Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 218
Dags : 22.01.2012
Sunnudaginn 22. janúar 2012 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 20:00 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Bjarki Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um mögulega lánveitingu Borgarbyggðar til Orkuveitu Reykjavíkur, en lánveitingin er hluti af aðgerðaráætlun fyrirtækisins sem samþykkt var árið 2011.
Byggðarráð samþykkti að bjóða til sölu hluta af eignarhluta Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum, í samræmi við samþykktir félagsins, til að fjármagna lánveitingu til Orkuveitu Reykjavíkur.
Sveitarstjórnarmennirnir Finnbogi Leifsson og Jóhannes F. Stefánsson sátu fundinn.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin var upplesin og samþykkt
Fundi slitið kl. 21,10.