Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

219. fundur 26. janúar 2012 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 219 Dags : 26.01.2012
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Ingibjörg Daníelsdóttir
Geirlaug Jóhannsdóttir
Varafulltrúi: Dagbjartur I. Arilíusson
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður G. Bjarnadóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Starfsmannamál
Rætt um laun starfsmanna hjá Borgarbyggð og lagðar fram upplýsingar sem borist hafa um launakjör starfsmanna hjá öðrum sveitarfélögum.
2. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um lánveitingu Borgarbyggðar til Orkuveitu Reykjavíkur sem er hluti að aðgerðaráætlun fyrirtækisins.
Samþykkt að ræða við fulltrúa Reykjavíkurborgar um málið.
3. Málefni fatlaðra
Framlögð fundargerð frá fundi sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi sem haldinn var 18.01.12 um starfsemi þjónustusvæðis Vesturlands um málefni fatlaðra og fjárhagsáætlun þjónustusvæðisins fyrir árið 2012.
4. Erindi frá Ólöfu Davíðsdóttur
Framlögð kostnaðaráætlun frá Ólöfu Davíðsdóttur vegna aðstöðu og vinnu við tómstundastarf fyrir fatlaða einstaklinga, eldri borgara og fleiri.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar velferðarnefndar.
5. Erindi frá Rarik
Framlagt bréf dagsett 20.01. 2012 frá Rarik þar sem fyrirtækið óskar eftir viðræðum um yfirtöku sveitarfélagsins á götulýsingarkerfinu í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
6. Skólahreysti
Framlagt erindi frá Icefitness ehf. þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við Skólahreysti 2012.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 50.000,-
7. Þriggja ára áætlun
Rætt um þriggja ára áætlun Borgarbyggðar 2013 - 2015.
8. Öryggismál á vinnustöðum Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs til viðræðna um gerð áhættumats/öryggisáætlunar á vinnustöðum Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela Jökli að afla frekari upplýsinga fyrir næsta fund byggðarráðs.
9. Viðhald og nýframkvæmdir við kirkjugarða
Rætt um fjárveitingar sveitarfélagsins til viðhalds og nýframkvæmda í kirkjugörðum í Borgarbyggð árið 2012.
Samþykkt að fela umhverfis- og skipulagssviði að skipta fjárveitingu ársins á milli þeirra verkefna sem sótt hefur verið um.
10. Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
Framlagt erindi frá Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi dags. 24.01.12 vegna umsóknar um stuðning úr Framkvæmdasjóði aldraðra, en til stendur að hefja endurbætur á dvalarrýmum á heimilinu.
Byggðarráð staðfesti að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við áætlanir um uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða.
11. Nýting lóðar að Fitjum 2
Framlagt minnisblað skrifstofustjóra um lágmarksnýtingu lóðarinnar að Fitjum 2 sem Bílasalan Geisli fékk úthlutað fyrir nokkru.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum um sambærileg mál í öðrum sveitarfélögum.
Dagbjartur vék af fundi meðan málið var rætt vegna tengsla við málið.
12. Forðagæslumál
Rætt um forðagæslumál í Borgarbyggð.
13. Fjárhagsstaða Borgarbyggðar
Á fundinn mætti Einar G. Pálsson fjármálafulltrúi og fór yfir fjárhagsstöðu Borgarbyggðar og lagði fram gögn um reksturinn á árinu 2011.
14. Framlögð mál
a. Fundargerð frá 168. fundi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur
Geirlaug vék af fundi áður en fundargerðin var lesin upp.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,35.