
Rætt um starfsmannmál.
12. Stjórnendanám
Framlögð kynning á námi fyrir stjórnendur hjá sveitarfélögum, en Háskólinn á Bifröst mun fara af stað með námið í byrjun febrúar.
Geirlaug vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
13. Netalagnir við Borgarnes
Framlagt erindi frá Hreggviði Hreggviðssyni dags. 02.01.12 vegna netalagna við Borgarnes.
Sveitarstjóra var falið að vinna áfram að málinu.
14. Þriggja ára áætlun
Rætt um þriggja ára áætlun Borgarbyggðar 2013 - 2015.
15. Framlögð mál
a. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 16.12.11 vegna skólaaksturs.
b. Fundargerð stjórnar SSV dags. 14.12.11.
c. Fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf. dags. 16.12.11.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,00