Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

217. fundur 19. janúar 2012 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 217 Dags : 19.01.2012
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Brákarbraut 25
Framlagt minnisblað frá fjármálafulltrúa um fasteignina að Brákarbraut 25.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að láta ganga frá samningum við alla aðila sem hafa aðstöðu í húsinu.
2. Orkuveita Reykjavíkur
Sveitarstjóri kynnti umræður og gögn frá fundum vinnuhóps um aðkomu Borgarbyggðar að aðgerðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur.
3. Menntaskóli Borgarfjarðar
Framlögð greinargerð frá KPMG um áhrif þess á reikningsskil Borgarbyggðar ef skólinn verður hluti af samstæðu sveitarfélagsins.
4. Félagsheimili
Framlagðar fundargerðir frá fundum húsnefnda Valfells og Lyngbrekku þar sem m.a. var rætt um nýja gjaldskrá fyrir félagsheimilin.
Byggðarráð samþykkti að félagsheimilin skuli miða við þá gjaldskrá sem Borgarfjarðarstofa lagði til að yrði notuð.
Samþykkt var að fela Borgarfjarðarstofu að ræða við húsnefnd Lyngbrekku um viðhald hússins.
5. Gjaldskrá íþróttamiðstöðva
Framlögð tillaga tómstundanefndar að heildargjaldskrá íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð, auk þess sem lögð var fram breytingartillaga frá Sigríði Bjarnadóttur við tillögu tómstundanefndar.
Byggðarráð samþykkti tillögu tómstundanefndar með áorðnum breytingum.
Geirlaug sat hjá við atkvæðagreiðslu. Gjaldskráin tekur gildi 01.02.12.
6. Búfjáreftirlit
Framlögð fundargerð frá 9. fundi Búfjáreftirlitsnefndar fyrir svæði 5.
7. Þriggja ára áætlun
Rætt um þriggja ára áætlun Borgarbyggðar 2013 - 2015.
8. Ungmennaráð
Framlögð tillaga að endurskoðuðu erindisbréfi ungmennaráðs Borgarbyggðar.
Gerð var breyting á tillögunni og hún þannig samþykkt.
Samþykkt að halda sameiginlegan fund ungmennaráðs og sveitarstjórnar 06. mars n.k.
9. Könnun á kjörum kynjanna hjá Borgarbyggð
Framlögð könnun á kjörum kynjanna hjá Borgarbyggð sem unnin var af félagsmálastjóra í október 2011.
10. Landgræðsla ríkisins
Framlagt erindi frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir þátttöku Borgarbyggðar í verkefninu „Bændur græða landið.“
Vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar.
11. Vatnsveitur í Borgarbyggð
Framlagt minnisblað sveitarstjóra um vatnsveitur í Borgarbyggð.
12. Skýrsla slökkviliðsstjóra
Framlögð skýrsla slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Borgarbyggðar um starfsemina á árinu 2011.
Byggðarráð þakkar skýrsluna.
13. Framlögð mál
a. Fundargerð frá 94. fundi í stjórn Faxaflóahafna.
b. Bréf frá Umferðarstofu vegna snjómoksturs
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,10.